ad hann brudli med óforstandi, ellegar vilji mata krók.Sambandið að maka krókinn í sömu merkingu er eitthvað yngra og eru elst dæmi um það í söfnum Orðabókarinnar frá miðri 19. öld (1853). Það virðist algengara í nútímamáli en að mata krókinn.

Orðasambandið að mata krókinn ‛hagnast, einkum fjárhagslega, draga til sín, misnota aðstöðu’ þekkist frá fyrri hluta 19. aldar.
- Cauldron - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 9.11.2013).
Hvort er réttara að segja mata krókinn eða maka krókinn? Eiga þessi orðasambönd sama uppruna eða sprottin úr sitt hvorum aðstæðunum?Sigurjón Vilhjálmsson bar upp spurninguna:
Góðan dag. Nú hef ég heyrt skýringar á orðtakinu að mata krókinn. Merkingin er sumsé sú að menn þræddu kjöt á matkróka úr pottunum í græðgi sinni án þess að hugsa um aðra. Passar þetta við notkun á þessu máltæki. Nú hef ég líka heyrt fólk tala um að maka krókinn, en þetta fæ ég ekki skilið, bæði hvaðan sú merking er komin, né þá að þetta passi við græðgina sem þetta er notað um. Getið þið skýrt málið? Beztu kveðjur.