Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort á að mata krókinn eða maka krókinn?

Guðrún Kvaran

Orðasambandið að mata krókinn ‛hagnast, einkum fjárhagslega, draga til sín, misnota aðstöðu’ þekkist frá fyrri hluta 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr kvæði eftir Benedikt Gröndal eldri í ljóðabók sem gefin var út 1833:
ad hann brudli med óforstandi,

ellegar vilji mata krók.
Sambandið að maka krókinn í sömu merkingu er eitthvað yngra og eru elst dæmi um það í söfnum Orðabókarinnar frá miðri 19. öld (1853). Það virðist algengara í nútímamáli en að mata krókinn.

Orðasambandið að mata krókinn ‛hagnast, einkum fjárhagslega, draga til sín, misnota aðstöðu’ þekkist frá fyrri hluta 19. aldar.

Halldór Halldórsson, sem lengi var prófessor við Háskóla Íslands, fjallaði um sambandið að mata krókinn í doktorsritgerð sinni frá 1954 (bls. 275). Þar getur hann sér þess til að átt sé við að beita öngul og vísar í Finn Jónsson prófessor sem skýrði orðtakið á svipaðan hátt í Skírni 1912. Sambandið maka krókinn telur hann afbökun.

Halldór dró þessa skýringu til baka í riti sínu Íslenzkt orðtakasafn (1968:334) og telur að orðasambandið eigi rætur að rekja til þess að taka mat úr pottum með krókum. Ef rétt er til getið er hugsunin að gefa króknum mat. Sömu skýringu og hjá Halldóri er að finna í Merg málsins eftir Jón Friðjónsson (2006:502). Þess má geta að í dönsku merkir sambandið made en krog að ‛beita öngul’. Það er ekki notað þar í myndhverfri merkingu eins og í íslensku en einhver gömul tengsl gætu samt verið hvað myndun orðasambandsins varðar.

Mynd:

Halldóra Traustadóttir spurði:
Hvort er réttara að segja mata krókinn eða maka krókinn? Eiga þessi orðasambönd sama uppruna eða sprottin úr sitt hvorum aðstæðunum?

Sigurjón Vilhjálmsson bar upp spurninguna:
Góðan dag. Nú hef ég heyrt skýringar á orðtakinu að mata krókinn. Merkingin er sumsé sú að menn þræddu kjöt á matkróka úr pottunum í græðgi sinni án þess að hugsa um aðra. Passar þetta við notkun á þessu máltæki. Nú hef ég líka heyrt fólk tala um að maka krókinn, en þetta fæ ég ekki skilið, bæði hvaðan sú merking er komin, né þá að þetta passi við græðgina sem þetta er notað um. Getið þið skýrt málið? Beztu kveðjur.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.11.2013

Spyrjandi

Halldóra Traustadóttir, Sigurjón Vilhjálmsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort á að mata krókinn eða maka krókinn?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2013. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66018.

Guðrún Kvaran. (2013, 12. nóvember). Hvort á að mata krókinn eða maka krókinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66018

Guðrún Kvaran. „Hvort á að mata krókinn eða maka krókinn?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2013. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66018>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort á að mata krókinn eða maka krókinn?
Orðasambandið að mata krókinn ‛hagnast, einkum fjárhagslega, draga til sín, misnota aðstöðu’ þekkist frá fyrri hluta 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr kvæði eftir Benedikt Gröndal eldri í ljóðabók sem gefin var út 1833:

ad hann brudli med óforstandi,

ellegar vilji mata krók.
Sambandið að maka krókinn í sömu merkingu er eitthvað yngra og eru elst dæmi um það í söfnum Orðabókarinnar frá miðri 19. öld (1853). Það virðist algengara í nútímamáli en að mata krókinn.

Orðasambandið að mata krókinn ‛hagnast, einkum fjárhagslega, draga til sín, misnota aðstöðu’ þekkist frá fyrri hluta 19. aldar.

Halldór Halldórsson, sem lengi var prófessor við Háskóla Íslands, fjallaði um sambandið að mata krókinn í doktorsritgerð sinni frá 1954 (bls. 275). Þar getur hann sér þess til að átt sé við að beita öngul og vísar í Finn Jónsson prófessor sem skýrði orðtakið á svipaðan hátt í Skírni 1912. Sambandið maka krókinn telur hann afbökun.

Halldór dró þessa skýringu til baka í riti sínu Íslenzkt orðtakasafn (1968:334) og telur að orðasambandið eigi rætur að rekja til þess að taka mat úr pottum með krókum. Ef rétt er til getið er hugsunin að gefa króknum mat. Sömu skýringu og hjá Halldóri er að finna í Merg málsins eftir Jón Friðjónsson (2006:502). Þess má geta að í dönsku merkir sambandið made en krog að ‛beita öngul’. Það er ekki notað þar í myndhverfri merkingu eins og í íslensku en einhver gömul tengsl gætu samt verið hvað myndun orðasambandsins varðar.

Mynd:

Halldóra Traustadóttir spurði:
Hvort er réttara að segja mata krókinn eða maka krókinn? Eiga þessi orðasambönd sama uppruna eða sprottin úr sitt hvorum aðstæðunum?

Sigurjón Vilhjálmsson bar upp spurninguna:
Góðan dag. Nú hef ég heyrt skýringar á orðtakinu að mata krókinn. Merkingin er sumsé sú að menn þræddu kjöt á matkróka úr pottunum í græðgi sinni án þess að hugsa um aðra. Passar þetta við notkun á þessu máltæki. Nú hef ég líka heyrt fólk tala um að maka krókinn, en þetta fæ ég ekki skilið, bæði hvaðan sú merking er komin, né þá að þetta passi við græðgina sem þetta er notað um. Getið þið skýrt málið? Beztu kveðjur.
...