Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna notuðu Vestfirðingar "d" í stað "ð" í orðum eins og sagdi, fardu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Framburðurinn rd, gd, fd í stað , , í orðum eins og harður, sagði, hafði hefur verið talinn eitt af einkennum vestfirsks framburðar. Ásgeir Blöndal Magnússon skrifaði um hann grein í tímaritið Íslenzk tunga (1959: 9–25) og benti á að heimildir hafi verið um hann víðar á landinu: í Mýrasýslu, á Snæfellsnesi, í Fljótum í Skagafirði, Ólafsfirði, Héðinsfirði og á fáeinum svæðum á norðanverður Austurlandi. Hann sýndi fram á að framburðurinn væri gamall og sennilega kominn fram á vestanverðu landinu. Þar var tíðnin mest og útbreiðslusvæðið stærst. Þaðan hefði hann breiðst til annarra landsvæða en aldrei orðið útbreiddur. Hann hvarf þar sem samgöngur voru bestar og byggðin þéttust en hélst helst á afskekktum stöðum.

Ásgeir taldi að margt benti til að framburðurinn hefði komið upp um eða nokkru fyrir 1400 samhliða öðrum breytingum í hljóðkerfi málsins, til dæmis að -ð- í endingum sagna varð -d-: skelfða > skelfda (síðar skelfdi), talða > talda (síðar taldi).

Erfitt er að rannsaka þennan framburð á fyrri öldum vegna þess hve það var á reiki hvernig -ð- var skrifað og síðar prentað. Í elstu handritum var -þ- ritað í stað -ð- en ekki löngu seinna var tekinn upp bókstafurinn -ð-. Um miðja 14. öld var farið að rita -d- í stað -ð- og hélst það fram undir 1800. Rithátturinn getur því lítið sem ekkert hjálpað til við að ráða í framburðinn, hvort orð hafi verið borin fram með -ð- eða -d-. Það sem helst getur hjálpað er rím og hendingar í kvæðum. Ásgeir benti á vísu sem talin er ort af Kálfi Hallssyni um 1400. Sjötta vísuorð er þannig: ,,hordome sem stuld og morde”. Til þess að rétt sé kveðið verður að gera ráð fyrir framburðinum /morde/ en ekki /morðe/. Dæmi af þessu tagi geta hjálpað verulega við rannsóknir á framburði fyrr á öldum.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.4.2007

Spyrjandi

Bjarney Ólafsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna notuðu Vestfirðingar "d" í stað "ð" í orðum eins og sagdi, fardu?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2007, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6602.

Guðrún Kvaran. (2007, 23. apríl). Hvers vegna notuðu Vestfirðingar "d" í stað "ð" í orðum eins og sagdi, fardu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6602

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna notuðu Vestfirðingar "d" í stað "ð" í orðum eins og sagdi, fardu?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2007. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6602>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna notuðu Vestfirðingar "d" í stað "ð" í orðum eins og sagdi, fardu?
Framburðurinn rd, gd, fd í stað , , í orðum eins og harður, sagði, hafði hefur verið talinn eitt af einkennum vestfirsks framburðar. Ásgeir Blöndal Magnússon skrifaði um hann grein í tímaritið Íslenzk tunga (1959: 9–25) og benti á að heimildir hafi verið um hann víðar á landinu: í Mýrasýslu, á Snæfellsnesi, í Fljótum í Skagafirði, Ólafsfirði, Héðinsfirði og á fáeinum svæðum á norðanverður Austurlandi. Hann sýndi fram á að framburðurinn væri gamall og sennilega kominn fram á vestanverðu landinu. Þar var tíðnin mest og útbreiðslusvæðið stærst. Þaðan hefði hann breiðst til annarra landsvæða en aldrei orðið útbreiddur. Hann hvarf þar sem samgöngur voru bestar og byggðin þéttust en hélst helst á afskekktum stöðum.

Ásgeir taldi að margt benti til að framburðurinn hefði komið upp um eða nokkru fyrir 1400 samhliða öðrum breytingum í hljóðkerfi málsins, til dæmis að -ð- í endingum sagna varð -d-: skelfða > skelfda (síðar skelfdi), talða > talda (síðar taldi).

Erfitt er að rannsaka þennan framburð á fyrri öldum vegna þess hve það var á reiki hvernig -ð- var skrifað og síðar prentað. Í elstu handritum var -þ- ritað í stað -ð- en ekki löngu seinna var tekinn upp bókstafurinn -ð-. Um miðja 14. öld var farið að rita -d- í stað -ð- og hélst það fram undir 1800. Rithátturinn getur því lítið sem ekkert hjálpað til við að ráða í framburðinn, hvort orð hafi verið borin fram með -ð- eða -d-. Það sem helst getur hjálpað er rím og hendingar í kvæðum. Ásgeir benti á vísu sem talin er ort af Kálfi Hallssyni um 1400. Sjötta vísuorð er þannig: ,,hordome sem stuld og morde”. Til þess að rétt sé kveðið verður að gera ráð fyrir framburðinum /morde/ en ekki /morðe/. Dæmi af þessu tagi geta hjálpað verulega við rannsóknir á framburði fyrr á öldum. ...