Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvernig er fjölskyldulífið hjá skjaldbökum?

Jón Már Halldórsson

Ekki er um “fjölskyldulíf” að ræða hjá skjaldbökum heldur mætti segja að fálæti foreldranna gagnvart afkvæmum sínum sé nær algert.

Sem dæmi má taka hina stórvöxnu leðurskjaldböku, Dermochelys coriacea, sem eyðir mest öllum tíma sínum í sjónum. Karldýrið, pabbinn, hefur það eina hlutverk að sæða kvendýrið. Þegar kemur að klaki fer hin verðandi móðir upp á sandströnd, gerir sér þar hreiðurholu sem hún verpir eggjunum í og mokar svo yfir. Þar með er hennar hlutverki lokið, hún yfirgefur afkvæmin fyrir fullt og allt og heldur aftur til sjávar.Ungar leðurskjaldbaka njóta ekki verndar foreldra sinna á hinni hættulegu leið frá hreiðurholu til sjávar.

Við klak skríður ungviðið upp á yfirborðið og þarf að komast hjálparlaust til sjávar. Þessi fyrsta ferð skjaldbökuafkvæmanna getur verið ansi háskaleg þar sem fjöldi afræningja tímasetur komur sínar á þessar strendur með tilliti til klaks leðurskjaldbökunnar. Afföllin á þessari tiltölulega stuttu leið frá hreiðurstæði til sjávar eru því mikil.

Sömu sögu er að segja um aðrar skjaldbökutegundir, foreldrarnir hafa lítil sem engin afskipti af afkvæmum sínum og því ekki hægt að tala um neitt fjölskyldulíf. Svipað er líka uppi á teningnum hjá mörgum ættum froskdýra og einhverjum ættum skriðdýra.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um skjaldbökur, til dæmis:

Hægt er að finna fleiri skjaldbökusvör með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan eða með því að nota leitarvél vefsins.

Mynd: Marine Conservation Society

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.4.2007

Spyrjandi

Stella Guðmundsdóttir, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er fjölskyldulífið hjá skjaldbökum?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2007. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6603.

Jón Már Halldórsson. (2007, 23. apríl). Hvernig er fjölskyldulífið hjá skjaldbökum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6603

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er fjölskyldulífið hjá skjaldbökum?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2007. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6603>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er fjölskyldulífið hjá skjaldbökum?
Ekki er um “fjölskyldulíf” að ræða hjá skjaldbökum heldur mætti segja að fálæti foreldranna gagnvart afkvæmum sínum sé nær algert.

Sem dæmi má taka hina stórvöxnu leðurskjaldböku, Dermochelys coriacea, sem eyðir mest öllum tíma sínum í sjónum. Karldýrið, pabbinn, hefur það eina hlutverk að sæða kvendýrið. Þegar kemur að klaki fer hin verðandi móðir upp á sandströnd, gerir sér þar hreiðurholu sem hún verpir eggjunum í og mokar svo yfir. Þar með er hennar hlutverki lokið, hún yfirgefur afkvæmin fyrir fullt og allt og heldur aftur til sjávar.Ungar leðurskjaldbaka njóta ekki verndar foreldra sinna á hinni hættulegu leið frá hreiðurholu til sjávar.

Við klak skríður ungviðið upp á yfirborðið og þarf að komast hjálparlaust til sjávar. Þessi fyrsta ferð skjaldbökuafkvæmanna getur verið ansi háskaleg þar sem fjöldi afræningja tímasetur komur sínar á þessar strendur með tilliti til klaks leðurskjaldbökunnar. Afföllin á þessari tiltölulega stuttu leið frá hreiðurstæði til sjávar eru því mikil.

Sömu sögu er að segja um aðrar skjaldbökutegundir, foreldrarnir hafa lítil sem engin afskipti af afkvæmum sínum og því ekki hægt að tala um neitt fjölskyldulíf. Svipað er líka uppi á teningnum hjá mörgum ættum froskdýra og einhverjum ættum skriðdýra.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um skjaldbökur, til dæmis:

Hægt er að finna fleiri skjaldbökusvör með því að smella á efnisorð hér fyrir neðan eða með því að nota leitarvél vefsins.

Mynd: Marine Conservation Society

...