Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað tekur líkamann langan tíma að melta fæðu?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Það fer alfarið eftir því hvernig fæðan er samsett hversu langan tíma tekur að melta hana. Þumalputtareglan er þó sú að sólarhring eftir að við höfum borðað máltíð höfum við melt hana og losað okkur við þann hluta hennar sem við getum ekki melt.



Meltingarvegurinn nær allt frá munni til endaþarms og er nokkurra metra langur. Fæðan berst frá munni og allt niður í ristil og hefst mislengi við á hverjum stað. Þannig er hún fremur stutt í munninum eftir því hversu vel við tyggjum hana áður en kyngt er, oft aðeins nokkrar sekúndur.

Eftir kyngingu er fæðan 5-6 sekúndur að flytjast niður vélindað frá koki til maga. Þar er hún mun lengur eða 2-4 klukkutíma áður en hún berst áfram í skeifugörnina sem er efsti hluti smáþarma. Í smáþörmum fara fram lokaskref efnameltingar og upptaka meltra næringarefna. Oftast er fæðan þar í 5-6 klukkutíma.

Að lokum berst fæðan í ristilinn þar sem upptaka vatns og steinefna fer fram og saur er myndaður úr ómeltanlegu efni. Það líða yfirleitt á bilinu 12 til 24 klukkutímar áður en við losum hægðir sem verða til í kjölfarið um endaþarminn. Tíminn sem fæðan er í ristlinum getur þó verið enn lengri.

Heildartíminn sem fæðan er að fara í gegnum meltingarveginn er þannig 20-35 klukkustundir og er þá átt við vel samsetta máltíð sem inniheldur bæði meltanlegar sykrur og ómeltanlegar (trefjaefni), fitu, prótín og fleira.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

25.4.2007

Spyrjandi

Inga Arnardóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað tekur líkamann langan tíma að melta fæðu?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2007, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6608.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 25. apríl). Hvað tekur líkamann langan tíma að melta fæðu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6608

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað tekur líkamann langan tíma að melta fæðu?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2007. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6608>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað tekur líkamann langan tíma að melta fæðu?
Það fer alfarið eftir því hvernig fæðan er samsett hversu langan tíma tekur að melta hana. Þumalputtareglan er þó sú að sólarhring eftir að við höfum borðað máltíð höfum við melt hana og losað okkur við þann hluta hennar sem við getum ekki melt.



Meltingarvegurinn nær allt frá munni til endaþarms og er nokkurra metra langur. Fæðan berst frá munni og allt niður í ristil og hefst mislengi við á hverjum stað. Þannig er hún fremur stutt í munninum eftir því hversu vel við tyggjum hana áður en kyngt er, oft aðeins nokkrar sekúndur.

Eftir kyngingu er fæðan 5-6 sekúndur að flytjast niður vélindað frá koki til maga. Þar er hún mun lengur eða 2-4 klukkutíma áður en hún berst áfram í skeifugörnina sem er efsti hluti smáþarma. Í smáþörmum fara fram lokaskref efnameltingar og upptaka meltra næringarefna. Oftast er fæðan þar í 5-6 klukkutíma.

Að lokum berst fæðan í ristilinn þar sem upptaka vatns og steinefna fer fram og saur er myndaður úr ómeltanlegu efni. Það líða yfirleitt á bilinu 12 til 24 klukkutímar áður en við losum hægðir sem verða til í kjölfarið um endaþarminn. Tíminn sem fæðan er í ristlinum getur þó verið enn lengri.

Heildartíminn sem fæðan er að fara í gegnum meltingarveginn er þannig 20-35 klukkustundir og er þá átt við vel samsetta máltíð sem inniheldur bæði meltanlegar sykrur og ómeltanlegar (trefjaefni), fitu, prótín og fleira.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd: