Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvers vegna eru árin í Kína látin heita eftir dýrum?

Jón Egill Eyþórsson

Til forna höfðu Kínverjar tunglmiðað tímatal sem byggði á 60 eininga hringrás. Slíkt dagatal er ævagamalt, eða allt frá þeim tíma sem kenndur er við Shang-ríkið frá um 1600 til 1040 f.Kr.


Nú er ár galtarins samkvæmt kínversku tímatali (þegar þetta er skrifað í maí 2007).

Ekki er með fullu ljóst hvernig dagatalið var notað, en sennilegt er að það hafi mjög snemma tekið á sig þá mynd sem nú er þekkt. Til dæmis er um það rætt í ritum frá tímabili hinna stríðandi þjóða (e. Warring States Period, frá 5. öld f.Kr. til 221 f.Kr.) og Han-tímabilinu (206 f.Kr til 220 e.Kr.). Þar eru ár kennd við svokallaða 10 himneska stofna (e. 10 heavenly stems, k. 天干) og 12 jarðneskar greinar (e. 12 earthly branches, k. 地支).

Þegar fram liðu stundir urðu jarðnesku greinarnar veigameiri og þá sérstaklega í stjörnuspeki og stjörnuspáfræði. Í Kína og öðrum ríkjum Austur-Asíu hefur þessi stjörnumerkjahringur mjög svipaða stöðu og dýrahringurinn í vestrænni stjörnuspeki. Aðalmunurinn er að í kínversku tímatali og stjörnuspeki er miðað við umferð Júpíters. Það tekur reikistjörnuna um 12 ár að ferðast kringum sólina svo að Júpíter er um eitt ár í hverju merki; árin eru því nefnd eftir merkjunum.


Kínverski dýrahringurinn.

zi Rotta
chou Uxi
yin Tígur
mao Héri
chen Dreki
si Snákur
wu Hestur
wei Geit
shen Api
you Hani
xu Hundur
hai Göltur
Upprunalega báru merkin ekki dýraheiti heldur höfðu önnur nöfn (k. 子 zi, 丑 chou, 寅 yin, 卯 mao, 辰 chen, 巳 si, 午 wu, 未 wei, 申 shen, 酉 you, 戌 xu, 亥 hai). Merking þessara nafna er óljós þótt til séu ýmsar nokkuð umdeildar kenningar um hana. Seinna var farið að kenna merkin við dýr, ef til vill fyrir áhrif frá Tíbet, Indlandi eða jafnvel Persíu. Ýmsar skemmtilegar sögur eru til um hvernig breytingin kom til. Í taóisma er sagt að hinn himneski keisari hafi lagt fyrir dýrin keppni sem ákvað hvaða dýr einkenndi hvaða merki og í hvaða röð. Í Búddisma er það á hinn bóginn Búdda sem ku bjóða öllum dýrum jarðar til veislu en aðeins 12 dýr mæta.

Í Kína var sólarhringnum áður einnig skipt í 12 tímabil sem kennd voru við jarðnesku greinarnar. Tímabilið frá 23:00 til 1:00 eftir miðnætti var子 zi, frá 1:00 til 3:00丑 chou og svo framvegis. Á kínversku er því miðnætti kennt við 子 zi (k. 子夜 ziye) og hádegi við午 wu (k. 中午 zhongwu).

Nokkuð ítarlegri upplýsingar um kínverskt tímatal og stjörnuspeki má finna á Wikipediu: Chinese astrology.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir

Höfundur

kínafræðingur

Útgáfudagur

2.5.2007

Spyrjandi

Íris Dögg Sverrisdóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Egill Eyþórsson. „Hvers vegna eru árin í Kína látin heita eftir dýrum?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2007. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6618.

Jón Egill Eyþórsson. (2007, 2. maí). Hvers vegna eru árin í Kína látin heita eftir dýrum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6618

Jón Egill Eyþórsson. „Hvers vegna eru árin í Kína látin heita eftir dýrum?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2007. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6618>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru árin í Kína látin heita eftir dýrum?
Til forna höfðu Kínverjar tunglmiðað tímatal sem byggði á 60 eininga hringrás. Slíkt dagatal er ævagamalt, eða allt frá þeim tíma sem kenndur er við Shang-ríkið frá um 1600 til 1040 f.Kr.


Nú er ár galtarins samkvæmt kínversku tímatali (þegar þetta er skrifað í maí 2007).

Ekki er með fullu ljóst hvernig dagatalið var notað, en sennilegt er að það hafi mjög snemma tekið á sig þá mynd sem nú er þekkt. Til dæmis er um það rætt í ritum frá tímabili hinna stríðandi þjóða (e. Warring States Period, frá 5. öld f.Kr. til 221 f.Kr.) og Han-tímabilinu (206 f.Kr til 220 e.Kr.). Þar eru ár kennd við svokallaða 10 himneska stofna (e. 10 heavenly stems, k. 天干) og 12 jarðneskar greinar (e. 12 earthly branches, k. 地支).

Þegar fram liðu stundir urðu jarðnesku greinarnar veigameiri og þá sérstaklega í stjörnuspeki og stjörnuspáfræði. Í Kína og öðrum ríkjum Austur-Asíu hefur þessi stjörnumerkjahringur mjög svipaða stöðu og dýrahringurinn í vestrænni stjörnuspeki. Aðalmunurinn er að í kínversku tímatali og stjörnuspeki er miðað við umferð Júpíters. Það tekur reikistjörnuna um 12 ár að ferðast kringum sólina svo að Júpíter er um eitt ár í hverju merki; árin eru því nefnd eftir merkjunum.


Kínverski dýrahringurinn.

zi Rotta
chou Uxi
yin Tígur
mao Héri
chen Dreki
si Snákur
wu Hestur
wei Geit
shen Api
you Hani
xu Hundur
hai Göltur
Upprunalega báru merkin ekki dýraheiti heldur höfðu önnur nöfn (k. 子 zi, 丑 chou, 寅 yin, 卯 mao, 辰 chen, 巳 si, 午 wu, 未 wei, 申 shen, 酉 you, 戌 xu, 亥 hai). Merking þessara nafna er óljós þótt til séu ýmsar nokkuð umdeildar kenningar um hana. Seinna var farið að kenna merkin við dýr, ef til vill fyrir áhrif frá Tíbet, Indlandi eða jafnvel Persíu. Ýmsar skemmtilegar sögur eru til um hvernig breytingin kom til. Í taóisma er sagt að hinn himneski keisari hafi lagt fyrir dýrin keppni sem ákvað hvaða dýr einkenndi hvaða merki og í hvaða röð. Í Búddisma er það á hinn bóginn Búdda sem ku bjóða öllum dýrum jarðar til veislu en aðeins 12 dýr mæta.

Í Kína var sólarhringnum áður einnig skipt í 12 tímabil sem kennd voru við jarðnesku greinarnar. Tímabilið frá 23:00 til 1:00 eftir miðnætti var子 zi, frá 1:00 til 3:00丑 chou og svo framvegis. Á kínversku er því miðnætti kennt við 子 zi (k. 子夜 ziye) og hádegi við午 wu (k. 中午 zhongwu).

Nokkuð ítarlegri upplýsingar um kínverskt tímatal og stjörnuspeki má finna á Wikipediu: Chinese astrology.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Myndir

...