Gullfiskar (Carassius auratus) lifðu upphaflega villtir í Austur-Asíu, en tegundin er nú einnig á meðal algengustu skrautfiska sem menn halda í fiskabúrum. Villtir gullfiskar eru yfirleitt ekki gulllitaðir, heldur fremur dökkgráir eða ólífugrænir. Aftur á móti hafa menn ræktað ýmis afbrigði, þar á meðal fiska af hinum einkennandi gullna lit.
Umhverfi gullfiska getur haft mikil áhrif á það hversu lengi þeir lifa. Við bestu aðstæður geta þeir náð tiltölulega háum aldri, yfir 20 ár. Gullfiskar sem hafðir eru í búrum lifa aftur á móti yfirleitt ekki svo lengi, heldur fremur í um sex til átta ár.
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni.
Frekara lesefni á Vísindavefnum
- Eru til villtir gullfiskar og hver eru upprunaleg heimkynni þeirra? eftir Jón Má Halldórsson.
- Hafa gullfiskar gagn og gaman af því að hafa dót í búrinu? eftir Jón Má Halldórsson.
- Goldfish. Wikipedia: The Free Encyclopedia.
- Mynd: Image:Orandagoldfish.jpg. Wikimedia Commons.