Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þarf að gróðursetja mörg tré til að vinna gegn koltvíoxíðsmengun eins bíls?

Brynhildur Bjarnadóttir

Meðalbinding koltvíoxíðs (CO2) í íslenskum skógum er talin vera um 4,4 tonn á hektara á ári, yfir 90 ára vaxtartíma skógarins. Við skulum gefa okkur að "meðal" fólksbíll keyri um 30.000 km á ári og losi á þeim tíma um 4,6 tonn af koltvíoxíði. Til að vega upp á móti þeirri losun þarf að gróðursetja um einn hektara af skógi, eða sem samsvarar um það bil 2500 trjám. Þessi fjöldi trjáa bindur þá að meðaltali 4,4 tonn af koltvíoxíði á ári í um 90 ár.

Mikilvægt er að hafa í huga að árlegur útblástur bíla er mjög mismikill eftir tegundum. Upplýsingar um útblástur einstakra bílategunda má finna á heimasíðu Orkuseturs (www.orkusetur.is) undir "eldsneyti" og "kolefnisbókhald".



Um það bil 2500 tré þarf til þess að vinna upp á móti koltvíoxíðlosun eins bíls á ári miðað við 30.000 km akstur.

Með einni flugferð frá Keflavíkurflugvelli til London er talið að losun á koltvíoxíði sé um það bil 210 kg á farþega. Með sömu forsendum og eru hér að ofan má því segja að til að vega upp á móti flugferð til London þyrfti hver farþegi að planta um það bil 120 trjám. Sama fjölda þarf að sjálfsögðu að planta vilji farþeginn vega upp á móti losun koltívoxíðs á heimferðinni. Upplýsingar um útblástur vegna flugferða til ólíkra áfangastaða má finna á heimasíðunni www.co2.is undir "flugvélar".

Tré, eins og aðrar plöntur, ljóstillífa. Afleiðing ljóstillífunar er sú að súrefni (O2) losnar út í andrúmslofið. Ljóstillífunarhraði er háður mörgum þáttum svo sem trjátegundum, veðurfarsskilyrðum, frjósemi jarðvegs og svo framvegis. Almennt er álitið að frá 1 hektara af skógi fáist um það bil 7 tonn af súrefni á ári. Hvert tré á þessum hektara er þá að gefa frá sér um 28 kg af súrefni á ári eða 0,077 kg á dag. Fullorðinn maður notar um 0,80 kg af súrefni á dag. Út frá þessu má sjá að 10 tré framleiða daglega það súrefni sem einn einstaklingur notar á hverjum degi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Norðurlandsskógar


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hversu mikið súrefni gefur tré frá sér á 5 mínútum?
  • Hvað þarf ég að planta mörgum trjám til að bæta upp losun skaðlegra lofttegunda þegar ég flýg til og frá London?
  • Hvað þarf mörg fullorðin tré til að framleiða nóg súrefni handa fullorðnum manni?

Aðrir spyrjendur eru: Emilie Anne Jóhannsdóttir, Hannes Pálsson og Jón Ásgeir Jónsson.

Höfundur

sérfræðingur hjá Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins

Útgáfudagur

8.5.2007

Spyrjandi

Valsteinn Stefánsson

Tilvísun

Brynhildur Bjarnadóttir. „Hvað þarf að gróðursetja mörg tré til að vinna gegn koltvíoxíðsmengun eins bíls?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2007, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6628.

Brynhildur Bjarnadóttir. (2007, 8. maí). Hvað þarf að gróðursetja mörg tré til að vinna gegn koltvíoxíðsmengun eins bíls? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6628

Brynhildur Bjarnadóttir. „Hvað þarf að gróðursetja mörg tré til að vinna gegn koltvíoxíðsmengun eins bíls?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2007. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6628>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þarf að gróðursetja mörg tré til að vinna gegn koltvíoxíðsmengun eins bíls?
Meðalbinding koltvíoxíðs (CO2) í íslenskum skógum er talin vera um 4,4 tonn á hektara á ári, yfir 90 ára vaxtartíma skógarins. Við skulum gefa okkur að "meðal" fólksbíll keyri um 30.000 km á ári og losi á þeim tíma um 4,6 tonn af koltvíoxíði. Til að vega upp á móti þeirri losun þarf að gróðursetja um einn hektara af skógi, eða sem samsvarar um það bil 2500 trjám. Þessi fjöldi trjáa bindur þá að meðaltali 4,4 tonn af koltvíoxíði á ári í um 90 ár.

Mikilvægt er að hafa í huga að árlegur útblástur bíla er mjög mismikill eftir tegundum. Upplýsingar um útblástur einstakra bílategunda má finna á heimasíðu Orkuseturs (www.orkusetur.is) undir "eldsneyti" og "kolefnisbókhald".



Um það bil 2500 tré þarf til þess að vinna upp á móti koltvíoxíðlosun eins bíls á ári miðað við 30.000 km akstur.

Með einni flugferð frá Keflavíkurflugvelli til London er talið að losun á koltvíoxíði sé um það bil 210 kg á farþega. Með sömu forsendum og eru hér að ofan má því segja að til að vega upp á móti flugferð til London þyrfti hver farþegi að planta um það bil 120 trjám. Sama fjölda þarf að sjálfsögðu að planta vilji farþeginn vega upp á móti losun koltívoxíðs á heimferðinni. Upplýsingar um útblástur vegna flugferða til ólíkra áfangastaða má finna á heimasíðunni www.co2.is undir "flugvélar".

Tré, eins og aðrar plöntur, ljóstillífa. Afleiðing ljóstillífunar er sú að súrefni (O2) losnar út í andrúmslofið. Ljóstillífunarhraði er háður mörgum þáttum svo sem trjátegundum, veðurfarsskilyrðum, frjósemi jarðvegs og svo framvegis. Almennt er álitið að frá 1 hektara af skógi fáist um það bil 7 tonn af súrefni á ári. Hvert tré á þessum hektara er þá að gefa frá sér um 28 kg af súrefni á ári eða 0,077 kg á dag. Fullorðinn maður notar um 0,80 kg af súrefni á dag. Út frá þessu má sjá að 10 tré framleiða daglega það súrefni sem einn einstaklingur notar á hverjum degi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Norðurlandsskógar


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hversu mikið súrefni gefur tré frá sér á 5 mínútum?
  • Hvað þarf ég að planta mörgum trjám til að bæta upp losun skaðlegra lofttegunda þegar ég flýg til og frá London?
  • Hvað þarf mörg fullorðin tré til að framleiða nóg súrefni handa fullorðnum manni?

Aðrir spyrjendur eru: Emilie Anne Jóhannsdóttir, Hannes Pálsson og Jón Ásgeir Jónsson....