Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 16:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:07 • Sest 12:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:40 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?

Guðrún Kvaran

Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi:

 1. Maðurinn heitir Jón en konan Guðrún.

 2. Hesturinn heitir Sörli og hundurinn Snati.

 3. Bíllinn hans Jóns heitir Mosi. Hann gaf bílnum nafnið af því að hann er mosagrænn.

Talað er um að einhver heiti í höfuðið á einhverjum eða heiti eftir einhverjum og hefur honum þá verið gefið sama nafn eða verið skírður sama nafni og einhver annar. Heita er stundum notuð sem áhrifssögn, til dæmis þegar sagt er: Þau hétu son sinn Sigurð, það er að segja að þau gáfu honum nafnið Sigurður.

Nefna er áhrifssögn og stýrir þolfalli. Dæmi:

 1. Jón nefndi son sinn Sigurð.

 2. Guðrún nefndi hundinn sinn Snata.

 3. Hjónin nefndu sumarhúsið sitt Brekkubæ.

Algengt er, til dæmis í frásagnarstíl, að nota þolmynd og segja: Maður er nefndur Jón. Hann býr á Brekkubæ. Einnig: Hann var nefndur Jón eftir afa sínum (það er honum var gefið nafnið Jón). Ærin er nefnd Brekkuhvít af því að hún er hvít og frá bænum Brekku.

Einnig er notuð miðmynd, nefnast, og er þá lítill munur á henni og dæmunum í (a)-(c):

 1. Maðurinn nefnist Jón en konan Guðrún.

 2. Hesturinn nefnist Sörli en hundurinn Snati.

 3. Bíllinn hans Jóns nefnist Mosi. Honum var gefið þetta nafn af því að hann er mosagrænn.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

17.7.2000

Spyrjandi

Ólafur Jónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2000. Sótt 18. janúar 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=663.

Guðrún Kvaran. (2000, 17. júlí). Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=663

Guðrún Kvaran. „Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2000. Vefsíða. 18. jan. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=663>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?
Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi:

 1. Maðurinn heitir Jón en konan Guðrún.

 2. Hesturinn heitir Sörli og hundurinn Snati.

 3. Bíllinn hans Jóns heitir Mosi. Hann gaf bílnum nafnið af því að hann er mosagrænn.

Talað er um að einhver heiti í höfuðið á einhverjum eða heiti eftir einhverjum og hefur honum þá verið gefið sama nafn eða verið skírður sama nafni og einhver annar. Heita er stundum notuð sem áhrifssögn, til dæmis þegar sagt er: Þau hétu son sinn Sigurð, það er að segja að þau gáfu honum nafnið Sigurður.

Nefna er áhrifssögn og stýrir þolfalli. Dæmi:

 1. Jón nefndi son sinn Sigurð.

 2. Guðrún nefndi hundinn sinn Snata.

 3. Hjónin nefndu sumarhúsið sitt Brekkubæ.

Algengt er, til dæmis í frásagnarstíl, að nota þolmynd og segja: Maður er nefndur Jón. Hann býr á Brekkubæ. Einnig: Hann var nefndur Jón eftir afa sínum (það er honum var gefið nafnið Jón). Ærin er nefnd Brekkuhvít af því að hún er hvít og frá bænum Brekku.

Einnig er notuð miðmynd, nefnast, og er þá lítill munur á henni og dæmunum í (a)-(c):

 1. Maðurinn nefnist Jón en konan Guðrún.

 2. Hesturinn nefnist Sörli en hundurinn Snati.

 3. Bíllinn hans Jóns nefnist Mosi. Honum var gefið þetta nafn af því að hann er mosagrænn.

...