Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Raftónlist (e. electronic music) er stundum notað sem samheiti yfir alla þá tónlist sem sköpuð er með rafmagnstækjum. Samkvæmt þessari skilgreiningu er til dæmis hægt að spila raftónlist á rafmagnsgítar, hljóðgervil, tölvu eða theremin.
Samkvæmt máltilfinningu okkar virðist þó íslenska orðið raftónlist helst notað yfir þá tónlist sem nær eingöngu er spiluð á tölvur eða hljóðgervla (e. synthesizers), en síður um tónlist sem inniheldur til dæmis tónkafla spilaðan á rafmagnsgítar. Enn fremur virðist skipta máli hvernig tónlistin er, ekki bara hvaða tæki eru notuð til að skapa hana. Orðið raftónlist er til dæmis sjaldan notað um sígilda tónlist, jafnvel þótt slík tónverk geti alfarið verið búin til í tölvu. Raftónlist nær fremur yfir tónverk þar sem möguleikar tækninnar eru sérstaklega nýttir til að skapa hljóðhrif (e. sound effects) sem erfitt eða ómögulegt er að ná fram með öðru móti.
Hér sjást meðlimir Kraftwerk á tónleikum. Einu hljóðfæri þeirra eru fartölvur.
Raftónlist má skipta í margar mistengdar tónlistarstefnur og má þar nefna: Ambient, breakbeat, downtempó, elektró, hardcore, house, jungle, teknó og trance. Hver tónlistarstefna um sig hefur svo margar undirgerðir. Nokkrar gerðir af teknói eru til dæmis: Detroit-teknó, sýruteknó (e. acid techno) og reif (e. rave). Ýmsir tónlistarmenn eru þekktir fyrir að spila raftónlist (í víðum skilningi) og má það nefna: Kraftwerk, Goldie, Chemical Brothers, Daft Punk, Massive Attack, Autechre, Aphex Twin og Björk.
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni.
Heimildir
Egill Tryggvason, Hákon Logi Herleifsson og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er raftónlist?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2007, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6631.
Egill Tryggvason, Hákon Logi Herleifsson og Heiða María Sigurðardóttir. (2007, 9. maí). Hvað er raftónlist? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6631
Egill Tryggvason, Hákon Logi Herleifsson og Heiða María Sigurðardóttir. „Hvað er raftónlist?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2007. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6631>.