Sólin Sólin Rís 07:09 • sest 19:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:39 • Síðdegis: 23:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 17:09 í Reykjavík

Hvað veist þú um Amasonfljótið?

Ásta Margrét Eiríksdóttir og Helga Björk Vigfúsdóttir

Amasonfljótið í Suður-Ameríku er annað lengsta vatnsfall í heimi á eftir ánni Níl eins og lesa má um í svari við spurningunni Hver eru lengstu fljót í heimi? Það á upptök sín í Andesfjöllum innan landamæra Perú, rennur í gegnum Brasilíu og fellur til sjávar í Atlantshafið. Lengd þess frá upptökum til ósa eru um 6.400 km. Yfir eitt þúsund vatnsföll renna í Amasonfljótið. Vatnasvið þess er það stærsta í heimi, í kringum 7 milljónir km2 (aðeins breytilegt eftir heimildum), og nær það til Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador og Venesúela, auk Brasilíu og Perú.Amasonfljótið og nokkrar þverár þess.

Amasonfljótið er vatnsmesta fljót í heimi en vatnsmagn þess breytist nokkuð eftir árstíðum. Það tekur að vaxa í nóvember og nær hámarki í júní, en þá fer að minnka í því aftur fram í lok október. Þegar minnst er í fljótinu þekur það um 110.000 km2 en á regntímanum rennur vatn yfir vel rúmlega 350.000 km2 svæði.

Amasonfljótið er breiðasta vatnsfall heims, á köflum er breidd þess á milli bakka 6-10 km en verður mun meiri þegar flæðir í ánni. Um eða yfir 20% alls ferskvatns sem berst í heimshöfin með vatnsföllum kemur með Amasonfljótinu.

Dýra- og plöntulíf er mjög fjölskrúðugt á Amasonsvæðinu, bæði í og við fljótið sjálft og ekki síst í Amasonregnskóginum, stærsta regnskógasvæði heims. Á Vísindavefnum hefur Jón Már Halldórsson fjallað um nokkrar þær dýrategundir sem þar finnast, til dæmis:

Heimildir og kort:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni.

Höfundar

Útgáfudagur

10.5.2007

Spyrjandi

Kjartan Sigurðsson
Ólafur Örn

Tilvísun

Ásta Margrét Eiríksdóttir og Helga Björk Vigfúsdóttir. „Hvað veist þú um Amasonfljótið? “ Vísindavefurinn, 10. maí 2007. Sótt 22. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6633.

Ásta Margrét Eiríksdóttir og Helga Björk Vigfúsdóttir. (2007, 10. maí). Hvað veist þú um Amasonfljótið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6633

Ásta Margrét Eiríksdóttir og Helga Björk Vigfúsdóttir. „Hvað veist þú um Amasonfljótið? “ Vísindavefurinn. 10. maí. 2007. Vefsíða. 22. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6633>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað veist þú um Amasonfljótið?
Amasonfljótið í Suður-Ameríku er annað lengsta vatnsfall í heimi á eftir ánni Níl eins og lesa má um í svari við spurningunni Hver eru lengstu fljót í heimi? Það á upptök sín í Andesfjöllum innan landamæra Perú, rennur í gegnum Brasilíu og fellur til sjávar í Atlantshafið. Lengd þess frá upptökum til ósa eru um 6.400 km. Yfir eitt þúsund vatnsföll renna í Amasonfljótið. Vatnasvið þess er það stærsta í heimi, í kringum 7 milljónir km2 (aðeins breytilegt eftir heimildum), og nær það til Bólivíu, Kólumbíu, Ekvador og Venesúela, auk Brasilíu og Perú.Amasonfljótið og nokkrar þverár þess.

Amasonfljótið er vatnsmesta fljót í heimi en vatnsmagn þess breytist nokkuð eftir árstíðum. Það tekur að vaxa í nóvember og nær hámarki í júní, en þá fer að minnka í því aftur fram í lok október. Þegar minnst er í fljótinu þekur það um 110.000 km2 en á regntímanum rennur vatn yfir vel rúmlega 350.000 km2 svæði.

Amasonfljótið er breiðasta vatnsfall heims, á köflum er breidd þess á milli bakka 6-10 km en verður mun meiri þegar flæðir í ánni. Um eða yfir 20% alls ferskvatns sem berst í heimshöfin með vatnsföllum kemur með Amasonfljótinu.

Dýra- og plöntulíf er mjög fjölskrúðugt á Amasonsvæðinu, bæði í og við fljótið sjálft og ekki síst í Amasonregnskóginum, stærsta regnskógasvæði heims. Á Vísindavefnum hefur Jón Már Halldórsson fjallað um nokkrar þær dýrategundir sem þar finnast, til dæmis:

Heimildir og kort:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni....