Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað ræður kyni barns?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Í stuttu máli má segja að kyn barns ráðist af því hvort Y-kynlitningur er í okfrumunni sem fóstrið þroskast af eða ekki. Þar sem Y-kynlitningar eru bara í körlum er það faðirinn eða öllu heldur sáðfruma hans sem ákvarðar kyn barns. Skoðum þetta aðeins nánar.

Upphaf nýs einstaklings er þegar tvær frumur, eggfruma móður og sáðfruma föður, sameinast í eina okfrumu. Í kynfrumum foreldranna eru geymdar allar þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að mynda nýjan einstakling. Þessar erfðaupplýsingar finnast í genum litninganna.

Í kynfrumum manna eru 23 litningar. Einn þeirra er kynlitningur. Allar eggfrumur hafa eins kynlitning, X, sem er kvenkynlitningurinn. Aftur á móti eru tvenns konar kynlitningar í sáðfrumum. Um helmingur sáðfrumna er með X-kynlitning og um helmingur Y-kynlitning. Við frjóvgun, þegar kynfrumur foreldra sameinast, verður til okfruma með 46 litninga eða 23 litningapör; þar af er eitt parið kynlitningapar. Ef sáðfruma er með X-kynlitning verður okfruman með XX-kynlitninga og þroskast í stúlkubarn, en ef sáðfruma er með Y-kynlitning verður okfruman XY og þroskast í sveinbarn.



Y-kynlitningurinn örvar ósérhæfða kynkirtlavefi fósturs til að þroskast í eistu. Ef Y-kynlitningur er ekki til staðar þroskast þessir vefir í eggjastokka, enda í kvenkyns umhverfi (móðurlíkamanum) með kvenkynhormón allt í kring. Komið hefur í ljós að það er einkum eitt gen á Y-kynlitningnum, SRY-genið, sem ræður því að eistu myndast. Þegar eistu hafa verið mynduð hefja þau framleiðslu á testósteróni og öðrum karlkynhormónum sem valda því að aðrir hlutar karlkynkerfisins, bæði innri og ytri, myndast.

Af þessu er ljóst að kynákvörðun gerist á fjórum stigum: kynlitningastigi, kynkirtlastigi (eistu eða eggjastokka), kynhormónastigi (karl- eða kvenkynhormón) og líffærastigi (gerð kynfæra). Undir eðlilegum kringumstæðum leiðir eitt af öðru, það er kynlitningar ráða kynkirtlum sem mynda ýmist karl- eða kvenkynhormón sem leiða til þroskunar karl- eða kvenkynfæra.

Ýmsar brenglanir geta komið fyrir á öllum þessum stigum sem gera kynákvörðunina flóknari en hér er lýst. Þar má nefna að ef stökkbreyting eða úrfelling verður í SRY-geninu verða til XY-einstaklingar sem hafa ytri einkenni konu þótt litningarnir segi að þeir séu karlar. Sömuleiðis eru til XX-karlar vegna þess að SRY-genið hefur færst yfir á X-litning við sáðfrumumyndun í föðurnum. Alls kyns lífvænlegar kynlitningabrenglanir eru til, svo sem XXX-konur, X0 konur, XXY-karlar og XYY-karlar, en í flestum tilfellum eru þessir einstaklingar ófrjóir.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um skyld efni eftir sama höfund, til dæmis:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

11.5.2007

Spyrjandi

Sigurður Einar Traustason

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað ræður kyni barns?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2007. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6635.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 11. maí). Hvað ræður kyni barns? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6635

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað ræður kyni barns?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2007. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6635>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað ræður kyni barns?
Í stuttu máli má segja að kyn barns ráðist af því hvort Y-kynlitningur er í okfrumunni sem fóstrið þroskast af eða ekki. Þar sem Y-kynlitningar eru bara í körlum er það faðirinn eða öllu heldur sáðfruma hans sem ákvarðar kyn barns. Skoðum þetta aðeins nánar.

Upphaf nýs einstaklings er þegar tvær frumur, eggfruma móður og sáðfruma föður, sameinast í eina okfrumu. Í kynfrumum foreldranna eru geymdar allar þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að mynda nýjan einstakling. Þessar erfðaupplýsingar finnast í genum litninganna.

Í kynfrumum manna eru 23 litningar. Einn þeirra er kynlitningur. Allar eggfrumur hafa eins kynlitning, X, sem er kvenkynlitningurinn. Aftur á móti eru tvenns konar kynlitningar í sáðfrumum. Um helmingur sáðfrumna er með X-kynlitning og um helmingur Y-kynlitning. Við frjóvgun, þegar kynfrumur foreldra sameinast, verður til okfruma með 46 litninga eða 23 litningapör; þar af er eitt parið kynlitningapar. Ef sáðfruma er með X-kynlitning verður okfruman með XX-kynlitninga og þroskast í stúlkubarn, en ef sáðfruma er með Y-kynlitning verður okfruman XY og þroskast í sveinbarn.



Y-kynlitningurinn örvar ósérhæfða kynkirtlavefi fósturs til að þroskast í eistu. Ef Y-kynlitningur er ekki til staðar þroskast þessir vefir í eggjastokka, enda í kvenkyns umhverfi (móðurlíkamanum) með kvenkynhormón allt í kring. Komið hefur í ljós að það er einkum eitt gen á Y-kynlitningnum, SRY-genið, sem ræður því að eistu myndast. Þegar eistu hafa verið mynduð hefja þau framleiðslu á testósteróni og öðrum karlkynhormónum sem valda því að aðrir hlutar karlkynkerfisins, bæði innri og ytri, myndast.

Af þessu er ljóst að kynákvörðun gerist á fjórum stigum: kynlitningastigi, kynkirtlastigi (eistu eða eggjastokka), kynhormónastigi (karl- eða kvenkynhormón) og líffærastigi (gerð kynfæra). Undir eðlilegum kringumstæðum leiðir eitt af öðru, það er kynlitningar ráða kynkirtlum sem mynda ýmist karl- eða kvenkynhormón sem leiða til þroskunar karl- eða kvenkynfæra.

Ýmsar brenglanir geta komið fyrir á öllum þessum stigum sem gera kynákvörðunina flóknari en hér er lýst. Þar má nefna að ef stökkbreyting eða úrfelling verður í SRY-geninu verða til XY-einstaklingar sem hafa ytri einkenni konu þótt litningarnir segi að þeir séu karlar. Sömuleiðis eru til XX-karlar vegna þess að SRY-genið hefur færst yfir á X-litning við sáðfrumumyndun í föðurnum. Alls kyns lífvænlegar kynlitningabrenglanir eru til, svo sem XXX-konur, X0 konur, XXY-karlar og XYY-karlar, en í flestum tilfellum eru þessir einstaklingar ófrjóir.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um skyld efni eftir sama höfund, til dæmis:

Heimildir og mynd:...