Sólin Sólin Rís 09:01 • sest 18:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:51 • Sest 10:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:59 • Síðdegis: 24:01 í Reykjavík

Hver er stærsti fleygi fugl í heimi?

Jón Már Halldórsson

Þessari spurningu er ekki auðsvarað þar sem nokkrar tegundir eru áþekkar að stærð. Þrjár tegundir koma helst til greina:
  • risadoðra (Ardeotis kori)
  • trölldoðra (Otis tarda)
  • hnúðsvanur (Cygnus olor)
Mælingar á meðalþyngd þessara fugla gefa til kynna að risadoðran sé þeirra stærst. Karlfuglinn sem er um þrisvar sinnum þyngri en kvenfuglinn verður venjulega um 13,5 kg en algengt er þó að einstaka fuglar nái tæplega 20 kg. Sögur eru reyndar til um fugla sem eiga að hafa vegið rúmlega 30 kg en þær hafa ekki verið staðfestar.Risadoðran er flestum Íslendingum lítt kunn enda lifir hún í suður- og austurhluta Afríku.

Risadoðran er það stór að hún forðast í lengstu lög að hefja sig til flugs og eyðir mestum tíma á jörðinni spígsporandi um í leit að fræjum og skriðdýrum sem eru uppistaðan í fæðu hennar. Risadoðran er alæta og leggur sér til munns allt frá berjum og skordýrum til blóma og skriðdýra.

Mest er um risadoðruna í sigdalnum mikla í austurhluta Afríku, aðallega í Keníu og Tansaníu en einnig eru staðbundnir stofnar sunnar í álfunni og þá aðallega við Zambesífljót. Kjörlendi hennar eru gresjur og finnst hún allt upp í 2000 metra hæð. Risadoðran forðast kjarrlendi og ræktarlönd og er óvinsæl meðal bænda þar sem hún getur valdið skaða á nytjaplöntum.

Ástand tegundarinnar er enn sem komið er gott. Hjá alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN er risadoðran skráð sem tegund í lítilli hættu enda er hún mjög algeng á stórum svæðum í Afríku. Aukin akuryrkja skapar þó vaxandi hættu fyrir hana.

Til gamans má geta þess að stærsti fugl Evrópu, hvort sem um er að ræða fleyga eða ófleyga fugla, er sennilega trölladoðran sem er af sömu ætt og risadoðran og áþekk henni í útliti og lifnaðarháttum. Hnúðsvanurinn kemur þar rétt á eftir en hann er algengasta svanategundin í Norður-Evrópu. Borgaryfirvöld í Hamborg gáfu Reykjavíkurborg nokkra hnúðsvani til að hafa á Tjörninni en þeim lynti illa við álftirnar og týndu tölunni hægt og bítandi, sá síðasti hvarf að öllum líkindum árið 1977.

Stærsti fugl Ameríku er kondórinn sem nær rúmlega 12 kg þyngd en hefur mun meira vænghaf en hinar tegundirnar eða allt að 300 cm.

Heimild og mynd:
  • del Hoyo, J., Elliot, A. og Sargatal, J. ritstj. Handbook of the Birds of the World. Þriðja bindi. Lynx Edicions, Barcelona. 1996.
  • Wikipedia.org

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.5.2007

Spyrjandi

Magnús Víðisson, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er stærsti fleygi fugl í heimi?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2007. Sótt 22. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6638.

Jón Már Halldórsson. (2007, 15. maí). Hver er stærsti fleygi fugl í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6638

Jón Már Halldórsson. „Hver er stærsti fleygi fugl í heimi?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2007. Vefsíða. 22. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6638>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er stærsti fleygi fugl í heimi?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað þar sem nokkrar tegundir eru áþekkar að stærð. Þrjár tegundir koma helst til greina:

  • risadoðra (Ardeotis kori)
  • trölldoðra (Otis tarda)
  • hnúðsvanur (Cygnus olor)
Mælingar á meðalþyngd þessara fugla gefa til kynna að risadoðran sé þeirra stærst. Karlfuglinn sem er um þrisvar sinnum þyngri en kvenfuglinn verður venjulega um 13,5 kg en algengt er þó að einstaka fuglar nái tæplega 20 kg. Sögur eru reyndar til um fugla sem eiga að hafa vegið rúmlega 30 kg en þær hafa ekki verið staðfestar.Risadoðran er flestum Íslendingum lítt kunn enda lifir hún í suður- og austurhluta Afríku.

Risadoðran er það stór að hún forðast í lengstu lög að hefja sig til flugs og eyðir mestum tíma á jörðinni spígsporandi um í leit að fræjum og skriðdýrum sem eru uppistaðan í fæðu hennar. Risadoðran er alæta og leggur sér til munns allt frá berjum og skordýrum til blóma og skriðdýra.

Mest er um risadoðruna í sigdalnum mikla í austurhluta Afríku, aðallega í Keníu og Tansaníu en einnig eru staðbundnir stofnar sunnar í álfunni og þá aðallega við Zambesífljót. Kjörlendi hennar eru gresjur og finnst hún allt upp í 2000 metra hæð. Risadoðran forðast kjarrlendi og ræktarlönd og er óvinsæl meðal bænda þar sem hún getur valdið skaða á nytjaplöntum.

Ástand tegundarinnar er enn sem komið er gott. Hjá alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN er risadoðran skráð sem tegund í lítilli hættu enda er hún mjög algeng á stórum svæðum í Afríku. Aukin akuryrkja skapar þó vaxandi hættu fyrir hana.

Til gamans má geta þess að stærsti fugl Evrópu, hvort sem um er að ræða fleyga eða ófleyga fugla, er sennilega trölladoðran sem er af sömu ætt og risadoðran og áþekk henni í útliti og lifnaðarháttum. Hnúðsvanurinn kemur þar rétt á eftir en hann er algengasta svanategundin í Norður-Evrópu. Borgaryfirvöld í Hamborg gáfu Reykjavíkurborg nokkra hnúðsvani til að hafa á Tjörninni en þeim lynti illa við álftirnar og týndu tölunni hægt og bítandi, sá síðasti hvarf að öllum líkindum árið 1977.

Stærsti fugl Ameríku er kondórinn sem nær rúmlega 12 kg þyngd en hefur mun meira vænghaf en hinar tegundirnar eða allt að 300 cm.

Heimild og mynd:
  • del Hoyo, J., Elliot, A. og Sargatal, J. ritstj. Handbook of the Birds of the World. Þriðja bindi. Lynx Edicions, Barcelona. 1996.
  • Wikipedia.org...