Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað gerist ef maður í blóðflokki A fær blóð úr blóðflokki B?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Ef þetta gerðist myndi blóð blóðþegans hlaupa í kekki og hann deyja með harmkvælum. Lítum nánar á hvers vegna.

Öll höfum við fengið í vöggugjöf frá foreldrum okkar gen sem segja til um í hvaða ABO-blóðflokki við erum. Þeir sem eru í blóðflokki A hafa A-mótefnavaka á rauðum blóðkornum sínum, en ekki B-vaka. Aftur á móti eru þeir með mótefni gegn B-vaka í blóðvökva sínum. Þetta er öfugt hjá þeim sem eru í B-blóðflokki, þeir hafa B-mótefnavaka en mynda mótefni gegn A-vaka.



Ef blóðþegi í blóðflokki A fær blóð með B-vaka á rauðu blóðkornunum ráðast B-mótefni hans á þau og aðkomublóðið hleypur í kekki. Kekkirnir virka sem blóðtappar og hindra streymi blóðs um æðarnar sem er að sjálfsögu miður gott.

Hið sama getur gerst ef blóðþega í O-blóðflokki er gefið blóð sem tilheyrir A-, B-, eða AB-blóðflokki því eins og sést í töflunni hér fyrir ofan er einstaklingur í O-flokkunum með mótefni gegn bæði A- og B-vökum. Í blóði hans er hins vegar enginn vaki sem mótefni væntanlegs blóðþega gæti ráðist gegn og því getur hann gefið öllum blóð. Einstaklingur í AB-blóðflokki er með bæði A -og B-vaka en engin mótefni. Það hefur í för með sér að hann getur þegið blóð úr öllum flokkum en aðeins gefið blóð til einstaklings í sama blóðflokki. Þetta á þó að sjálfsögðu einungis við um ABO-blóðflokkakerfið en til eru margir aðrir flokkar sem eru algjörlega óháðir ABO-kerfinu, til dæmis Rhesus-kerfið.

Nánar er fjallað um blóðflokkana í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:

Tafla: Wikipedia: Blood type

Höfundur

Útgáfudagur

16.5.2007

Spyrjandi

Sigríður Þóra Hilmarsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerist ef maður í blóðflokki A fær blóð úr blóðflokki B?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2007. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6640.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 16. maí). Hvað gerist ef maður í blóðflokki A fær blóð úr blóðflokki B? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6640

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerist ef maður í blóðflokki A fær blóð úr blóðflokki B?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2007. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6640>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef maður í blóðflokki A fær blóð úr blóðflokki B?
Ef þetta gerðist myndi blóð blóðþegans hlaupa í kekki og hann deyja með harmkvælum. Lítum nánar á hvers vegna.

Öll höfum við fengið í vöggugjöf frá foreldrum okkar gen sem segja til um í hvaða ABO-blóðflokki við erum. Þeir sem eru í blóðflokki A hafa A-mótefnavaka á rauðum blóðkornum sínum, en ekki B-vaka. Aftur á móti eru þeir með mótefni gegn B-vaka í blóðvökva sínum. Þetta er öfugt hjá þeim sem eru í B-blóðflokki, þeir hafa B-mótefnavaka en mynda mótefni gegn A-vaka.



Ef blóðþegi í blóðflokki A fær blóð með B-vaka á rauðu blóðkornunum ráðast B-mótefni hans á þau og aðkomublóðið hleypur í kekki. Kekkirnir virka sem blóðtappar og hindra streymi blóðs um æðarnar sem er að sjálfsögu miður gott.

Hið sama getur gerst ef blóðþega í O-blóðflokki er gefið blóð sem tilheyrir A-, B-, eða AB-blóðflokki því eins og sést í töflunni hér fyrir ofan er einstaklingur í O-flokkunum með mótefni gegn bæði A- og B-vökum. Í blóði hans er hins vegar enginn vaki sem mótefni væntanlegs blóðþega gæti ráðist gegn og því getur hann gefið öllum blóð. Einstaklingur í AB-blóðflokki er með bæði A -og B-vaka en engin mótefni. Það hefur í för með sér að hann getur þegið blóð úr öllum flokkum en aðeins gefið blóð til einstaklings í sama blóðflokki. Þetta á þó að sjálfsögðu einungis við um ABO-blóðflokkakerfið en til eru margir aðrir flokkar sem eru algjörlega óháðir ABO-kerfinu, til dæmis Rhesus-kerfið.

Nánar er fjallað um blóðflokkana í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:

Tafla: Wikipedia: Blood type ...