Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er sagan á bak við heilaga gralbikarinn?

Kristín Thelma Hafsteinsdóttir og Sigríður Brynja Jensdóttir

Fyrstu sögurnar sem fjalla um gralinn eru frá 12. og 13. öld. Samkvæmt sumum þeirra er gralinn sá bikar sem Jesús drakk úr við síðustu kvöldmáltíðina. Þessi bikar var svo sagður hafa verið notaður til að safna því blóði Krists sem draup af honum á krossinum. Gralnum er oft eignaðir yfirnáttúrulegir eiginleikar og er hann til að mynda stundum sagður geta veitt mönnum eilífa æsku og ódauðleika ef þeir drekka úr honum.

Á síðmiðöldum urðu vinsælar þær hugmyndir að 'san gral' (heilagi gralinn) ætti í raun að vera 'sang real' sem þýðir 'heilagt blóð'. Þetta virðist þó ekki vera réttur uppruni orðsins, en 'graal' er dregið af latneska orðinu 'gradale' sem merkir 'diskur'.

Gralinn tengist sögum af Artúri konungi og riddurum hans sterkum böndum. Sagt er að Artúr hafi ásamt riddurum hringborðsins leitað gralsins til að koma á friði í Englandi. Ekki eru þó allar sögur samdóma um að gralinn sé í raun bikar Krists. Í skáldsögunni Da Vinci lykillinn er því til að mynda haldið fram að gralinn sé María Magdalena, en þessi hugmynd á sér engar stoðir í elstu sögum af gralnum.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni.


Heimildir og mynd

Höfundar

Útgáfudagur

16.5.2007

Spyrjandi

Tindra Dúadóttir, f. 1991
Anna Sigríður, f. 1990

Tilvísun

Kristín Thelma Hafsteinsdóttir og Sigríður Brynja Jensdóttir. „Hver er sagan á bak við heilaga gralbikarinn? “ Vísindavefurinn, 16. maí 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6641.

Kristín Thelma Hafsteinsdóttir og Sigríður Brynja Jensdóttir. (2007, 16. maí). Hver er sagan á bak við heilaga gralbikarinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6641

Kristín Thelma Hafsteinsdóttir og Sigríður Brynja Jensdóttir. „Hver er sagan á bak við heilaga gralbikarinn? “ Vísindavefurinn. 16. maí. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6641>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er sagan á bak við heilaga gralbikarinn?
Fyrstu sögurnar sem fjalla um gralinn eru frá 12. og 13. öld. Samkvæmt sumum þeirra er gralinn sá bikar sem Jesús drakk úr við síðustu kvöldmáltíðina. Þessi bikar var svo sagður hafa verið notaður til að safna því blóði Krists sem draup af honum á krossinum. Gralnum er oft eignaðir yfirnáttúrulegir eiginleikar og er hann til að mynda stundum sagður geta veitt mönnum eilífa æsku og ódauðleika ef þeir drekka úr honum.

Á síðmiðöldum urðu vinsælar þær hugmyndir að 'san gral' (heilagi gralinn) ætti í raun að vera 'sang real' sem þýðir 'heilagt blóð'. Þetta virðist þó ekki vera réttur uppruni orðsins, en 'graal' er dregið af latneska orðinu 'gradale' sem merkir 'diskur'.

Gralinn tengist sögum af Artúri konungi og riddurum hans sterkum böndum. Sagt er að Artúr hafi ásamt riddurum hringborðsins leitað gralsins til að koma á friði í Englandi. Ekki eru þó allar sögur samdóma um að gralinn sé í raun bikar Krists. Í skáldsögunni Da Vinci lykillinn er því til að mynda haldið fram að gralinn sé María Magdalena, en þessi hugmynd á sér engar stoðir í elstu sögum af gralnum.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni.


Heimildir og mynd

...