Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Hektor í rómversku sögunni?

Geir Þ. Þórarinsson

Hektor er ekki persóna í rómverskri sögu, heldur grískri. Hann var prins í Tróju, elsti sonur Príamosar konungs og Hekúbu drottningar og mesta hetjan í liði Trójumanna í Trójustríðinu.


Lík Hektors borið til Tróju.

Hektor vó Patróklos, vin Akkillesar, sem neitaði að berjast fyrir Grikki vegna deilna sinna við Agamemnon, leiðtoga gríska hersins. Þegar Patróklos féll sneri Akkilles aftur og vó meðal annars Hektor. Frá þessu segir í Ilíonskviðu eftir Hómer.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

18.5.2007

Spyrjandi

Jón Gunnar Mýrdal

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Hektor í rómversku sögunni?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2007, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6642.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 18. maí). Hver var Hektor í rómversku sögunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6642

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Hektor í rómversku sögunni?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2007. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6642>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Hektor í rómversku sögunni?
Hektor er ekki persóna í rómverskri sögu, heldur grískri. Hann var prins í Tróju, elsti sonur Príamosar konungs og Hekúbu drottningar og mesta hetjan í liði Trójumanna í Trójustríðinu.


Lík Hektors borið til Tróju.

Hektor vó Patróklos, vin Akkillesar, sem neitaði að berjast fyrir Grikki vegna deilna sinna við Agamemnon, leiðtoga gríska hersins. Þegar Patróklos féll sneri Akkilles aftur og vó meðal annars Hektor. Frá þessu segir í Ilíonskviðu eftir Hómer.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...