Hvað þýðir að vera "peppaður" eða "peppuð"? Hvaðan er orðið komið og hvað er það gamalt?Sögnin að peppa er venjulega notuð með atviksorðinu upp, það er peppa einhvern upp, í merkingunni að 'lífga upp á, hressa við’. Af henni er dregið lýsingarorðið peppaður 'sá sem hresst hefur verið upp á’. Nafnorðið pepp er einnig notað í merkingunni 'kraftur, drift’.

Sögnin að peppa er líklegast komin úr amerískri ensku, pep up. Enska orðið er talið stytting á orðinu pipar.