Hvað þýðir að vera "peppaður" eða "peppuð"? Hvaðan er orðið komið og hvað er það gamalt?Sögnin að peppa er venjulega notuð með atviksorðinu upp, það er peppa einhvern upp, í merkingunni að 'lífga upp á, hressa við’. Af henni er dregið lýsingarorðið peppaður 'sá sem hresst hefur verið upp á’. Nafnorðið pepp er einnig notað í merkingunni 'kraftur, drift’. Sögnin er tökuorð líklega beint úr amerískri ensku pep up 'hressa upp á’. Enska orðið er talið stytting á orðinu pipar. Ólíklegra er að peppa sé tökuorð úr dönsku en þar er sögnin peppe þekkt frá miðjum sjötta áratug síðustu aldar. Hérlendis er peppa þekkt frá stríðsárunum og elsta dæmi á timarit.is er frá 1941. Mynd:
Útgáfudagur
18.2.2014
Spyrjandi
Agni Ásgeirsson
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvernig get ég peppað einhvern upp?“ Vísindavefurinn, 18. febrúar 2014, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66435.
Guðrún Kvaran. (2014, 18. febrúar). Hvernig get ég peppað einhvern upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66435
Guðrún Kvaran. „Hvernig get ég peppað einhvern upp?“ Vísindavefurinn. 18. feb. 2014. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66435>.