Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða þjór gefur maður í þjórfé?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvað þýðir þjór? Eins og þjórfé? Af hverju heitir það þjórfé þegar maður gefur þjónustufólki pening fyrir góða þjónustu?

Fyrri liðurinn í orðinu þjórfé er leiddur af sögninni að þjóra 'drekka áfengi, svalla, slarka’. Eina heimildin sem fannst í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans var úr þýðingu Einars Benediktssonar á leikritinu „Pétur Gautur“ eftir Ibsen sem kom út 1901. Þar stendur:
Værirðu í því til greiða og gagns,
Get ég þó alltaf haft ráð með þjórfé.

Sögnin þjóra merkir að 'drekka áfengi, svalla, slarka'. Eldra orð um þjórfé er drykkjupeningar.

Ef leitað er á vefnum timarit.is er elsta dæmi frá 1909 þannig að Einar er hugsanlega fyrstur til að koma orðinu á prent. Miklu eldra er orðið drykkjupeningar um hið sama sem þekkist allt frá miðri 16. öld. Það er líklega aðlögun á danska orðinu drikkepenge og þýsku Trinkgeld.

Heimild:
  • Einar Benediktsson. Ljóðmæli. Reykjavík 1945.
Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.2.2014

Spyrjandi

Eldur Árni Eiríksson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða þjór gefur maður í þjórfé?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2014, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66437.

Guðrún Kvaran. (2014, 10. febrúar). Hvaða þjór gefur maður í þjórfé? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66437

Guðrún Kvaran. „Hvaða þjór gefur maður í þjórfé?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2014. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66437>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða þjór gefur maður í þjórfé?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvað þýðir þjór? Eins og þjórfé? Af hverju heitir það þjórfé þegar maður gefur þjónustufólki pening fyrir góða þjónustu?

Fyrri liðurinn í orðinu þjórfé er leiddur af sögninni að þjóra 'drekka áfengi, svalla, slarka’. Eina heimildin sem fannst í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans var úr þýðingu Einars Benediktssonar á leikritinu „Pétur Gautur“ eftir Ibsen sem kom út 1901. Þar stendur:
Værirðu í því til greiða og gagns,
Get ég þó alltaf haft ráð með þjórfé.

Sögnin þjóra merkir að 'drekka áfengi, svalla, slarka'. Eldra orð um þjórfé er drykkjupeningar.

Ef leitað er á vefnum timarit.is er elsta dæmi frá 1909 þannig að Einar er hugsanlega fyrstur til að koma orðinu á prent. Miklu eldra er orðið drykkjupeningar um hið sama sem þekkist allt frá miðri 16. öld. Það er líklega aðlögun á danska orðinu drikkepenge og þýsku Trinkgeld.

Heimild:
  • Einar Benediktsson. Ljóðmæli. Reykjavík 1945.
Mynd:

...