Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er orðið foreldrar bæði til í karlkyni og hvorugkyni?

Ásta Svavarsdóttir

Orðið foreldrar, sem að formi er karlkynsorð í fleirtölu, merkir sem kunnugt er 'faðir og móðir' en hvorugkynsorðið foreldri er nú einkum notað þegar tala þarf um annaðhvort móður eða föður án þess að tiltaka hvort er; merkingin er með öðrum orðum 'móðir eða faðir'. Upprunalega eru þetta tvímyndir sama orðs sem komnar voru fram strax í fornu máli og eldri merking er 'forfeður, ætterni'; er hún merkt sem fornt eða úrelt mál í Íslenskri orðabók (2002).

Foreldrar í merkingunni móðir og faðir er karlkynsorð, en þegar aðeins er átt við annað foreldrið og orðið í eintölu er það hvorukynsorð.

Óvenjulegt er að orð hafi mismunandi kyn í eintölu og fleirtölu eins og þróunin hefur orðið í þessu tilviki og í orðabókum eru þetta yfirleitt talin tvö uppflettiorð þótt form og merking séu nokkurn veginn þau sömu í báðum. Ástæða þessa misræmis í málnotkun er sú að karlkynsorðið, sem nú er nánast einrátt í fleirtölu, á sér enga eintölumynd. Þegar nauðsynlegt reynist að tala um annað foreldranna og ekki skiptir máli hvort þeirra er hefur því verið gripið til eintölu hvorugkynsorðsins frekar en að segja alltaf ,,faðir eða móðir".
  • ÞAÐ er án efa vandfundið það foreldri sem ekki hefur leitt hugann að því hvaða áhrif atvinnuþátttaka foreldra hefur á börnin. (Mbl. 1.2.2003)
  • sérhvert foreldri getur séð sjálft sig í þeim sporum, sem foreldrar þeirra barna, sem eiga við erfið veikindi að glíma en fá ekki viðeigandi meðferð, standa í. (Mbl. 21.2.2003)

Hins vegar er fleirtala af hvorugkynsorðinu fátíð í nútímamáli þótt henni bregði fyrir, ekki síst í sagnfræðilegum ritum eins og sjá má dæmi um í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans.
  • Foreldri hans voru Jón hreppst. Runólfsson og Sigríður Jónsdóttir. (19. öld)
  • Er því foreldri séra Einars vel stætt atgervisfólk. (20. öld)

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Ásta Svavarsdóttir

rannsóknardósent á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

6.1.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ásta Svavarsdóttir. „Er orðið foreldrar bæði til í karlkyni og hvorugkyni?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66459.

Ásta Svavarsdóttir. (2014, 6. janúar). Er orðið foreldrar bæði til í karlkyni og hvorugkyni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66459

Ásta Svavarsdóttir. „Er orðið foreldrar bæði til í karlkyni og hvorugkyni?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66459>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er orðið foreldrar bæði til í karlkyni og hvorugkyni?
Orðið foreldrar, sem að formi er karlkynsorð í fleirtölu, merkir sem kunnugt er 'faðir og móðir' en hvorugkynsorðið foreldri er nú einkum notað þegar tala þarf um annaðhvort móður eða föður án þess að tiltaka hvort er; merkingin er með öðrum orðum 'móðir eða faðir'. Upprunalega eru þetta tvímyndir sama orðs sem komnar voru fram strax í fornu máli og eldri merking er 'forfeður, ætterni'; er hún merkt sem fornt eða úrelt mál í Íslenskri orðabók (2002).

Foreldrar í merkingunni móðir og faðir er karlkynsorð, en þegar aðeins er átt við annað foreldrið og orðið í eintölu er það hvorukynsorð.

Óvenjulegt er að orð hafi mismunandi kyn í eintölu og fleirtölu eins og þróunin hefur orðið í þessu tilviki og í orðabókum eru þetta yfirleitt talin tvö uppflettiorð þótt form og merking séu nokkurn veginn þau sömu í báðum. Ástæða þessa misræmis í málnotkun er sú að karlkynsorðið, sem nú er nánast einrátt í fleirtölu, á sér enga eintölumynd. Þegar nauðsynlegt reynist að tala um annað foreldranna og ekki skiptir máli hvort þeirra er hefur því verið gripið til eintölu hvorugkynsorðsins frekar en að segja alltaf ,,faðir eða móðir".
  • ÞAÐ er án efa vandfundið það foreldri sem ekki hefur leitt hugann að því hvaða áhrif atvinnuþátttaka foreldra hefur á börnin. (Mbl. 1.2.2003)
  • sérhvert foreldri getur séð sjálft sig í þeim sporum, sem foreldrar þeirra barna, sem eiga við erfið veikindi að glíma en fá ekki viðeigandi meðferð, standa í. (Mbl. 21.2.2003)

Hins vegar er fleirtala af hvorugkynsorðinu fátíð í nútímamáli þótt henni bregði fyrir, ekki síst í sagnfræðilegum ritum eins og sjá má dæmi um í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans.
  • Foreldri hans voru Jón hreppst. Runólfsson og Sigríður Jónsdóttir. (19. öld)
  • Er því foreldri séra Einars vel stætt atgervisfólk. (20. öld)

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...