Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvers konar skáld var William Blake?

Stella Soffía Jóhannesdóttir

Það er erfitt að setja merkimiða á William Blake (1757-1827) og segja má að hann tilheyri hvorki ákveðnu tímabili í skáldskap né fylgi ákveðinni stefnu í ljóðlist. Hann var sannarlega sér á báti í ljóðagerð sinni og naut takmarkaðrar hylli meðal samtímamanna sinna, sem töldu Blake vera furðufugl fremur en alvarlegan listamann og hugsuð.

William Blake hafði þó mikla listræna hæfileika. Hann lærði teikningu og leturgerð á unga aldri og samtvinnaði myndlist og ljóðlist í verkum sínum. Þegar rýnt er í verk Blakes er því nauðsynlegt að skoða þessa tvo þætti saman. Blake leit á myndir og texta sem eina heild, ekki ósvipað því sem gildir um myndasögur nútímans.

Blake gaf sjálfur út langflest verk sín. Útgáfuferlið var flókið og dýrt sem skýrir að einhverju leyti af hverju dreifing bóka hans varð aldrei mikil. Blake risti texta og myndir í koparplötur sem síðan voru þrykktar með bleki á pappír. Síðast málaði Blake myndirnar og skreytti textann.

Blake byrjaði ungur að semja ljóð og gaf út fyrstu ljóðabók sína, Poetical Sketches (1783), 26 ára gamall. Næstu tvær bækur heita Songs of Innocence (1789) og Songs of Experience (1794) og hafa þær jafnan verið gefnar út saman. Umfjöllunarefnið er kristin trú sem var Blake mjög hugleikin. Hann var mjög trúaður, ólst upp við guðsótta og hafði sterkar skoðanir á kenningum Biblíunnar. Blake gerði til dæmis skýran greinarmun á þeim Guði sem birtist annars vegar í Gamla testamentinu og hins vegar í því Nýja. Sá fyrri er strangur en sá síðari blíður.

Stíllinn á Songs of Innocence er léttur og það er bjartsýnisbragur á ljóðunum. Flest þeirra eru skrifuð út frá sjónarhorni barna eða fjalla um börn, gleði þeirra og sakleysi. Þekktasta ljóðið úr bókinni er „The Lamb“. Songs of Experience er mun myrkari og þar má finna andstæður margra ljóðanna úr fyrri bókinni. Ljóðin eru alvarleg og fjalla um glatað sakleysi og illsku. Í þeirri bók er þekktasta ljóðið „The Tyger“.Jack Kerouack var talinn vera holdgervingur "beat-kynslóðarinnar".

Blake fylgdi sem fyrr segir engum sérstökum hefðum heldur nálgaðist viðfangsefni sín með opnum huga og á eigin forsendum. Hann var ekki í takt við tíðarandann, var til dæmis mjög á móti rök- og skynsemishyggju upplýsingarinnar, sem stóð í miklum blóma í samtíma Blakes, og taldi að tilfinningarnar væru skynseminni æðri. Jafnrétti kynja og kynþátta var honum hugleikið og þó hann væri trúaður var hann ekki hrifinn af kirkjunni sem stofnun. Andstaða Blakes við ríkjandi gildi síns tíma kemur meðal annars fram í bókinni The Marriage of Heaven and Hell (1790).

William Blake öðlaðist uppreisn æru á 20. öld en hugmyndir hans um hömlulaust hugarflug og frjálsar ástir áttu upp á pallborðið hjá svokallaðri “beat-kynslóð” sjötta áratugarins. Blake hafði töluverð áhrif á menn á borð við Bob Dylan og Allen Ginsberg (1926-1997). Staða Blakes er nú allt önnur en áður var og hafa lesendur komið auga á fegurðina sem í verkum hans er falin.

Þóroddur Guðmundsson þýddi mörg ljóða Williams Blake, meðal annars ljóðaflokkana tvo: Söngva sakleysisins og Ljóð lífsreynslunnar, sem komu saman út í bók árið 1959.

Frekara lesefni um William Blake:

Myndir:

Höfundur

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

4.6.2007

Spyrjandi

Rúnar Friðriksson

Tilvísun

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hvers konar skáld var William Blake?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2007. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6666.

Stella Soffía Jóhannesdóttir. (2007, 4. júní). Hvers konar skáld var William Blake? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6666

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hvers konar skáld var William Blake?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2007. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6666>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar skáld var William Blake?
Það er erfitt að setja merkimiða á William Blake (1757-1827) og segja má að hann tilheyri hvorki ákveðnu tímabili í skáldskap né fylgi ákveðinni stefnu í ljóðlist. Hann var sannarlega sér á báti í ljóðagerð sinni og naut takmarkaðrar hylli meðal samtímamanna sinna, sem töldu Blake vera furðufugl fremur en alvarlegan listamann og hugsuð.

William Blake hafði þó mikla listræna hæfileika. Hann lærði teikningu og leturgerð á unga aldri og samtvinnaði myndlist og ljóðlist í verkum sínum. Þegar rýnt er í verk Blakes er því nauðsynlegt að skoða þessa tvo þætti saman. Blake leit á myndir og texta sem eina heild, ekki ósvipað því sem gildir um myndasögur nútímans.

Blake gaf sjálfur út langflest verk sín. Útgáfuferlið var flókið og dýrt sem skýrir að einhverju leyti af hverju dreifing bóka hans varð aldrei mikil. Blake risti texta og myndir í koparplötur sem síðan voru þrykktar með bleki á pappír. Síðast málaði Blake myndirnar og skreytti textann.

Blake byrjaði ungur að semja ljóð og gaf út fyrstu ljóðabók sína, Poetical Sketches (1783), 26 ára gamall. Næstu tvær bækur heita Songs of Innocence (1789) og Songs of Experience (1794) og hafa þær jafnan verið gefnar út saman. Umfjöllunarefnið er kristin trú sem var Blake mjög hugleikin. Hann var mjög trúaður, ólst upp við guðsótta og hafði sterkar skoðanir á kenningum Biblíunnar. Blake gerði til dæmis skýran greinarmun á þeim Guði sem birtist annars vegar í Gamla testamentinu og hins vegar í því Nýja. Sá fyrri er strangur en sá síðari blíður.

Stíllinn á Songs of Innocence er léttur og það er bjartsýnisbragur á ljóðunum. Flest þeirra eru skrifuð út frá sjónarhorni barna eða fjalla um börn, gleði þeirra og sakleysi. Þekktasta ljóðið úr bókinni er „The Lamb“. Songs of Experience er mun myrkari og þar má finna andstæður margra ljóðanna úr fyrri bókinni. Ljóðin eru alvarleg og fjalla um glatað sakleysi og illsku. Í þeirri bók er þekktasta ljóðið „The Tyger“.Jack Kerouack var talinn vera holdgervingur "beat-kynslóðarinnar".

Blake fylgdi sem fyrr segir engum sérstökum hefðum heldur nálgaðist viðfangsefni sín með opnum huga og á eigin forsendum. Hann var ekki í takt við tíðarandann, var til dæmis mjög á móti rök- og skynsemishyggju upplýsingarinnar, sem stóð í miklum blóma í samtíma Blakes, og taldi að tilfinningarnar væru skynseminni æðri. Jafnrétti kynja og kynþátta var honum hugleikið og þó hann væri trúaður var hann ekki hrifinn af kirkjunni sem stofnun. Andstaða Blakes við ríkjandi gildi síns tíma kemur meðal annars fram í bókinni The Marriage of Heaven and Hell (1790).

William Blake öðlaðist uppreisn æru á 20. öld en hugmyndir hans um hömlulaust hugarflug og frjálsar ástir áttu upp á pallborðið hjá svokallaðri “beat-kynslóð” sjötta áratugarins. Blake hafði töluverð áhrif á menn á borð við Bob Dylan og Allen Ginsberg (1926-1997). Staða Blakes er nú allt önnur en áður var og hafa lesendur komið auga á fegurðina sem í verkum hans er falin.

Þóroddur Guðmundsson þýddi mörg ljóða Williams Blake, meðal annars ljóðaflokkana tvo: Söngva sakleysisins og Ljóð lífsreynslunnar, sem komu saman út í bók árið 1959.

Frekara lesefni um William Blake:

Myndir:...