Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað vitið þið um hinn óvenjulega svissneska fána?

Sigurður Kári Árnason

Svissneski fáninn er hvítur jafnarma kross á rauðum feldi. Hann er óvenjulegur að því leyti að allar hliðar hans eru jafnlangar. Svissneski fáninn er einn af aðeins tveimur ferningslaga ríkisfánum heims, hinn er fáni Vatíkansins.


Svissneski fáninn er hvítur kross á rauðum feldi.

Svissneski fáninn á rætur að rekja til herfána Hins heilaga rómverska ríkis sem var stofnað árið 800 og leið undir lok 1806. Herfáninn var hvítur kross á rauðum grunni. Krossinn í svissneska fánanum, og raunar mörgum öðrum fánum, er upphaflega kristið tákn, en um það má lesa nánar í svari Hjalta Hugasonar við spurningunni Hvers vegna er kross tákn kristninnar? Á miðöldum veitti páfi þeim konungum og leiðtogum sem lögðu upp í krossferðir oft sérstakan krossfána. Aðrir leiðtogar völdu svo þetta sama krosstákn til að sýna trúfestu sína.

Þess má að lokum geta að fáni Rauða krossins er byggður á svissneska fánanum til heiðurs Svisslendingnum Henry Dunant, stofnanda samtakanna. Fáni Rauða krossins er nauðalíkur hinum svissneska, en litunum er snúið við þannig að krossinn er rauður en feldurinn hvítur.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

Höfundur

Útgáfudagur

5.6.2007

Spyrjandi

Elín Lára Reynisdóttir, f. 1994

Tilvísun

Sigurður Kári Árnason. „Hvað vitið þið um hinn óvenjulega svissneska fána?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2007. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6668.

Sigurður Kári Árnason. (2007, 5. júní). Hvað vitið þið um hinn óvenjulega svissneska fána? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6668

Sigurður Kári Árnason. „Hvað vitið þið um hinn óvenjulega svissneska fána?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2007. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6668>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað vitið þið um hinn óvenjulega svissneska fána?
Svissneski fáninn er hvítur jafnarma kross á rauðum feldi. Hann er óvenjulegur að því leyti að allar hliðar hans eru jafnlangar. Svissneski fáninn er einn af aðeins tveimur ferningslaga ríkisfánum heims, hinn er fáni Vatíkansins.


Svissneski fáninn er hvítur kross á rauðum feldi.

Svissneski fáninn á rætur að rekja til herfána Hins heilaga rómverska ríkis sem var stofnað árið 800 og leið undir lok 1806. Herfáninn var hvítur kross á rauðum grunni. Krossinn í svissneska fánanum, og raunar mörgum öðrum fánum, er upphaflega kristið tákn, en um það má lesa nánar í svari Hjalta Hugasonar við spurningunni Hvers vegna er kross tákn kristninnar? Á miðöldum veitti páfi þeim konungum og leiðtogum sem lögðu upp í krossferðir oft sérstakan krossfána. Aðrir leiðtogar völdu svo þetta sama krosstákn til að sýna trúfestu sína.

Þess má að lokum geta að fáni Rauða krossins er byggður á svissneska fánanum til heiðurs Svisslendingnum Henry Dunant, stofnanda samtakanna. Fáni Rauða krossins er nauðalíkur hinum svissneska, en litunum er snúið við þannig að krossinn er rauður en feldurinn hvítur.


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni.


Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

...