Vernerslögmálið er kennt við Danann Karl Adolf Verner (1846–1896) sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Það er í raun framhald af öðru lögmáli sem kennt er við Þjóðverjann Jacob Ludwig Karl Grimm (1785–1863) og snýr að breytingum sem urðu á indóevrópskum lokhljóðum í germönsku. Með því er átt við að indóevrópsk lokhljóð með og án fráblásturs urðu í germönsku að órödduðum önghljóðum. P og ph urðu að f; t og th breyttust í þ; k og kh (bæði framgómmælt og uppgómmælt) urðu að h og qu og quh urðu hu. Sem dæmi mætti nefna að latneska orðið portare varð í íslensku að fara, latneska tres breyttist í þrír, latneska orðið centum varð að hundrað, capio (sem merkir ‘ég hef (upp), lyfti’) breyttist í íslenska orðið hef og latneska orðið quod varð á forníslensku hvat.
Verner tók eftir því að væri áherslan í indóevrópsku ekki á atkvæðinu næst á undan þá urðu lokhljóðin, sem samkvæmt lögmáli Grimms hefðu átt að vera orðin að órödduðum önghljóðum, að rödduðum önghljóðum í rödduðu umhverfi. Þetta átti einnig við um s sem varð z (raddað s) sem aftur varð svo r í norður- og vesturgermönskum málum. Dæmi: indóevrópska *upéri (með áherslu á e) varð í íslensku að yfir (með rödduðu samhljóði þar sem framburður er v en sem skrifað er f), indóevrópska *patér- (með áherslu á síðara atkvæði) varð í íslensku faðir (þ varð ð), indóevrópska *áios varð í latínu aes, í gotnesku aiz og í forníslensku eir.
Um þetta má til dæmis lesa í bókinni The Laws of Indo-European eftir N. E. Collinge (1985:203—216) og í Germanische Sprachwissenschaft eftir Hans Krahe (1960 I: 85—86).
Mynd: Phonetic Gallery.
Vernerslögmálið er kennt við Danann Karl Adolf Verner (1846–1896) sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Það er í raun framhald af öðru lögmáli sem kennt er við Þjóðverjann Jacob Ludwig Karl Grimm (1785–1863) og snýr að breytingum sem urðu á indóevrópskum lokhljóðum í germönsku. Með því er átt við að indóevrópsk lokhljóð með og án fráblásturs urðu í germönsku að órödduðum önghljóðum. P og ph urðu að f; t og th breyttust í þ; k og kh (bæði framgómmælt og uppgómmælt) urðu að h og qu og quh urðu hu. Sem dæmi mætti nefna að latneska orðið portare varð í íslensku að fara, latneska tres breyttist í þrír, latneska orðið centum varð að hundrað, capio (sem merkir ‘ég hef (upp), lyfti’) breyttist í íslenska orðið hef og latneska orðið quod varð á forníslensku hvat.
Verner tók eftir því að væri áherslan í indóevrópsku ekki á atkvæðinu næst á undan þá urðu lokhljóðin, sem samkvæmt lögmáli Grimms hefðu átt að vera orðin að órödduðum önghljóðum, að rödduðum önghljóðum í rödduðu umhverfi. Þetta átti einnig við um s sem varð z (raddað s) sem aftur varð svo r í norður- og vesturgermönskum málum. Dæmi: indóevrópska *upéri (með áherslu á e) varð í íslensku að yfir (með rödduðu samhljóði þar sem framburður er v en sem skrifað er f), indóevrópska *patér- (með áherslu á síðara atkvæði) varð í íslensku faðir (þ varð ð), indóevrópska *áios varð í latínu aes, í gotnesku aiz og í forníslensku eir.
Um þetta má til dæmis lesa í bókinni The Laws of Indo-European eftir N. E. Collinge (1985:203—216) og í Germanische Sprachwissenschaft eftir Hans Krahe (1960 I: 85—86).
Mynd: Phonetic Gallery.
