Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að útskýra hvað fólst í Vernerslögmálinu sem málfræðingurinn Karl Adolf Verner vakti athygli á 1875?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Athugasemd ritstjórnar:

Ýmis sértákn sem eiga að vera í þessu svari skila sér ekki á html-sniði. Til þess að lesa svarið með réttum táknum er hægt að skoða pdf-útgáfu svarsins.


Vernerslögmálið er kennt við Danann Karl Adolf Verner (1846–1896) sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Það er í raun framhald af öðru lögmáli sem kennt er við Þjóðverjann Jacob Ludwig Karl Grimm (1785–1863) og snýr að breytingum sem urðu á indóevrópskum lokhljóðum í germönsku. Með því er átt við að indóevrópsk lokhljóð með og án fráblásturs urðu í germönsku að órödduðum önghljóðum. P og ph urðu að f; t og th breyttust í þ; k og kh (bæði framgómmælt og uppgómmælt) urðu að h og qu og quh urðu hu. Sem dæmi mætti nefna að latneska orðið portare varð í íslensku að fara, latneska tres breyttist í þrír, latneska orðið centum varð að hundrað, capio (sem merkir ‘ég hef (upp), lyfti’) breyttist í íslenska orðið hef og latneska orðið quod varð á forníslensku hvat.

Verner tók eftir því að væri áherslan í indóevrópsku ekki á atkvæðinu næst á undan þá urðu lokhljóðin, sem samkvæmt lögmáli Grimms hefðu átt að vera orðin að órödduðum önghljóðum, að rödduðum önghljóðum í rödduðu umhverfi. Þetta átti einnig við um s sem varð z (raddað s) sem aftur varð svo r í norður- og vesturgermönskum málum. Dæmi: indóevrópska *upéri (með áherslu á e) varð í íslensku að yfir (með rödduðu samhljóði þar sem framburður er v en sem skrifað er f), indóevrópska *patér- (með áherslu á síðara atkvæði) varð í íslensku faðir (þ varð ð), indóevrópska *áios varð í latínu aes, í gotnesku aiz og í forníslensku eir.

Um þetta má til dæmis lesa í bókinni The Laws of Indo-European eftir N. E. Collinge (1985:203—216) og í Germanische Sprachwissenschaft eftir Hans Krahe (1960 I: 85—86).

Mynd: Phonetic Gallery.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.6.2007

Spyrjandi

Lilja Kristjánsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt að útskýra hvað fólst í Vernerslögmálinu sem málfræðingurinn Karl Adolf Verner vakti athygli á 1875?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2007, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6671.

Guðrún Kvaran. (2007, 7. júní). Hvernig er hægt að útskýra hvað fólst í Vernerslögmálinu sem málfræðingurinn Karl Adolf Verner vakti athygli á 1875? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6671

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt að útskýra hvað fólst í Vernerslögmálinu sem málfræðingurinn Karl Adolf Verner vakti athygli á 1875?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2007. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6671>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að útskýra hvað fólst í Vernerslögmálinu sem málfræðingurinn Karl Adolf Verner vakti athygli á 1875?
Athugasemd ritstjórnar:

Ýmis sértákn sem eiga að vera í þessu svari skila sér ekki á html-sniði. Til þess að lesa svarið með réttum táknum er hægt að skoða pdf-útgáfu svarsins.


Vernerslögmálið er kennt við Danann Karl Adolf Verner (1846–1896) sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Það er í raun framhald af öðru lögmáli sem kennt er við Þjóðverjann Jacob Ludwig Karl Grimm (1785–1863) og snýr að breytingum sem urðu á indóevrópskum lokhljóðum í germönsku. Með því er átt við að indóevrópsk lokhljóð með og án fráblásturs urðu í germönsku að órödduðum önghljóðum. P og ph urðu að f; t og th breyttust í þ; k og kh (bæði framgómmælt og uppgómmælt) urðu að h og qu og quh urðu hu. Sem dæmi mætti nefna að latneska orðið portare varð í íslensku að fara, latneska tres breyttist í þrír, latneska orðið centum varð að hundrað, capio (sem merkir ‘ég hef (upp), lyfti’) breyttist í íslenska orðið hef og latneska orðið quod varð á forníslensku hvat.

Verner tók eftir því að væri áherslan í indóevrópsku ekki á atkvæðinu næst á undan þá urðu lokhljóðin, sem samkvæmt lögmáli Grimms hefðu átt að vera orðin að órödduðum önghljóðum, að rödduðum önghljóðum í rödduðu umhverfi. Þetta átti einnig við um s sem varð z (raddað s) sem aftur varð svo r í norður- og vesturgermönskum málum. Dæmi: indóevrópska *upéri (með áherslu á e) varð í íslensku að yfir (með rödduðu samhljóði þar sem framburður er v en sem skrifað er f), indóevrópska *patér- (með áherslu á síðara atkvæði) varð í íslensku faðir (þ varð ð), indóevrópska *áios varð í latínu aes, í gotnesku aiz og í forníslensku eir.

Um þetta má til dæmis lesa í bókinni The Laws of Indo-European eftir N. E. Collinge (1985:203—216) og í Germanische Sprachwissenschaft eftir Hans Krahe (1960 I: 85—86).

Mynd: Phonetic Gallery....