Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er hlutverk sogæðakerfisins?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:
  • Hvar liggur sogæðakerfið helst og hvernig vinnur það?
  • Hefur sogæðanudd sannað árangur sinn?

Vessi er blóðvökvi sem síast út úr háræðum blóðrásarkerfisins í vefina þar sem hann verður að millifrumuvökva og að lokum að vessa sem safnast í grannar rásir, svokallaðar vessaæðar eða sogæðar. Vessaæðar mynda sérstakt æðakerfi um nær allan líkamann. Þær líkjast bláæðum hvað gerð snertir en hafa þynnri veggi, fleiri lokur og eru með hnúða á reglulegu millibili sem eru eitlar. Ásamt vessa, eitlum og nokkrum líffærum úr eitilvef mynda þær vessakerfi líkamans.

Hlutverk vessakerfisins er þríþætt. Í fyrsta lagi safna vessaæðar umfram millifrumuvökva í vefjunum og koma honum, ásamt þeim prótínum sem í honum eru, aftur í blóðrásina. Í öðru lagi taka vessaæðar þarmanna, svokallaðar iðramjólkuræðar, við fituefnum eins og þríglýseríðum og fituleysanlegum vítamínum, og koma þeim í blóðrásina. Að lokum tekur vessakerfið, nánar til tekið eitlar þess, þátt í vörnum líkamans gegn framandi ögnum, eins og sýklum.

Vessaæðar finnast um allan líkamann með þeirri undantekningu að þær eru ekki í æðavef, miðtaugakerfinu eða rauðum beinmerg. Þær byrja sem örsmáar vessaháræðar í rýmum milli frumna. Þessar æðar eru með sérstæða byggingu sem leyfir flæði millifrumuvökva inn í þær en ekki út úr þeim. Innþekjufrumurnar sem mynda vegg þeirra liggja ekki þétt upp að hver annarri eins og í háræðum blóðrásarinnar heldur skarast endar þeirra örlítið. Þegar þrýstingur í millifrumuvökva er meiri en í vessanum innan vessaháræða færast frumurnar í vegg þeirra svolítið í sundur, líkt og hurð sem opnast eingöngu í aðra áttina, og vökvi berst inn í æðarnar. Þegar þrýstingurinn er aftur á móti meiri inni í vessaháræðunum en í millifrumuvökvanum fyrir utan loða frumurnar í vegg þeirra enn betur saman og vökvi sleppur ekki út í millifrumuvökvann aftur.Ólíkt háræðum blóðrásarinnar sem sameinast í stærri æðar hringrásarkerfis eru vessaháræðar lokaðar í annan endann. Upptök þeirra eru í vefjunum þar sem vessinn myndast. Hann berst síðan burt úr vefjunum eftir þessum fínu æðum í stærri vessaæðar sem svo sameinast í enn stærri æðar sem að lokum sameinast í tvær stórar æðar. Nefnist önnur þeirra hægri vessagangur en hún tekur við vessa frá efri hluta hægra helmings líkamans. Hin nefnist brjóstgangur og tekur við vessa frá öllum neðri hluta líkamans ásamt vessa frá efri hluta vinstri helmings líkamans.

Þessar stóru vessaæðar koma vessanum að lokum í blóðrásina, en þaðan er hann upprunninn eins og áður hefur komið fram. Ef hann kemst ekki aftur í blóðrásina safnast hann fyrir í vefjunum og verður að svokölluðum bjúgi. Engin sérstök dæla líkt og hjarta sér um að knýja vessa um líkamann, heldur flyst hann áfram fyrir tilstuðlan hreyfinga líkamans.

Eins og áður sagði eru eitlar með reglulegu millibili á endilöngum vessaæðum. Þeir sía vessann og fjarlægja úr honum óhreinindi af ýmsu tagi áður en hann berst í blóðrásina á ný. Nánar er fjallað um hlutverk eitla í svari sama höfundar um muninn á eitlum og kirtlum.

Vessaæðanudd eða sogæðanudd er sagt auka losun úrgangs- og eiturefna frá vöðvum og auka blóðflæði til þeirra. Hvort það hefur sannað árangur sinn eins og spurt er um skal látið liggja á milli hluta hér enda fer það sjálfsagt eftir því hvað telst vera árangur. Hitt er vitað að allt nudd mýkir vöðva með því að örva blóðrásina. Vessaæðanudd hefur einnig reynst vel til að minnka bjúg í vissum tilvikum. Það gildir þó líklega það sama um vessaæðanudd eins og margt annað að deildar meiningar eru um gagnsemi þess.

Önnur svör á Vísindavefnum um skyld efni:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

7.6.2007

Spyrjandi

Fjóla Gunnarsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvert er hlutverk sogæðakerfisins?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2007, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6672.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 7. júní). Hvert er hlutverk sogæðakerfisins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6672

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvert er hlutverk sogæðakerfisins?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2007. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6672>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er hlutverk sogæðakerfisins?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:

  • Hvar liggur sogæðakerfið helst og hvernig vinnur það?
  • Hefur sogæðanudd sannað árangur sinn?

Vessi er blóðvökvi sem síast út úr háræðum blóðrásarkerfisins í vefina þar sem hann verður að millifrumuvökva og að lokum að vessa sem safnast í grannar rásir, svokallaðar vessaæðar eða sogæðar. Vessaæðar mynda sérstakt æðakerfi um nær allan líkamann. Þær líkjast bláæðum hvað gerð snertir en hafa þynnri veggi, fleiri lokur og eru með hnúða á reglulegu millibili sem eru eitlar. Ásamt vessa, eitlum og nokkrum líffærum úr eitilvef mynda þær vessakerfi líkamans.

Hlutverk vessakerfisins er þríþætt. Í fyrsta lagi safna vessaæðar umfram millifrumuvökva í vefjunum og koma honum, ásamt þeim prótínum sem í honum eru, aftur í blóðrásina. Í öðru lagi taka vessaæðar þarmanna, svokallaðar iðramjólkuræðar, við fituefnum eins og þríglýseríðum og fituleysanlegum vítamínum, og koma þeim í blóðrásina. Að lokum tekur vessakerfið, nánar til tekið eitlar þess, þátt í vörnum líkamans gegn framandi ögnum, eins og sýklum.

Vessaæðar finnast um allan líkamann með þeirri undantekningu að þær eru ekki í æðavef, miðtaugakerfinu eða rauðum beinmerg. Þær byrja sem örsmáar vessaháræðar í rýmum milli frumna. Þessar æðar eru með sérstæða byggingu sem leyfir flæði millifrumuvökva inn í þær en ekki út úr þeim. Innþekjufrumurnar sem mynda vegg þeirra liggja ekki þétt upp að hver annarri eins og í háræðum blóðrásarinnar heldur skarast endar þeirra örlítið. Þegar þrýstingur í millifrumuvökva er meiri en í vessanum innan vessaháræða færast frumurnar í vegg þeirra svolítið í sundur, líkt og hurð sem opnast eingöngu í aðra áttina, og vökvi berst inn í æðarnar. Þegar þrýstingurinn er aftur á móti meiri inni í vessaháræðunum en í millifrumuvökvanum fyrir utan loða frumurnar í vegg þeirra enn betur saman og vökvi sleppur ekki út í millifrumuvökvann aftur.Ólíkt háræðum blóðrásarinnar sem sameinast í stærri æðar hringrásarkerfis eru vessaháræðar lokaðar í annan endann. Upptök þeirra eru í vefjunum þar sem vessinn myndast. Hann berst síðan burt úr vefjunum eftir þessum fínu æðum í stærri vessaæðar sem svo sameinast í enn stærri æðar sem að lokum sameinast í tvær stórar æðar. Nefnist önnur þeirra hægri vessagangur en hún tekur við vessa frá efri hluta hægra helmings líkamans. Hin nefnist brjóstgangur og tekur við vessa frá öllum neðri hluta líkamans ásamt vessa frá efri hluta vinstri helmings líkamans.

Þessar stóru vessaæðar koma vessanum að lokum í blóðrásina, en þaðan er hann upprunninn eins og áður hefur komið fram. Ef hann kemst ekki aftur í blóðrásina safnast hann fyrir í vefjunum og verður að svokölluðum bjúgi. Engin sérstök dæla líkt og hjarta sér um að knýja vessa um líkamann, heldur flyst hann áfram fyrir tilstuðlan hreyfinga líkamans.

Eins og áður sagði eru eitlar með reglulegu millibili á endilöngum vessaæðum. Þeir sía vessann og fjarlægja úr honum óhreinindi af ýmsu tagi áður en hann berst í blóðrásina á ný. Nánar er fjallað um hlutverk eitla í svari sama höfundar um muninn á eitlum og kirtlum.

Vessaæðanudd eða sogæðanudd er sagt auka losun úrgangs- og eiturefna frá vöðvum og auka blóðflæði til þeirra. Hvort það hefur sannað árangur sinn eins og spurt er um skal látið liggja á milli hluta hér enda fer það sjálfsagt eftir því hvað telst vera árangur. Hitt er vitað að allt nudd mýkir vöðva með því að örva blóðrásina. Vessaæðanudd hefur einnig reynst vel til að minnka bjúg í vissum tilvikum. Það gildir þó líklega það sama um vessaæðanudd eins og margt annað að deildar meiningar eru um gagnsemi þess.

Önnur svör á Vísindavefnum um skyld efni:

Heimildir og mynd:...