Sólin Sólin Rís 07:11 • sest 19:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:25 • Sest 01:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:37 • Síðdegis: 14:53 í Reykjavík

Hvenær og hvernig fannst Langisjór?

VML

Langisjór er næst stærsta stöðuvatnið á hálendinu ef frá eru talin uppistöðulón virkjanna. Aðeins Hvítárvatn er stærra (29,6 km2). Langisjór liggur í dæld á milli móbergshryggjanna Tungnárfjalla og Fögrufjalla og er 20 km langur og um 27 km2 að flatarmáli. Mjög erfitt er að segja til með fullri vissu hver það var sem „fann“ Langasjó eða hvenær það var.


Það var ekki fyrr en árið 1889 sem vatnið fékk nafnið Langisjór. Nafngiftin er komin frá Þorvaldi Thoroddsen (1855-1921), náttúruvísindamanni með meiru, en hann var sonur hins þekkta skálds Jóns Thoroddsen. Um Þorvald má lesa nánar á vefsetrinu Ormstunga.is. Þegar Þorvaldur kom að Langasjó var hann jökullón, mórautt og kalt, en í dag er hann blár og tær. Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að á tímum Þorvalds náði skriðjökull milli Tungnárjökuls og Skaftárjökuls niður að Langasjó og litaði hann með framburði sínum.Séð yfir Langasjó með Sveinstind aftast fyrir miðri mynd.


Þegar Björn Gunnlaugsson (1788-1876), landmælingamaður og kennari við Bessastaðaskóla, gerði uppdrátt sinn af Íslandi um miðja 19. öld (1844-48) var lítið vitað um hálendið. Björn merkti Langasjó inn á kortið en kom þó aldrei þangað sjálfur, heldur studdist hann við lýsingar sveitafólks. Björn þekkti landið ekki jafn vel og jöklarannsóknarmaðurinn Sveinn Pálsson (1762-1840) en Sveinstindur við Langasjó er kenndur við hann.

Kort Björns markaði tímamót í kortagerð á Íslandi. Nýjustu tækni þeirra tíma var beitt við gerð þess og hafði aldrei áður svo nákvæmt kort verið gert af Íslandi. Þetta var í fyrsta sinn sem Langisjór fékk raunhæfa stærð og staðsetningu á Íslandskorti.Hér sést Langisjór merktur inn á kort Björns Gunnlaugssonar frá 1848. Mýrdalsjökull er einnig merktur svo að menn átti sig betur á kortinu.

Vegna fjallanna umhverfis Langasjó sést hann ekki fyrr en komið er alveg að honum. Áform voru um það fyrir nokkru að veita Skaftá í Langasjó, en við það hefði hin tæra ásýnd vatnsins breyst aftur í mórauða jökullónið sem áður var. Nú hefur verið fallið frá þessari hugmynd.

Á vef Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns má skoða fleiri forn Íslandskort.

Heimildir og mynd:

  • Guðmundur Páll Ólafsson. Hálendið í náttúru Íslands 2000. Langisjór, bls. 92-97. Mál og menning, Reykjavík.

  • Þorvaldur Thoroddsen: Ormstunga.is

  • Langisjór á Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

  • Mynd:Langisjor_2006.jpg. Wikimedia Commons. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

  • Kort: Hálendið í náttúru Íslands 2000. Miðlandið kannað, bls. 37. Mál og menning, Reykjavík.

Höfundur

háskólanemi

Útgáfudagur

8.6.2007

Spyrjandi

Sara Stefánsdóttir

Tilvísun

VML. „Hvenær og hvernig fannst Langisjór?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2007. Sótt 25. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6673.

VML. (2007, 8. júní). Hvenær og hvernig fannst Langisjór? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6673

VML. „Hvenær og hvernig fannst Langisjór?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2007. Vefsíða. 25. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6673>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær og hvernig fannst Langisjór?
Langisjór er næst stærsta stöðuvatnið á hálendinu ef frá eru talin uppistöðulón virkjanna. Aðeins Hvítárvatn er stærra (29,6 km2). Langisjór liggur í dæld á milli móbergshryggjanna Tungnárfjalla og Fögrufjalla og er 20 km langur og um 27 km2 að flatarmáli. Mjög erfitt er að segja til með fullri vissu hver það var sem „fann“ Langasjó eða hvenær það var.


Það var ekki fyrr en árið 1889 sem vatnið fékk nafnið Langisjór. Nafngiftin er komin frá Þorvaldi Thoroddsen (1855-1921), náttúruvísindamanni með meiru, en hann var sonur hins þekkta skálds Jóns Thoroddsen. Um Þorvald má lesa nánar á vefsetrinu Ormstunga.is. Þegar Þorvaldur kom að Langasjó var hann jökullón, mórautt og kalt, en í dag er hann blár og tær. Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að á tímum Þorvalds náði skriðjökull milli Tungnárjökuls og Skaftárjökuls niður að Langasjó og litaði hann með framburði sínum.Séð yfir Langasjó með Sveinstind aftast fyrir miðri mynd.


Þegar Björn Gunnlaugsson (1788-1876), landmælingamaður og kennari við Bessastaðaskóla, gerði uppdrátt sinn af Íslandi um miðja 19. öld (1844-48) var lítið vitað um hálendið. Björn merkti Langasjó inn á kortið en kom þó aldrei þangað sjálfur, heldur studdist hann við lýsingar sveitafólks. Björn þekkti landið ekki jafn vel og jöklarannsóknarmaðurinn Sveinn Pálsson (1762-1840) en Sveinstindur við Langasjó er kenndur við hann.

Kort Björns markaði tímamót í kortagerð á Íslandi. Nýjustu tækni þeirra tíma var beitt við gerð þess og hafði aldrei áður svo nákvæmt kort verið gert af Íslandi. Þetta var í fyrsta sinn sem Langisjór fékk raunhæfa stærð og staðsetningu á Íslandskorti.Hér sést Langisjór merktur inn á kort Björns Gunnlaugssonar frá 1848. Mýrdalsjökull er einnig merktur svo að menn átti sig betur á kortinu.

Vegna fjallanna umhverfis Langasjó sést hann ekki fyrr en komið er alveg að honum. Áform voru um það fyrir nokkru að veita Skaftá í Langasjó, en við það hefði hin tæra ásýnd vatnsins breyst aftur í mórauða jökullónið sem áður var. Nú hefur verið fallið frá þessari hugmynd.

Á vef Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns má skoða fleiri forn Íslandskort.

Heimildir og mynd:

  • Guðmundur Páll Ólafsson. Hálendið í náttúru Íslands 2000. Langisjór, bls. 92-97. Mál og menning, Reykjavík.

  • Þorvaldur Thoroddsen: Ormstunga.is

  • Langisjór á Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

  • Mynd:Langisjor_2006.jpg. Wikimedia Commons. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

  • Kort: Hálendið í náttúru Íslands 2000. Miðlandið kannað, bls. 37. Mál og menning, Reykjavík....