Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta bylgjur frá GSM-símum eyðilagt kreditkort og aðra hluti sem búnir eru segulröndum?

Örn Helgason

Svarið er nei og þetta má skýra með eftirfarandi athugun.

Lítum fyrst á segulræmuna. Á henni er runa eða safn af örsmáum seglum. Oftast eru þetta staflaga maghemít-seglar, en maghemít (γ-Fe2O3) er segull sem hefur góða eiginleika hvað varðar segulstyrk og stöðugleika. Lega seglanna myndar mynstur sem ræðst af því hvort norður- eða suðurskaut þeirra snýr upp eða niður.

Mynstrið felur í sér upplýsingar um tiltekið greiðslukort, ekki ósvipað og strikamerkingar á vörum í verslunum. Til að breyta mynstrinu þarf sérstakan skrifara með segulsviði af stærðargráðunni 100 mT (millitesla, en tesla er mælieining fyrir styrk segulsviðs). Til samanburðar má nefna að segulsvið jarðar er um 0,1 mT og því alltof veikt til að mynstrið á ræmunni brenglist.


Farsímar geta ekki skemmt segulrendur á greiðslukortum.

En hvað um farsíma? Venjulegur farsími sendir frá sér rafsegulbylgjur á tíðni sem er um 1000 MHz (megarið) og aflið í útsendingu er um 100 mW (milliwött). Þessum bylgjum fylgir því bæði raf- og segulsvið. Unnt er að reikna styrk hvors þáttar fyrir sig þegar aflið er þekkt. Hugsum okkur að síminn sé borinn að segulræmunni, en þá verða áhrifin mest. Í þessu tilviki getur þáttur segulsviðsins orðið um 0,1 míkrótesla á segulræmuna en það er um einn þúsundasti hluti af styrk segulsviðs jarðar.

Af þessu sést að það er óravegur frá því segulsviði sem síminn myndar til þess styrks sem þarf til að rugla mynstrinu á segulræmunni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

prófessor emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.6.2007

Spyrjandi

Gestur Pálsson

Tilvísun

Örn Helgason. „Geta bylgjur frá GSM-símum eyðilagt kreditkort og aðra hluti sem búnir eru segulröndum?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2007, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6674.

Örn Helgason. (2007, 8. júní). Geta bylgjur frá GSM-símum eyðilagt kreditkort og aðra hluti sem búnir eru segulröndum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6674

Örn Helgason. „Geta bylgjur frá GSM-símum eyðilagt kreditkort og aðra hluti sem búnir eru segulröndum?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2007. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6674>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta bylgjur frá GSM-símum eyðilagt kreditkort og aðra hluti sem búnir eru segulröndum?
Svarið er nei og þetta má skýra með eftirfarandi athugun.

Lítum fyrst á segulræmuna. Á henni er runa eða safn af örsmáum seglum. Oftast eru þetta staflaga maghemít-seglar, en maghemít (γ-Fe2O3) er segull sem hefur góða eiginleika hvað varðar segulstyrk og stöðugleika. Lega seglanna myndar mynstur sem ræðst af því hvort norður- eða suðurskaut þeirra snýr upp eða niður.

Mynstrið felur í sér upplýsingar um tiltekið greiðslukort, ekki ósvipað og strikamerkingar á vörum í verslunum. Til að breyta mynstrinu þarf sérstakan skrifara með segulsviði af stærðargráðunni 100 mT (millitesla, en tesla er mælieining fyrir styrk segulsviðs). Til samanburðar má nefna að segulsvið jarðar er um 0,1 mT og því alltof veikt til að mynstrið á ræmunni brenglist.


Farsímar geta ekki skemmt segulrendur á greiðslukortum.

En hvað um farsíma? Venjulegur farsími sendir frá sér rafsegulbylgjur á tíðni sem er um 1000 MHz (megarið) og aflið í útsendingu er um 100 mW (milliwött). Þessum bylgjum fylgir því bæði raf- og segulsvið. Unnt er að reikna styrk hvors þáttar fyrir sig þegar aflið er þekkt. Hugsum okkur að síminn sé borinn að segulræmunni, en þá verða áhrifin mest. Í þessu tilviki getur þáttur segulsviðsins orðið um 0,1 míkrótesla á segulræmuna en það er um einn þúsundasti hluti af styrk segulsviðs jarðar.

Af þessu sést að það er óravegur frá því segulsviði sem síminn myndar til þess styrks sem þarf til að rugla mynstrinu á segulræmunni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...