Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis?

Björn Reynir Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis? Í Alþingiskosningunum 2013 fékk sá flokkur sem fékk flest atkvæðin ekki umboðið til stjórnarmyndunar, en við fyrstu sýn þá hefði maður talið að það væri lýðræðislegasta leiðin að sá flokkur sem flestir kjósa fái umboðið.

Í þriðju grein laga um stjórnarráð Íslands segir þetta um skipun ríkisstjórnar:

Forseti Íslands skipar forsætisráðherra. Forseti Íslands skipar aðra ráðherra samkvæmt tillögu forsætisráðherra. Forseti Íslands veitir forsætisráðherra og ráðuneyti hans sem og einstökum ráðherrum lausn frá embætti samkvæmt tillögu forsætisráðherra.

Sá sem vill mynda ríkisstjórn þarf að fá umboð forseta Íslands til þess. Að öðru leyti er ekki kveðið á um hvaða reglur skuli gilda varðandi stjórnarmyndun en þó mun ríkisstjórnin ávallt þurfa að hafa meirihluta Alþingis á bak við sig.

Í kjölfar Alþingiskosninga 2013 fór Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þá leið að kalla alla formenn eða fulltrúa þeirra stjórnmálahreyfinga, sem höfðu náð fulltrúum á Alþingi, til sín á stuttan fund í því skyni að fá úr því skorið hver væri best til þess fallinn að mynda ríkisstjórn. Í kjölfar fundanna ákvað Ólafur að veita Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, umboðið. Forsetinn rökstuddi þá ákvörðun meðal annars með því að Framsóknarflokkurinn hefði unnið stórsigur í kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn var engu að síður sá flokkur sem hafði fengið flest atkvæði allra flokka en litlu munaði þó og hlutu báðir flokkar jafnmarga þingmenn. Einnig vísaði Ólafur til viðhorfa sem komu fram í viðræðum hans við forystumenn stjórnmálaflokkanna. Þannig beitti Ólafur eigin mati á stjórnmálaaðstæður í stað þess að fara eftir fyrirfram gefnum meginreglum.

Ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 23. maí 2013.

Aðrir forsetar hafa farið öðru vísi að, til dæmis voru Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir þeirrar skoðunar að helst ætti að veita umboðið þeim flokki sem hefði flest atkvæði á bak við sig. Sú skoðun grundvallaðist á þeirri afstöðu að forseti Íslands ætti helst ekki að taka fram fyrir hendur Alþingis. Á sömu forsendum þótti heldur ekki við hæfi að mynda utanþingsstjórn nema í ýtrustu neyð.

Kristján Eldjárn var að vísu kominn á fremsta hlunn með að skipa utanþingsstjórn árið 1979 þegar mikil stjórnmálakreppa ríkti á Íslandi. Jóhannes Norðdal seðlabankastjóri átti að vera forsætisráðherra í þeirra stjórn og velja aðra ráðherra í samráði við Kristján. Til þess kom þó ekki þar sem Benedikt Gröndal, Alþýðuflokki, myndaði minnihlutastjórn að lokum. Svipað var uppi á teningnum ári síðar. Þá höfðu allir formenn stjórnmálaflokkanna sem áttu sæti á þingi fengið stjórnarmyndunarumboð og skilað því aftur þegar Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboðið og myndaði ríkisstjórn með minnihluta sjálfstæðismanna, Framsóknarflokki og Alþýðubandalaginu.

Vigdís Finnbogadóttir var efins um þetta stjórnarmyndunarkerfi vegna þess hve illa gat gengið að mynda stjórn. Hún var þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn ættu að geta leyft sér óformlegar þreifingar áður en að umboð til stjórnarmyndunar væri veitt. Eftir Alþingiskosningarnar, þegar formenn allra flokka höfðu skilað af sér umboði, lét hún nokkra daga líða án þess að nokkur hefði umboð til stjórnarmyndunarviðræðna til að undirstrika þessa skoðun sína.

Það skiptir töluverðu máli hver gegnir embætti forseta þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn Íslands þar sem forsetar geta haft ólíkar skoðanir á því hvernig veita eigi umboðið og beitt ólíkum aðferðum. Þá getur sömuleiðis reynt á forseta þegar þegar illa gengur að mynda ríkisstjórn. Ekki er sjálfgefið að sá flokkur sem uppi stendur sem sigurvegari kosninganna sé endilega hentugasti kosturinn þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn.

Heimildir og mynd:

  • Guðni Th. Jóhannesson. „Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann?“. Vísindavefurinn 29.5.2012.
  • Ópólitískur forseti í pólitísku embætti. mbl.is 20.11.2005.
  • Páll Valsson. Vigdís - Kona verður forseti. Reykjavík 2009. Bls. 338-341.
  • Sigmundur fær stjórnarmyndunarumboð. RÚV.is 30.4.2013.
  • Mynd: Ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Stjórnarráð Íslands. (Sótt 16. 3. 2015).

Höfundur

Útgáfudagur

7.5.2015

Spyrjandi

Gylfi Skarphéðinsson

Tilvísun

Björn Reynir Halldórsson. „Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2015, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66782.

Björn Reynir Halldórsson. (2015, 7. maí). Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66782

Björn Reynir Halldórsson. „Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2015. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66782>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvaða reglur gilda um veitingu umboðs til stjórnarmyndunar að loknum kosningum til Alþingis? Í Alþingiskosningunum 2013 fékk sá flokkur sem fékk flest atkvæðin ekki umboðið til stjórnarmyndunar, en við fyrstu sýn þá hefði maður talið að það væri lýðræðislegasta leiðin að sá flokkur sem flestir kjósa fái umboðið.

Í þriðju grein laga um stjórnarráð Íslands segir þetta um skipun ríkisstjórnar:

Forseti Íslands skipar forsætisráðherra. Forseti Íslands skipar aðra ráðherra samkvæmt tillögu forsætisráðherra. Forseti Íslands veitir forsætisráðherra og ráðuneyti hans sem og einstökum ráðherrum lausn frá embætti samkvæmt tillögu forsætisráðherra.

Sá sem vill mynda ríkisstjórn þarf að fá umboð forseta Íslands til þess. Að öðru leyti er ekki kveðið á um hvaða reglur skuli gilda varðandi stjórnarmyndun en þó mun ríkisstjórnin ávallt þurfa að hafa meirihluta Alþingis á bak við sig.

Í kjölfar Alþingiskosninga 2013 fór Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þá leið að kalla alla formenn eða fulltrúa þeirra stjórnmálahreyfinga, sem höfðu náð fulltrúum á Alþingi, til sín á stuttan fund í því skyni að fá úr því skorið hver væri best til þess fallinn að mynda ríkisstjórn. Í kjölfar fundanna ákvað Ólafur að veita Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, umboðið. Forsetinn rökstuddi þá ákvörðun meðal annars með því að Framsóknarflokkurinn hefði unnið stórsigur í kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn var engu að síður sá flokkur sem hafði fengið flest atkvæði allra flokka en litlu munaði þó og hlutu báðir flokkar jafnmarga þingmenn. Einnig vísaði Ólafur til viðhorfa sem komu fram í viðræðum hans við forystumenn stjórnmálaflokkanna. Þannig beitti Ólafur eigin mati á stjórnmálaaðstæður í stað þess að fara eftir fyrirfram gefnum meginreglum.

Ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 23. maí 2013.

Aðrir forsetar hafa farið öðru vísi að, til dæmis voru Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir þeirrar skoðunar að helst ætti að veita umboðið þeim flokki sem hefði flest atkvæði á bak við sig. Sú skoðun grundvallaðist á þeirri afstöðu að forseti Íslands ætti helst ekki að taka fram fyrir hendur Alþingis. Á sömu forsendum þótti heldur ekki við hæfi að mynda utanþingsstjórn nema í ýtrustu neyð.

Kristján Eldjárn var að vísu kominn á fremsta hlunn með að skipa utanþingsstjórn árið 1979 þegar mikil stjórnmálakreppa ríkti á Íslandi. Jóhannes Norðdal seðlabankastjóri átti að vera forsætisráðherra í þeirra stjórn og velja aðra ráðherra í samráði við Kristján. Til þess kom þó ekki þar sem Benedikt Gröndal, Alþýðuflokki, myndaði minnihlutastjórn að lokum. Svipað var uppi á teningnum ári síðar. Þá höfðu allir formenn stjórnmálaflokkanna sem áttu sæti á þingi fengið stjórnarmyndunarumboð og skilað því aftur þegar Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboðið og myndaði ríkisstjórn með minnihluta sjálfstæðismanna, Framsóknarflokki og Alþýðubandalaginu.

Vigdís Finnbogadóttir var efins um þetta stjórnarmyndunarkerfi vegna þess hve illa gat gengið að mynda stjórn. Hún var þeirrar skoðunar að stjórnmálamenn ættu að geta leyft sér óformlegar þreifingar áður en að umboð til stjórnarmyndunar væri veitt. Eftir Alþingiskosningarnar, þegar formenn allra flokka höfðu skilað af sér umboði, lét hún nokkra daga líða án þess að nokkur hefði umboð til stjórnarmyndunarviðræðna til að undirstrika þessa skoðun sína.

Það skiptir töluverðu máli hver gegnir embætti forseta þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn Íslands þar sem forsetar geta haft ólíkar skoðanir á því hvernig veita eigi umboðið og beitt ólíkum aðferðum. Þá getur sömuleiðis reynt á forseta þegar þegar illa gengur að mynda ríkisstjórn. Ekki er sjálfgefið að sá flokkur sem uppi stendur sem sigurvegari kosninganna sé endilega hentugasti kosturinn þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn.

Heimildir og mynd:

  • Guðni Th. Jóhannesson. „Hvað gerir forseti Íslands og hvaða völd hefur hann?“. Vísindavefurinn 29.5.2012.
  • Ópólitískur forseti í pólitísku embætti. mbl.is 20.11.2005.
  • Páll Valsson. Vigdís - Kona verður forseti. Reykjavík 2009. Bls. 338-341.
  • Sigmundur fær stjórnarmyndunarumboð. RÚV.is 30.4.2013.
  • Mynd: Ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Stjórnarráð Íslands. (Sótt 16. 3. 2015).

...