Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hægt að losa sig við aukakíló án þess að nota Herbalife?

Vigdís Pála Halldórsdóttir

Við söfnum á okkur aukakílóum ef jafnvægið í orkuneyslu og orkubrennslu líkamans riðlast. Ef við borðum meira en við brennum, þá fitnum við. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. Aukakíló og offita er vaxandi vandamál en það er líka mikið gert til þess að bjóða fólki upp á leiðir til þess að grennast, til dæmis alls konar megrunarlyf. Að taka inn fæðubótarefnið Herbalife er ein þeirra leiða sem margir hafa reynt, sumir hafa mikla trú á því en aðrir ekki.

Það eru til margar aðrar aðferðir en að taka inn megrunarlyf eða fæðubótarefni til þess að missa aukakíló, aðferðir sem næringarfræðingar mæla frekar með. Gott er að hreyfa sig reglulega, borða góðan og hollan mat og drekka mikið af vatni. Sumir segja að það sé góð regla að fá sér bara einu sinni á diskinn og borða oft og þá lítið í einu.



Það er mikilvægt að huga að því hvað og hversu mikið fer á diskinn ef aukakílóin eiga að fjúka.

Megrunarlyf eru oftast gerð til þess að nota með góðri hreyfingu og hollu fæði. Sumir sitja hins vegar bara uppi í sófa og horfa á sjónvarpið og gleypa megrunarlyf og skilja svo ekkert í því af hverju þau virka ekki.

Á Vísindavefnum má finna fleiri svör um aukakíló og offitu, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára.

Höfundur

Útgáfudagur

14.6.2007

Spyrjandi

Katrín Rúnarsdóttir

Tilvísun

Vigdís Pála Halldórsdóttir. „Hvernig er hægt að losa sig við aukakíló án þess að nota Herbalife?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2007, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6682.

Vigdís Pála Halldórsdóttir. (2007, 14. júní). Hvernig er hægt að losa sig við aukakíló án þess að nota Herbalife? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6682

Vigdís Pála Halldórsdóttir. „Hvernig er hægt að losa sig við aukakíló án þess að nota Herbalife?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2007. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6682>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að losa sig við aukakíló án þess að nota Herbalife?
Við söfnum á okkur aukakílóum ef jafnvægið í orkuneyslu og orkubrennslu líkamans riðlast. Ef við borðum meira en við brennum, þá fitnum við. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. Aukakíló og offita er vaxandi vandamál en það er líka mikið gert til þess að bjóða fólki upp á leiðir til þess að grennast, til dæmis alls konar megrunarlyf. Að taka inn fæðubótarefnið Herbalife er ein þeirra leiða sem margir hafa reynt, sumir hafa mikla trú á því en aðrir ekki.

Það eru til margar aðrar aðferðir en að taka inn megrunarlyf eða fæðubótarefni til þess að missa aukakíló, aðferðir sem næringarfræðingar mæla frekar með. Gott er að hreyfa sig reglulega, borða góðan og hollan mat og drekka mikið af vatni. Sumir segja að það sé góð regla að fá sér bara einu sinni á diskinn og borða oft og þá lítið í einu.



Það er mikilvægt að huga að því hvað og hversu mikið fer á diskinn ef aukakílóin eiga að fjúka.

Megrunarlyf eru oftast gerð til þess að nota með góðri hreyfingu og hollu fæði. Sumir sitja hins vegar bara uppi í sófa og horfa á sjónvarpið og gleypa megrunarlyf og skilja svo ekkert í því af hverju þau virka ekki.

Á Vísindavefnum má finna fleiri svör um aukakíló og offitu, til dæmis:

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára....