Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?

Andrea Valgerður Jónsdóttir

Árið skiptist í árstíðir vegna möndulhalla jarðar. Án þessa halla væri enginn hitamunur á vetri og sumri. Auk þess væru dagur og nótt tólf tímar allt árið um kring alls staðar á jörðinni. Þegar norðurhvel jarðar hallar að sólinni þá er sumar þar en vetur á suðurhveli. Á sama hátt er sumar á suðurhveli þegar það hallar að sólinni en vetur á norðurhveli. Nánar er hægt að lesa um möndulhalla jarðar og árstíðir í svari við spurningunni Ef möndulhalli jarðar væri enginn væru þá nánast engar árstíðir?



Jóladagur í Ástralíu!

Þar sem Ástralía er á suðurhveli eru árstíðirnar þar alveg öfugar við það sem við þekkjum hér á Íslandi. Þar er sumar frá desember og fram í febrúar, haust frá mars til maí, vetur frá júní til ágúst og vor frá september til nóvember. Ástralar halda því jólin um mitt sumar og eru líklegri til þess að moka sand á ströndinni um jólaleytið en snjó af tröppunum hjá sér eins og gerist oft á Íslandi á þeim tíma.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvenær er sumar í Sydney? Hvaða mánuði?


Þetta svar er eftir nemanda á námskeið sem haldin voru í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára.

Höfundur

Útgáfudagur

14.6.2007

Spyrjandi

Hans Petersen
Auður Inez Sellgren

Tilvísun

Andrea Valgerður Jónsdóttir. „Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2007, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6683.

Andrea Valgerður Jónsdóttir. (2007, 14. júní). Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6683

Andrea Valgerður Jónsdóttir. „Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2007. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6683>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?
Árið skiptist í árstíðir vegna möndulhalla jarðar. Án þessa halla væri enginn hitamunur á vetri og sumri. Auk þess væru dagur og nótt tólf tímar allt árið um kring alls staðar á jörðinni. Þegar norðurhvel jarðar hallar að sólinni þá er sumar þar en vetur á suðurhveli. Á sama hátt er sumar á suðurhveli þegar það hallar að sólinni en vetur á norðurhveli. Nánar er hægt að lesa um möndulhalla jarðar og árstíðir í svari við spurningunni Ef möndulhalli jarðar væri enginn væru þá nánast engar árstíðir?



Jóladagur í Ástralíu!

Þar sem Ástralía er á suðurhveli eru árstíðirnar þar alveg öfugar við það sem við þekkjum hér á Íslandi. Þar er sumar frá desember og fram í febrúar, haust frá mars til maí, vetur frá júní til ágúst og vor frá september til nóvember. Ástralar halda því jólin um mitt sumar og eru líklegri til þess að moka sand á ströndinni um jólaleytið en snjó af tröppunum hjá sér eins og gerist oft á Íslandi á þeim tíma.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvenær er sumar í Sydney? Hvaða mánuði?


Þetta svar er eftir nemanda á námskeið sem haldin voru í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára.

...