Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvar er hægt að læra ljósmyndun, kvikmyndatökur og þess háttar?

HMH

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur boðið upp á myndlistarbraut til stúdentsprófs, þar sem nemendur leggja stund á myndlist til viðbótar við hefðbundin námsfög menntaskóla. Stúdentsprófið býr nemendur undir að halda áfram listanámi á háskólastigi.

Listaháskóli Íslands býður upp á háskólanám í ýmissi myndlist, meðal annars á fjöltæknibraut þar sem nemendur vinna nokkuð bæði með ljósmyndun, kvikmyndatökur og fleira. Skólinn útskrifar fólk með háskólagráðu í listgreinum.

Kvikmyndaskólinn hefur í nokkur ár haldið regluleg námskeið í kvikmyndagerð, tökum, handritagerð og fleiru. Skólinn veitir engar gráður.

Tómstundaskólar og myndlistaskólar víða um landið hafa yfirleitt námskeið í ljósmyndun í sinni dagskrá. Slíkir skólar veita heldur engar gráður.

Erlendis eru til fjölmargir listaskólar og háskólar þar sem læra má ljósmyndun og kvikmyndatökur. Lýðháskólar á Norðurlöndunum bjóða margir upp á þess háttar nám og meðal þeirra eru sérhæfðir listaskólar, til dæmis European film college í Danmörku. Lýðháskólar gera ekki kröfu um stúdentspróf. Þaðan útskrifast nemendur aðeins með dvöl sína skjalfesta en enga gráðu og yfirleitt fer ekkert beint námsmat fram.

Þessu til viðbótar er bent á Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins sem býr yfir ýmsum upplýsingum um námsmöguleika erlendis.

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.7.2000

Spyrjandi

Tryggvi, fæddur 1986

Efnisorð

Tilvísun

HMH. „Hvar er hægt að læra ljósmyndun, kvikmyndatökur og þess háttar?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2000. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=669.

HMH. (2000, 18. júlí). Hvar er hægt að læra ljósmyndun, kvikmyndatökur og þess háttar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=669

HMH. „Hvar er hægt að læra ljósmyndun, kvikmyndatökur og þess háttar?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2000. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=669>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er hægt að læra ljósmyndun, kvikmyndatökur og þess háttar?
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur boðið upp á myndlistarbraut til stúdentsprófs, þar sem nemendur leggja stund á myndlist til viðbótar við hefðbundin námsfög menntaskóla. Stúdentsprófið býr nemendur undir að halda áfram listanámi á háskólastigi.

Listaháskóli Íslands býður upp á háskólanám í ýmissi myndlist, meðal annars á fjöltæknibraut þar sem nemendur vinna nokkuð bæði með ljósmyndun, kvikmyndatökur og fleira. Skólinn útskrifar fólk með háskólagráðu í listgreinum.

Kvikmyndaskólinn hefur í nokkur ár haldið regluleg námskeið í kvikmyndagerð, tökum, handritagerð og fleiru. Skólinn veitir engar gráður.

Tómstundaskólar og myndlistaskólar víða um landið hafa yfirleitt námskeið í ljósmyndun í sinni dagskrá. Slíkir skólar veita heldur engar gráður.

Erlendis eru til fjölmargir listaskólar og háskólar þar sem læra má ljósmyndun og kvikmyndatökur. Lýðháskólar á Norðurlöndunum bjóða margir upp á þess háttar nám og meðal þeirra eru sérhæfðir listaskólar, til dæmis European film college í Danmörku. Lýðháskólar gera ekki kröfu um stúdentspróf. Þaðan útskrifast nemendur aðeins með dvöl sína skjalfesta en enga gráðu og yfirleitt fer ekkert beint námsmat fram.

Þessu til viðbótar er bent á Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins sem býr yfir ýmsum upplýsingum um námsmöguleika erlendis....