Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Hversu margir búa í borginni São Paulo í Brasilíu?

Ágúst Elí Ólafsson

São Paulo í Brasilíu er stærsta borg á suðurhveli jarðar. Talið er að íbúar borgarinnar séu rétt rúmlega 11 milljónir. Þessi tala verður töluvert hærri ef stórborgarsvæðið allt er tekið með, það er borgin sjálf og aðliggjandi sveitarfélög. Reyndar er misjafnt hvernig stórborgarsvæðið er afmarkað en samkvæmt einni skilgreiningu eru íbúar þess 19,7 milljónir. Þar með er svæðið fimmta fjölmennasta stórborgarsvæði í heimi. Sé stuðst við aðra og mun víðari skilgreiningu eru íbúar í São Paulo og nágrenni um 29 milljónir og því annað fjölmennasta stórborgarsvæði heims.São Paulo er stærsta borg á suðurhveli jarðar.

Þó að São Paulo sé langfjölmennasta borg Brasilíu er hún ekki höfuðborg landsins. Síðan árið 1960 hefur borgin Brasilía verið höfuðborg landsins. Þar búa rúmlega 2,3 milljónir manna og er borgin sú fimmta fjölmennasta í landinu. Áður var Rio de Janeiro höfuðborg landsins. Rio er önnur stærsta borg Brasilíu. Þar búa rúmlega 6 milljónir en talið er að íbúar á öllu stórborgarsvæði Rio séu 11-12 milljónir.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára.

Höfundur

grunnskólanemi

Útgáfudagur

19.6.2007

Spyrjandi

Jóhanna Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Ágúst Elí Ólafsson. „Hversu margir búa í borginni São Paulo í Brasilíu?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2007. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6691.

Ágúst Elí Ólafsson. (2007, 19. júní). Hversu margir búa í borginni São Paulo í Brasilíu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6691

Ágúst Elí Ólafsson. „Hversu margir búa í borginni São Paulo í Brasilíu?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2007. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6691>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margir búa í borginni São Paulo í Brasilíu?
São Paulo í Brasilíu er stærsta borg á suðurhveli jarðar. Talið er að íbúar borgarinnar séu rétt rúmlega 11 milljónir. Þessi tala verður töluvert hærri ef stórborgarsvæðið allt er tekið með, það er borgin sjálf og aðliggjandi sveitarfélög. Reyndar er misjafnt hvernig stórborgarsvæðið er afmarkað en samkvæmt einni skilgreiningu eru íbúar þess 19,7 milljónir. Þar með er svæðið fimmta fjölmennasta stórborgarsvæði í heimi. Sé stuðst við aðra og mun víðari skilgreiningu eru íbúar í São Paulo og nágrenni um 29 milljónir og því annað fjölmennasta stórborgarsvæði heims.São Paulo er stærsta borg á suðurhveli jarðar.

Þó að São Paulo sé langfjölmennasta borg Brasilíu er hún ekki höfuðborg landsins. Síðan árið 1960 hefur borgin Brasilía verið höfuðborg landsins. Þar búa rúmlega 2,3 milljónir manna og er borgin sú fimmta fjölmennasta í landinu. Áður var Rio de Janeiro höfuðborg landsins. Rio er önnur stærsta borg Brasilíu. Þar búa rúmlega 6 milljónir en talið er að íbúar á öllu stórborgarsvæði Rio séu 11-12 milljónir.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára....