Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir orðið séra?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið séra er nú einungis notað sem titill prestvígðra manna. Eldri mynd orðsins er síra. Það þekkist þegar í fornu máli og var merkingin þá 'herra', og orðið notað um kirkjunnar menn. Páfar og kardínálar voru til dæmis ávarpaðir: "feður mínir og sírar", samanber latínu "patres mei et domini". Stundum var síra einnig notað um veraldlega menn í merkingunni 'herra'. Smám saman þrengist merkingin þar til hún var eingöngu notuð sem titill presta.



Hluti myndar af Jóhannesi Páli páfa eftir David Wasserman (1917-1999). Myndin er nær eingöngu gerð úr áldósum.

Orðið er talið ættað úr fornfrönsku sire 'herra'. Af sama uppruna er sir í ensku sem er stytting á sire. Orðin eiga rætur að rekja til latneska orðsins senior 'eldri' en millistig er talið vera orðið seior í alþýðulatínu. Upphafleg merking hefur því verið 'hinn eldri' sem breytist í 'herra' en verður síðan preststitill.

Skylt séra (síra) er titillinn sinjór eða signor sem notaður var á heldri menn fyrr á öldum og þekkist að minnsta kosti frá því á 18. öld. Sinjór er líklegast tökuorð úr fornfrönsku seignor sem aftur er fengið frá senior í latínu. Signor er aftur á mótið talið tökuorð úr dönsku signor(e), sem tók orðið að láni frá ítölsku signore en uppruni þess er senior 'hinn eldri' í latínu.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.6.2007

Spyrjandi

Íris Kristinsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið séra?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2007, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6701.

Guðrún Kvaran. (2007, 27. júní). Hvað þýðir orðið séra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6701

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið séra?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2007. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6701>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðið séra?
Orðið séra er nú einungis notað sem titill prestvígðra manna. Eldri mynd orðsins er síra. Það þekkist þegar í fornu máli og var merkingin þá 'herra', og orðið notað um kirkjunnar menn. Páfar og kardínálar voru til dæmis ávarpaðir: "feður mínir og sírar", samanber latínu "patres mei et domini". Stundum var síra einnig notað um veraldlega menn í merkingunni 'herra'. Smám saman þrengist merkingin þar til hún var eingöngu notuð sem titill presta.



Hluti myndar af Jóhannesi Páli páfa eftir David Wasserman (1917-1999). Myndin er nær eingöngu gerð úr áldósum.

Orðið er talið ættað úr fornfrönsku sire 'herra'. Af sama uppruna er sir í ensku sem er stytting á sire. Orðin eiga rætur að rekja til latneska orðsins senior 'eldri' en millistig er talið vera orðið seior í alþýðulatínu. Upphafleg merking hefur því verið 'hinn eldri' sem breytist í 'herra' en verður síðan preststitill.

Skylt séra (síra) er titillinn sinjór eða signor sem notaður var á heldri menn fyrr á öldum og þekkist að minnsta kosti frá því á 18. öld. Sinjór er líklegast tökuorð úr fornfrönsku seignor sem aftur er fengið frá senior í latínu. Signor er aftur á mótið talið tökuorð úr dönsku signor(e), sem tók orðið að láni frá ítölsku signore en uppruni þess er senior 'hinn eldri' í latínu.

Mynd:...