Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur máltækið "glöggt er gests auga(ð)", og er þessi gestur Óðinn?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Ekki er sennilegt að átt sé við Óðin í þessum málshætti. Gestur var vissulega eitt af heitum Óðins en málshátturinn virðist ekki gamall. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 19. öld. Líklegra er því að átt sé við það að gestur, sem kemur í hús, sér oft það sem er öðru vísi en hann á að venjast. Hann tekur oft eftir því sem miður fer í samskiptum heimamanna eða því sem er sérlega jákvætt í fari þeirra. Hann tekur eftir góðri eða slæmri umgengni, heimilisháttum og öðru því sem heimamenn sjá oft ekki lengur.



Hér er ekki allt með felldu. Glöggur gestur sér bæði að það er fíll í stofunni og að átt hefur verið við myndina.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.7.2007

Spyrjandi

Þóra Gunnarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur máltækið "glöggt er gests auga(ð)", og er þessi gestur Óðinn?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2007, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6710.

Guðrún Kvaran. (2007, 4. júlí). Hvaðan kemur máltækið "glöggt er gests auga(ð)", og er þessi gestur Óðinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6710

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur máltækið "glöggt er gests auga(ð)", og er þessi gestur Óðinn?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2007. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6710>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur máltækið "glöggt er gests auga(ð)", og er þessi gestur Óðinn?
Ekki er sennilegt að átt sé við Óðin í þessum málshætti. Gestur var vissulega eitt af heitum Óðins en málshátturinn virðist ekki gamall. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá 19. öld. Líklegra er því að átt sé við það að gestur, sem kemur í hús, sér oft það sem er öðru vísi en hann á að venjast. Hann tekur oft eftir því sem miður fer í samskiptum heimamanna eða því sem er sérlega jákvætt í fari þeirra. Hann tekur eftir góðri eða slæmri umgengni, heimilisháttum og öðru því sem heimamenn sjá oft ekki lengur.



Hér er ekki allt með felldu. Glöggur gestur sér bæði að það er fíll í stofunni og að átt hefur verið við myndina.

Mynd:...