Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er merking viðskeytisins -rænn?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hver er merking viðskeytisins -rænn? 'Sem kemur frá landi' eða almennt 'sem kemur

við'?
Viðskeytið –rænn á sér tvenns konar uppruna og oft er erfitt að greina á milli. Annars vegar á viðskeytið uppruna sinn í áttaheitunum austur, vestur, suður, norður. Um stofnlægt -r- var að ræða, það er r-ið tilheyrði stofni en ekki viðskeyti (āustrō-nia varð austr-ænn), samanber suðrænn, norrænn, vestrænn. Síðar fluttist r-ið af stofni yfir á viðskeytið og varð um leið virkt til myndunar nýrra orða eins og heildrænn, listrænn, lífrænn, myndrænn, sálrænn.


Prófessor Vandráður (fr. Professeur Tryphon Tournesol) úr Tinnabókunum var fárænn sem merkir viðutan.

Hins vegar hefur –rænn í orðum eins og fárænn (ráðalaus; viðutan) og hjárænn (sauðarlegur, heimskulegur) verið tengt sögninni 'ræna' í merkingunni 'skynsemi, meðvitund' og nafnorðinu 'rán' í merkingunni 'ávinningur, hagnaður'.

Um þetta má til dæmis lesa í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:786–787).

Mynd: Serie Wikin.

Útgáfudagur

17.7.2007

Spyrjandi

Benct Jonsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er merking viðskeytisins -rænn?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2007. Sótt 6. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6721.

Guðrún Kvaran. (2007, 17. júlí). Hver er merking viðskeytisins -rænn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6721

Guðrún Kvaran. „Hver er merking viðskeytisins -rænn?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2007. Vefsíða. 6. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6721>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Agnarsdóttir

1947

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830.