Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðasambandið að láta deigan síga er notað í merkingunni ‘missa ekki kjarkinn, gefast ekki upp, láta ekki bilbug á sér finna’. Eldri mynd orðasambandsins, sem Orðabók Háskólans á dæmi um frá 19. öld, er að láta ekki deigan á síga í sömu merkingu og sagnarsambandið að vera deigur á e-ð ‘óttast eitthvað, hafa áhyggjur af einhverju’, virðist hafa verið algengt á svipuðum tíma. Lýsingarorðið deigur hefur fleiri en eina merkingu en í þessu sambandi er hún ‘ragur, tregur, kjarklaus’.
Sagnarsambandið síga á er algengt allt frá fornmáli. Vel er til dæmis þekkt að svefn sígi á einhvern ef hann syfjar mjög. Halldór Halldórsson benti á í Íslenzku orðtakasafni (1978:107) að orðasambandið sé hugsanlega liðfellt og brott hafi fallið til dæmis orðið hugur, það er láta ekki deigan hug á síga. Þessi skýring er sennileg. Hugsunin á bak við orðasambandið er þá að láta deigan hug, það er hugleysi, ekki ná yfirhöndinni.
Heimildir: