Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er örverpi?

Upphafleg merking orðsins örverpi er ‘lítið egg sem fugl verpir síðast, síðasta egg í hreiðri’. Fleiri orð eru notuð um hið sama, eins og hreiðurböggull og hreiðurbaggi. Örverpi er einnig notað um síðasta barn hjóna og mjög smávaxið afkvæmi. Upphafleg mun orðið hafa verið leitt af gamalli germanskri sögn *uz-werpan í merkingunni ‘kasta burt’, samanber gotnesku uswairpan og fornháþýsku irwerfan í sömu merkingu.

Útgáfudagur

2.8.2007

Spyrjandi

Jóhanna Þorsteinsdóttir
Þórdís Þórhallsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er örverpi?“ Vísindavefurinn, 2. ágúst 2007. Sótt 22. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6736.

Guðrún Kvaran. (2007, 2. ágúst). Hvað er örverpi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6736

Guðrún Kvaran. „Hvað er örverpi?“ Vísindavefurinn. 2. ágú. 2007. Vefsíða. 22. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6736>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hulda Þórisdóttir

1974

Hulda Þórisdóttir er dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ. Rannsóknir hennar eru á þverfaglegu sviði stjórnmálasálfræði þar sem hún notar kenningar og aðferðir úr sálfræði til þess að öðlast skilning á stjórnmálatengdri hegðun, viðhorfum og gildismati.