Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hver var Arthur Rimbaud?

Stella Soffía Jóhannesdóttir

Arthur Rimbaud (1854-1891) var franskt ljóðskáld og ævintýramaður. Hann er jafnan talinn vera meðal frumkvöðla á sviði nútímaljóðlistar og þykir eitt áhrifamesta skáld táknsæisstefnunnar (e. symbolism).

Æviferill Rimbaud er óvenjulegur, hann orti af krafti í örfá ár en sneri svo endanlega baki við ljóðlistinni um tvítugt. Lífsmáti hans var umdeildur og ögraði Rimbaud samferðarmönnum sínum með einkennilegu útliti og taumlausri áfengisdrykkju. Eftir að skáldatíma Rimbauds lauk lagðist hann í ferðalög og fór meðal annars til Jövu, Kýpur og Abyssínu (sem nú heitir Eþíópía) þar sem hann stundaði vopnaviðskipti og þrælasölu.

Samkvæmt okkar tíma skilgreiningum var Rimbaud að vissu leyti vandræðaunglingur. Honum gekk vel í skóla en leið ekki vel heima hjá sér þar sem hann bjó við strangan aga móður sinnar og strauk hann jafnvel nokkrum sinnum að heiman til þess að flýja ástandið. Sextán ára gamall fór hann til Parísar og Brussel en var aftur sendur til síns heima. Ári síðar fór hann aftur til Parísar og komst í kynni við skáldið Paul Verlaine (1844-1906) sem heillaðist bæði af ljóðum hins unga Rimbauds og af honum sjálfum.

Rimbaud fékk að búa inni á heimili Verlaines og tóku þeir upp stormasamt ástarsamband, jafnvel þótt Verlaine væri giftur og ætti von á barni með eiginkonu sinni. Saman ferðuðust þeir til London þar sem þeir bjuggu um tíma og vöktu athygli hvar sem þeir komu fyrir villtan lífsmáta sinn. Ástarsambandi þeirra lauk á dramatískan hátt árið 1873 með því að Verlaine skaut Rimbaud í handlegginn og var hann í kjölfarið dæmdur í fangelsi fyrir tilraun til manndráps.

Á þessu stutta tímabili sem Rimbaud helgaði sig ljóðlistinni orti hann mörg stórfengleg ljóð. Fyrstu ljóð hans voru hefðbundin en síðar sneri hann sér að prósaljóðum og hafði með þeim mikil áhrif á önnur skáld og stefnur innan bókmenntanna, til dæmis súrrealistana.

Frægasta ljóð Rimbaud er „Le bateau ivre“ sem kom út árið 1871. Jón Óskar þýddi það og gaf út undir nafninu „Drukkna skipið“ í bókinni Undir Parísarhimni árið 1991. Rimbaud lét prenta ljóðabókina Une saison en enfer árið 1873 og er það talin vera eina bókin sem hann sjálfur stóð fyrir útgáfu á. Reyndar segir sagan að Rimbaud hafi látið stöðva útgáfu fyrstu prentunar og að einungis sjö eintök hafi komist í dreifingu. Afgangur upplagsins fannst ekki fyrr en árið 1901. Önnur verk Rimbauds komu meðal annars út í bókinni Illuminations sem skrifuð var á árunum 1873-1875, en hún var gefin út árið 1886. Eftir dauða Rimbauds voru heildarútgáfur verka hans gefnar út.

Nánari upplýsingar um Rimbaud:

Myndir: Wikimedia Commons.

Höfundur

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

3.8.2007

Spyrjandi

Kristín Bjarnadóttir

Tilvísun

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hver var Arthur Rimbaud? “ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2007. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6738.

Stella Soffía Jóhannesdóttir. (2007, 3. ágúst). Hver var Arthur Rimbaud? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6738

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Hver var Arthur Rimbaud? “ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2007. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6738>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Arthur Rimbaud?
Arthur Rimbaud (1854-1891) var franskt ljóðskáld og ævintýramaður. Hann er jafnan talinn vera meðal frumkvöðla á sviði nútímaljóðlistar og þykir eitt áhrifamesta skáld táknsæisstefnunnar (e. symbolism).

Æviferill Rimbaud er óvenjulegur, hann orti af krafti í örfá ár en sneri svo endanlega baki við ljóðlistinni um tvítugt. Lífsmáti hans var umdeildur og ögraði Rimbaud samferðarmönnum sínum með einkennilegu útliti og taumlausri áfengisdrykkju. Eftir að skáldatíma Rimbauds lauk lagðist hann í ferðalög og fór meðal annars til Jövu, Kýpur og Abyssínu (sem nú heitir Eþíópía) þar sem hann stundaði vopnaviðskipti og þrælasölu.

Samkvæmt okkar tíma skilgreiningum var Rimbaud að vissu leyti vandræðaunglingur. Honum gekk vel í skóla en leið ekki vel heima hjá sér þar sem hann bjó við strangan aga móður sinnar og strauk hann jafnvel nokkrum sinnum að heiman til þess að flýja ástandið. Sextán ára gamall fór hann til Parísar og Brussel en var aftur sendur til síns heima. Ári síðar fór hann aftur til Parísar og komst í kynni við skáldið Paul Verlaine (1844-1906) sem heillaðist bæði af ljóðum hins unga Rimbauds og af honum sjálfum.

Rimbaud fékk að búa inni á heimili Verlaines og tóku þeir upp stormasamt ástarsamband, jafnvel þótt Verlaine væri giftur og ætti von á barni með eiginkonu sinni. Saman ferðuðust þeir til London þar sem þeir bjuggu um tíma og vöktu athygli hvar sem þeir komu fyrir villtan lífsmáta sinn. Ástarsambandi þeirra lauk á dramatískan hátt árið 1873 með því að Verlaine skaut Rimbaud í handlegginn og var hann í kjölfarið dæmdur í fangelsi fyrir tilraun til manndráps.

Á þessu stutta tímabili sem Rimbaud helgaði sig ljóðlistinni orti hann mörg stórfengleg ljóð. Fyrstu ljóð hans voru hefðbundin en síðar sneri hann sér að prósaljóðum og hafði með þeim mikil áhrif á önnur skáld og stefnur innan bókmenntanna, til dæmis súrrealistana.

Frægasta ljóð Rimbaud er „Le bateau ivre“ sem kom út árið 1871. Jón Óskar þýddi það og gaf út undir nafninu „Drukkna skipið“ í bókinni Undir Parísarhimni árið 1991. Rimbaud lét prenta ljóðabókina Une saison en enfer árið 1873 og er það talin vera eina bókin sem hann sjálfur stóð fyrir útgáfu á. Reyndar segir sagan að Rimbaud hafi látið stöðva útgáfu fyrstu prentunar og að einungis sjö eintök hafi komist í dreifingu. Afgangur upplagsins fannst ekki fyrr en árið 1901. Önnur verk Rimbauds komu meðal annars út í bókinni Illuminations sem skrifuð var á árunum 1873-1875, en hún var gefin út árið 1886. Eftir dauða Rimbauds voru heildarútgáfur verka hans gefnar út.

Nánari upplýsingar um Rimbaud:

Myndir: Wikimedia Commons....