Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað kalla ég bróður mágkonu minnar?

Ef mágkonan er systir mannsins þíns er einn bróðir hennar maðurinn þinn. Þú getur kallað hann hvað sem ykkur semst um. Eigi hún fleiri bræður kallarðu þá mága þína.

Ef mágkonan er kona bróður þíns er okkur ekki kunnugt um sérstakt heiti um þær mægðir.

Ef maki þinn á systur þá eru eiginmenn þeirra svilar þínir og ef hann á einnig bræður þá eru konur þeirra svilkonur þínar. Karlar sem eru kvæntir systrum eru kallaðir svilar og konur sem eru giftar bræðrum kallast svilkonur.

Útgáfudagur

20.7.2000

Spyrjandi

Sigurbjörg Þorvaldsdóttir

Efnisorð

Höfundar

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

HMH og ÞV. „Hvað kalla ég bróður mágkonu minnar?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2000. Sótt 15. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=674.

HMH og ÞV. (2000, 20. júlí). Hvað kalla ég bróður mágkonu minnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=674

HMH og ÞV. „Hvað kalla ég bróður mágkonu minnar?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2000. Vefsíða. 15. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=674>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Halldór Björnsson

1965

Halldór Björnsson er haf- og veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á sviði veðurfræði, veðurfarsfræði, haffræði, hafísfræði og loftslagskerfisfræði.