Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er stærsta tré í heiminum?

Orðin "stærsta tré" má annars vegar skilja sem 'hæsta tré' en hins vegar má miða til dæmis við rúmmál stofnsins. Lítum fyrst á síðari merkinguna.

Stærsta tré í heimi, og um leið stærsta lífvera jarðarinnar er stærsta kaliforníska risafuran (Sequoiadendron giganteum) sem nefnd hefur verið Sherman hershöfðingi og vex í Sequoia-þjóðgarðinum í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hershöfðinginn er 83,8 m hár og ummál hans 31,3 m við jörð. Rúmmál bolviðar er 1.486 m3.

Hæsta tré sem mælst hefur fyrr og síðar var myrtutré af tegundinni Eucalyptus regnans sem var 133 m að hæð en aðeins 5,5 m að þvermáli í 1,5 m hæð frá jörðu.

Hæsta tré sem stóð uppi árið 2015 var strandrisafura (Sequoia sempervirens) í norður Kaliforníu sem gengur undir heitinu Hyperion. Tréð fannst árið 2006 og mældist rétt rúmlega 115 m hátt.

Heimildir:

Útgáfudagur

20.7.2000

Spyrjandi

Tinna Guðlaug

Efnisorð

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

HMH. „Hvert er stærsta tré í heiminum?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2000. Sótt 25. júní 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=676.

HMH. (2000, 20. júlí). Hvert er stærsta tré í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=676

HMH. „Hvert er stærsta tré í heiminum?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2000. Vefsíða. 25. jún. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=676>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Erla Björnsdóttir

1982

Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og nýdoktor við Háskólann í Reykjavík. Viðfangsefni hennar í rannsóknum, kennslu og klínísku starfi hafa tengst svefni og svefnsjúkdómum.