Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir orðið "fuð" samanber örnefnin Gunnufuð, Mangafuð og Fjósafuð á Goðalandi?

Svavar Sigmundsson

Orðið fuð merkir ‚kvensköp‘ en í þessum örnefnum er merkingin ‚(kletta)gjögur‘ (Ásgeir Blöndal Magnússon, 214).

Þórður Tómasson í Skógum kallar Gunnufuð og Mangafuð bergskoru (Þórsmörk, 61).

Á vef Útisvistar er að finna leiðarlýsingu inn á Goðaland. Þar segir:
Hvannárgil skiptist innar í Norðurgil og Suðurgil og nær Norðurgilið inn að Heljarkambi sunnan við Morinsheiði. Fremst í gilinu vestanmegin er stór lóðrétt hellissprunga í hamravegg Stakkholts. Þessi sprunga er ýmist nefnd Gunnufuð eða Mangafuð. Fyrra nafnið er þannig tilkomið að einhvern tíma bjuggu hjón að Efstakoti undir Eyjafjöllum. Hét konan Guðrún en ekki er getið um nafn bóndans. Eitt sumar í sláttubyrjun hurfu hjónakornin frá bæ sínum og vissi enginn hvað um þau varð. Ekki skildu þau við bæ sinn tómhent því nokkuð höfðu þau haft með sér af búsgögnum. Af þessu héldu menn helst að þau hefðu lagst út og var þeirra því leitað til afrétta. Þegar leitarmenn komu á Stakkholt sáu þeir reyk leggja upp úr Hvannárgljúfri. Hjúin voru þá í hellissprungu þessari og höfðu stolið fráfærulambi og voru langt komin með að sjóða það. Voru þau fönguð og flutt til byggða. Í Gunnufuði réttaði Magnús goði, er svo var nefndur, síðar fé sitt. Var nafni þess þá breytt og það kallað Mangafuð.

Hvannárgil í Þórsmörk.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

8.10.2014

Spyrjandi

Þorsteinn Jónsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað þýðir orðið "fuð" samanber örnefnin Gunnufuð, Mangafuð og Fjósafuð á Goðalandi?“ Vísindavefurinn, 8. október 2014. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67623.

Svavar Sigmundsson. (2014, 8. október). Hvað þýðir orðið "fuð" samanber örnefnin Gunnufuð, Mangafuð og Fjósafuð á Goðalandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67623

Svavar Sigmundsson. „Hvað þýðir orðið "fuð" samanber örnefnin Gunnufuð, Mangafuð og Fjósafuð á Goðalandi?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2014. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67623>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðið "fuð" samanber örnefnin Gunnufuð, Mangafuð og Fjósafuð á Goðalandi?
Orðið fuð merkir ‚kvensköp‘ en í þessum örnefnum er merkingin ‚(kletta)gjögur‘ (Ásgeir Blöndal Magnússon, 214).

Þórður Tómasson í Skógum kallar Gunnufuð og Mangafuð bergskoru (Þórsmörk, 61).

Á vef Útisvistar er að finna leiðarlýsingu inn á Goðaland. Þar segir:
Hvannárgil skiptist innar í Norðurgil og Suðurgil og nær Norðurgilið inn að Heljarkambi sunnan við Morinsheiði. Fremst í gilinu vestanmegin er stór lóðrétt hellissprunga í hamravegg Stakkholts. Þessi sprunga er ýmist nefnd Gunnufuð eða Mangafuð. Fyrra nafnið er þannig tilkomið að einhvern tíma bjuggu hjón að Efstakoti undir Eyjafjöllum. Hét konan Guðrún en ekki er getið um nafn bóndans. Eitt sumar í sláttubyrjun hurfu hjónakornin frá bæ sínum og vissi enginn hvað um þau varð. Ekki skildu þau við bæ sinn tómhent því nokkuð höfðu þau haft með sér af búsgögnum. Af þessu héldu menn helst að þau hefðu lagst út og var þeirra því leitað til afrétta. Þegar leitarmenn komu á Stakkholt sáu þeir reyk leggja upp úr Hvannárgljúfri. Hjúin voru þá í hellissprungu þessari og höfðu stolið fráfærulambi og voru langt komin með að sjóða það. Voru þau fönguð og flutt til byggða. Í Gunnufuði réttaði Magnús goði, er svo var nefndur, síðar fé sitt. Var nafni þess þá breytt og það kallað Mangafuð.

Hvannárgil í Þórsmörk.

Heimildir og mynd:

...