Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru stafirnir á lyklaborðinu settir upp eins og þeir eru?

Vignir Már Lýðsson

Fjölmargir hafa velt röðun stafanna á lyklaborðinu fyrir sér og leitað svara hjá Vísindavefnum. Aðrir spyrjendur voru:

Árni Geir Ómarsson, Birgir Guðmundsson, Birgir Gylfason, Einar Þorvarðarson, Andri Valur Ívarsson, Sverrir Björnsson, Gústi Linn, Ingibjörg Sölvadóttir,Oddur Sigurðsson, og Sigurbjörg Guðmundsdóttir.

Lyklaborðið eins og við þekkjum það í dag kallast QWERTY-lyklaborð eftir fyrstu sex stöfunum í efstu línu bókstafanna. Það hefur þó ekki alltaf litið svona út. Upphaflega var stöfunum á gömlu ritvélunum raðað í stafrófsröð. Því fylgdi ákveðinn galli.

Á ritvélum eru takkarnir með bókstöfunum tengdir við járnpinna sem stimplar viðkomandi staf á pappírinn. Þegar menn þjálfuðust á ritvélarnar og náðu að slá hratt á takkana tóku járnpinnarnir að flækjast saman. Þetta varð til þess að lyklaborðin voru endurhönnuð svo hægt væri að koma í veg fyrir þetta. Ef við skoðum miðlínuna í lyklaborðum í dag má þó enn sjá leifar af gömlu stafrófsröðuninni (ASDFGHJKL).

Fyrir tíma QWERTY-lyklaborðsins áttu stimplar í ritvélum það til að flækjast saman.

Árið 1867 fékk Bandaríkjamaðurinn Christopher Sholes (1819-1890) einkaleyfi á þeirri gerð lyklaborða sem mest er notuð í dag. Sholes raðaði stöfunum þannig upp að þeir stafir sem notaðir eru hvað oftast saman í enskum orðum, til dæmis T og H, áttu litla möguleika á að trufla hvor annan þegar skrifað var á ritvélina. Sholes reyndi einnig að hafa þessa stafi hvorn á sínum helmingi lyklaborðsins. Þannig gat önnur höndin þrýst á ákveðinn staf á meðan hin kom sér fyrir á þeim næsta. Þrátt fyrir þetta er hægt að rita mörg þúsund orð í ensku á vinstri helming lyklaborðsins eingöngu, en aðeins nokkur hundruð á þann hægri. Örvhentir hafa því ákveðið forskot í þessu.

Eftir að rafræn lyklaborð leystu gömlu ritvélarnar af hólmi þurfti ekki lengur að hafa áhyggjur af því að járnpinnarnir flæktust saman. Árið 1936 fengu bandarísku stjúpbræðurnir Dr. August Dvorak og William Dealey einkaleyfi á hinu svo kallaða "einfaldaða Dvorak-lyklaborði". Mikil vinna hafði verið lögð í að rannsaka tíðni stafa í enskum orðum og út frá því var stöfum í lyklaborðinu raðað. Í miðröðinni, þar sem fingur hvíla, var til dæmis algengustu stöfunum komið fyrir. Nú var einnig hægt að skrifa mun færri orð aðeins með annarri hendinni. Þetta átti að auka bæði hraða og þægindi en það er þó umdeilt hvort sú hafi verið raunin.

Rannsóknir hafa sýnt að meiri hraða má ná á Dvorak-lyklaborði (efri) en á QWERTY-borði (neðri).

Fjöldi manna notar í dag Dvorak-lyklaborð en QWERTY-lyklaborðið hefur þó enn ráðandi markaðsstöðu. Stóru stýrikerfin Windows og MacOS bjóða upp á Dvorak-stuðning fyrir þá sem það kjósa. Þeir sem eru vanir QWERTY-lyklaborðum og ætla að skipta yfir í Dvorak þurfa að ganga í gegnum mjög erfið umskipti ef taugar og vöðvar í fingrunum hafa lagast að QWERTY. Ýmsir flýtilyklar, svo sem Crtl+C fyrir "afrita" (e. copy) og Crtl+V fyrir "líma" (e. paste) færast líka til og kunna þannig að verða þyngri í vöfum. MacOS býður þess vegna upp á þann möguleika að lyklaborðið breytist tímabundið í QWERTY-borð þegar þrýst er á Ctrl á Dvorak-borði.

Í ýmsum tungumálum eru sérstafir líkt og í íslensku en þeim þarf að koma sérstaklega fyrir á lyklaborðinu. Sumar þjóðir hafa einnig víxlað nokkrum latneskum stöfum á lyklaborðum sínum. Á þýskum lyklaborðum hefur Y og Z verið víxlað þar sem Z er mun algengari í þýsku heldur en Y, öfugt við ensku. Í ítölsku hefur Z og W verið víxlað og M fært upp við hliðina á L. Í litháísku hefur sérstöfunum Ą og ? verið komið fyrir lengst til vinstri í efstu röð og stafirnir Q og W verið færðir til. Fleiri gerðir af lyklaborðum fyrir tungumál sem nota ekki latneska stafrófið má finna á þessari slóð.

Frekara lesefni um lyklaborð á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

17.8.2007

Síðast uppfært

18.6.2018

Spyrjandi

Ragnar Stefán

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson. „Af hverju eru stafirnir á lyklaborðinu settir upp eins og þeir eru?“ Vísindavefurinn, 17. ágúst 2007, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6764.

Vignir Már Lýðsson. (2007, 17. ágúst). Af hverju eru stafirnir á lyklaborðinu settir upp eins og þeir eru? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6764

Vignir Már Lýðsson. „Af hverju eru stafirnir á lyklaborðinu settir upp eins og þeir eru?“ Vísindavefurinn. 17. ágú. 2007. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6764>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru stafirnir á lyklaborðinu settir upp eins og þeir eru?
Fjölmargir hafa velt röðun stafanna á lyklaborðinu fyrir sér og leitað svara hjá Vísindavefnum. Aðrir spyrjendur voru:

Árni Geir Ómarsson, Birgir Guðmundsson, Birgir Gylfason, Einar Þorvarðarson, Andri Valur Ívarsson, Sverrir Björnsson, Gústi Linn, Ingibjörg Sölvadóttir,Oddur Sigurðsson, og Sigurbjörg Guðmundsdóttir.

Lyklaborðið eins og við þekkjum það í dag kallast QWERTY-lyklaborð eftir fyrstu sex stöfunum í efstu línu bókstafanna. Það hefur þó ekki alltaf litið svona út. Upphaflega var stöfunum á gömlu ritvélunum raðað í stafrófsröð. Því fylgdi ákveðinn galli.

Á ritvélum eru takkarnir með bókstöfunum tengdir við járnpinna sem stimplar viðkomandi staf á pappírinn. Þegar menn þjálfuðust á ritvélarnar og náðu að slá hratt á takkana tóku járnpinnarnir að flækjast saman. Þetta varð til þess að lyklaborðin voru endurhönnuð svo hægt væri að koma í veg fyrir þetta. Ef við skoðum miðlínuna í lyklaborðum í dag má þó enn sjá leifar af gömlu stafrófsröðuninni (ASDFGHJKL).

Fyrir tíma QWERTY-lyklaborðsins áttu stimplar í ritvélum það til að flækjast saman.

Árið 1867 fékk Bandaríkjamaðurinn Christopher Sholes (1819-1890) einkaleyfi á þeirri gerð lyklaborða sem mest er notuð í dag. Sholes raðaði stöfunum þannig upp að þeir stafir sem notaðir eru hvað oftast saman í enskum orðum, til dæmis T og H, áttu litla möguleika á að trufla hvor annan þegar skrifað var á ritvélina. Sholes reyndi einnig að hafa þessa stafi hvorn á sínum helmingi lyklaborðsins. Þannig gat önnur höndin þrýst á ákveðinn staf á meðan hin kom sér fyrir á þeim næsta. Þrátt fyrir þetta er hægt að rita mörg þúsund orð í ensku á vinstri helming lyklaborðsins eingöngu, en aðeins nokkur hundruð á þann hægri. Örvhentir hafa því ákveðið forskot í þessu.

Eftir að rafræn lyklaborð leystu gömlu ritvélarnar af hólmi þurfti ekki lengur að hafa áhyggjur af því að járnpinnarnir flæktust saman. Árið 1936 fengu bandarísku stjúpbræðurnir Dr. August Dvorak og William Dealey einkaleyfi á hinu svo kallaða "einfaldaða Dvorak-lyklaborði". Mikil vinna hafði verið lögð í að rannsaka tíðni stafa í enskum orðum og út frá því var stöfum í lyklaborðinu raðað. Í miðröðinni, þar sem fingur hvíla, var til dæmis algengustu stöfunum komið fyrir. Nú var einnig hægt að skrifa mun færri orð aðeins með annarri hendinni. Þetta átti að auka bæði hraða og þægindi en það er þó umdeilt hvort sú hafi verið raunin.

Rannsóknir hafa sýnt að meiri hraða má ná á Dvorak-lyklaborði (efri) en á QWERTY-borði (neðri).

Fjöldi manna notar í dag Dvorak-lyklaborð en QWERTY-lyklaborðið hefur þó enn ráðandi markaðsstöðu. Stóru stýrikerfin Windows og MacOS bjóða upp á Dvorak-stuðning fyrir þá sem það kjósa. Þeir sem eru vanir QWERTY-lyklaborðum og ætla að skipta yfir í Dvorak þurfa að ganga í gegnum mjög erfið umskipti ef taugar og vöðvar í fingrunum hafa lagast að QWERTY. Ýmsir flýtilyklar, svo sem Crtl+C fyrir "afrita" (e. copy) og Crtl+V fyrir "líma" (e. paste) færast líka til og kunna þannig að verða þyngri í vöfum. MacOS býður þess vegna upp á þann möguleika að lyklaborðið breytist tímabundið í QWERTY-borð þegar þrýst er á Ctrl á Dvorak-borði.

Í ýmsum tungumálum eru sérstafir líkt og í íslensku en þeim þarf að koma sérstaklega fyrir á lyklaborðinu. Sumar þjóðir hafa einnig víxlað nokkrum latneskum stöfum á lyklaborðum sínum. Á þýskum lyklaborðum hefur Y og Z verið víxlað þar sem Z er mun algengari í þýsku heldur en Y, öfugt við ensku. Í ítölsku hefur Z og W verið víxlað og M fært upp við hliðina á L. Í litháísku hefur sérstöfunum Ą og ? verið komið fyrir lengst til vinstri í efstu röð og stafirnir Q og W verið færðir til. Fleiri gerðir af lyklaborðum fyrir tungumál sem nota ekki latneska stafrófið má finna á þessari slóð.

Frekara lesefni um lyklaborð á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir: