Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:01 • sest 18:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:43 • Síðdegis: 22:11 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 16:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er lengsta þekkta orð í heimi og úr hvaða tungumáli er það?

HMH

Svar úr Heimsmetabók Guinness (ritstj. Örnólfur Thorlacius, útg. Örn og Örlygur 1985):

Lengsta orð, sem vitað er um í samanlögðum bókmenntum heimsins, er í gríska leikritinu Þingkonunum eftir Aristófanes (448-380 fyrir Krist), í frumtextanum 170 stafir. Orðið merkir mat sem er samsettur úr 17 hlutum, súrum og sætum, meðal annars hunangi og ediki, gúrkum, merg og heila, og loks bragðbættur með ouzo, grísku anís-brennivíni. Í íslenskri umritun eru 180 stafir í orðinu:

lopadotemakkoselakkogaleokranioleipsanodrimhypototrimmato- silfioparaomeelitokatakekkymenokikklepikossyfofattoperisstera- lektryonoptekefalliokigklopeleiolagoiosiraiobafetraganopterygon.

Þó að þetta orð sé lengsta þekkta orð heimsbókmenntanna skal haft í huga að tungumálið gefur kost á myndun nýrra samsettra orða eftir þörfum og löngunum og í raun réttri ekki önnur takmörk fyrir lengd orðs en þau sem notagildi setur.

Þannig hefur orðið

Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrs-lyklakippuhringur (57 stafir) verið tekið til dæmis um mögulega lengsta orð á íslensku. En þetta orð má auðveldlega lengja svo: Vaðlaheiðar ... lyklakippuleðurbuddusaumur. Og á fleiri vegu. Örðugt er þó að sjá notagildi slíkrar langloku og verður hún sjálfsagt ekki til annars nýt en sem dæmi um afar langt orð.

Sjá einnig svar Guðrúnar Kvaran við spurningunni

Er "vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur" lengsta orð í heimi?

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.7.2000

Spyrjandi

Halldór Þormar

Efnisorð

Tilvísun

HMH. „Hvert er lengsta þekkta orð í heimi og úr hvaða tungumáli er það?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2000, sótt 9. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=677.

HMH. (2000, 20. júlí). Hvert er lengsta þekkta orð í heimi og úr hvaða tungumáli er það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=677

HMH. „Hvert er lengsta þekkta orð í heimi og úr hvaða tungumáli er það?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2000. Vefsíða. 9. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=677>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er lengsta þekkta orð í heimi og úr hvaða tungumáli er það?
Svar úr Heimsmetabók Guinness (ritstj. Örnólfur Thorlacius, útg. Örn og Örlygur 1985):

Lengsta orð, sem vitað er um í samanlögðum bókmenntum heimsins, er í gríska leikritinu Þingkonunum eftir Aristófanes (448-380 fyrir Krist), í frumtextanum 170 stafir. Orðið merkir mat sem er samsettur úr 17 hlutum, súrum og sætum, meðal annars hunangi og ediki, gúrkum, merg og heila, og loks bragðbættur með ouzo, grísku anís-brennivíni. Í íslenskri umritun eru 180 stafir í orðinu:

lopadotemakkoselakkogaleokranioleipsanodrimhypototrimmato- silfioparaomeelitokatakekkymenokikklepikossyfofattoperisstera- lektryonoptekefalliokigklopeleiolagoiosiraiobafetraganopterygon.

Þó að þetta orð sé lengsta þekkta orð heimsbókmenntanna skal haft í huga að tungumálið gefur kost á myndun nýrra samsettra orða eftir þörfum og löngunum og í raun réttri ekki önnur takmörk fyrir lengd orðs en þau sem notagildi setur.

Þannig hefur orðið

Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrs-lyklakippuhringur (57 stafir) verið tekið til dæmis um mögulega lengsta orð á íslensku. En þetta orð má auðveldlega lengja svo: Vaðlaheiðar ... lyklakippuleðurbuddusaumur. Og á fleiri vegu. Örðugt er þó að sjá notagildi slíkrar langloku og verður hún sjálfsagt ekki til annars nýt en sem dæmi um afar langt orð.

Sjá einnig svar Guðrúnar Kvaran við spurningunni

Er "vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur" lengsta orð í heimi?...