Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er forskeytið -ó notað þegar sagt er „hún á skammt eftir ólifað“?

Guðrún Kvaran

Spurningarnar í fullri lengd hljóðuðu svona:

Af hverju segir maður „ólifað“, til dæmis hún á skammt eftir ólifað? Af hverju er þetta neikvæða forskeyti sett fyrir framan? Ólifað bendir frekar til þess að einstaklingur sé látinn en til þess tíma sem hann á eftir á lífi. Af hverju er alltaf sagt „ólifað“, t.d. þegar einhver greinist með ólæknandi sjúkdóm, en ekki eftir að lifa í x langan tíma?

Forskeytinu -ó- er oft skeytt framan við nafnorð, lýsingarorð og sagnir til að gefa þeim neitandi eða neikvæða merkingu og mynda þar með andheiti þess orðs sem -ó- er skeytt framan við. Dæmi um slíkt er gagn – ógagn, ráð – óráð. Forskeyti getur einnig gefið neikvæðu orði jákvæða merkingu eins og latur – ólatur. Í enn öðrum tilvikum breyta forskeyttu orðin lítið um merkingu, til dæmis hljóð – óhljóð, læti – ólæti. Forskeytið í lýsingarorðinu ólifaður hegðar sér á annan hátt. Orðið er fyrst og fremst notað í sambandinu að eiga skammt eftir ólifað. Þannig hefur það þó ekki alltaf verið. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er úr Biskupasögum frá 1688 og er þannig:

þar hann Nu karlægur og siönlaus Vill [ [...]] olifadann æfennar part J fride og kalalausu vid Gud og Menn frammleida.

Þarna er greinilega átt við þann part æfinnar sem enn hefur ekki verið lifaður. Næstu dæmi í tímaröð sýna hið sama:

a) Hafa miked ójetid, enn litid ólifad. b) Hver veit, hvad margar edur faaar Stunder vier høfum epter Olifad. c) dvaldist þar þá stund, er hann átti ólifaða.

Svo virðist sem forskeytið -ó- sé merkingarlaust eða merkingarlítið ef neitun fer á undan.

Af dæmum að ráða virðist tvöföld neitun koma fram á 19. öld. Elst dæmi í söfnum Orðabókarinnar er frá Jóni Thoroddsen:

ég veit, að ég á nú ekki langt eftir ólifað.

En Jón skrifaði einnig:

guð veit, hvað ég á nú eftir ólifað.

Svo virðist sem forskeytið -ó- sé merkingarlaust eða merkingarlítið ef neitun fer á undan. Engin dæmi fann ég við nokkra leit að sambandinu að eiga skammt (ekki langt) eftir lifað.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.9.2014

Spyrjandi

Anna Runólfsdóttir, Eva Hrund Guðmarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er forskeytið -ó notað þegar sagt er „hún á skammt eftir ólifað“?“ Vísindavefurinn, 2. september 2014. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=67700.

Guðrún Kvaran. (2014, 2. september). Af hverju er forskeytið -ó notað þegar sagt er „hún á skammt eftir ólifað“? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67700

Guðrún Kvaran. „Af hverju er forskeytið -ó notað þegar sagt er „hún á skammt eftir ólifað“?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2014. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67700>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er forskeytið -ó notað þegar sagt er „hún á skammt eftir ólifað“?
Spurningarnar í fullri lengd hljóðuðu svona:

Af hverju segir maður „ólifað“, til dæmis hún á skammt eftir ólifað? Af hverju er þetta neikvæða forskeyti sett fyrir framan? Ólifað bendir frekar til þess að einstaklingur sé látinn en til þess tíma sem hann á eftir á lífi. Af hverju er alltaf sagt „ólifað“, t.d. þegar einhver greinist með ólæknandi sjúkdóm, en ekki eftir að lifa í x langan tíma?

Forskeytinu -ó- er oft skeytt framan við nafnorð, lýsingarorð og sagnir til að gefa þeim neitandi eða neikvæða merkingu og mynda þar með andheiti þess orðs sem -ó- er skeytt framan við. Dæmi um slíkt er gagn – ógagn, ráð – óráð. Forskeyti getur einnig gefið neikvæðu orði jákvæða merkingu eins og latur – ólatur. Í enn öðrum tilvikum breyta forskeyttu orðin lítið um merkingu, til dæmis hljóð – óhljóð, læti – ólæti. Forskeytið í lýsingarorðinu ólifaður hegðar sér á annan hátt. Orðið er fyrst og fremst notað í sambandinu að eiga skammt eftir ólifað. Þannig hefur það þó ekki alltaf verið. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er úr Biskupasögum frá 1688 og er þannig:

þar hann Nu karlægur og siönlaus Vill [ [...]] olifadann æfennar part J fride og kalalausu vid Gud og Menn frammleida.

Þarna er greinilega átt við þann part æfinnar sem enn hefur ekki verið lifaður. Næstu dæmi í tímaröð sýna hið sama:

a) Hafa miked ójetid, enn litid ólifad. b) Hver veit, hvad margar edur faaar Stunder vier høfum epter Olifad. c) dvaldist þar þá stund, er hann átti ólifaða.

Svo virðist sem forskeytið -ó- sé merkingarlaust eða merkingarlítið ef neitun fer á undan.

Af dæmum að ráða virðist tvöföld neitun koma fram á 19. öld. Elst dæmi í söfnum Orðabókarinnar er frá Jóni Thoroddsen:

ég veit, að ég á nú ekki langt eftir ólifað.

En Jón skrifaði einnig:

guð veit, hvað ég á nú eftir ólifað.

Svo virðist sem forskeytið -ó- sé merkingarlaust eða merkingarlítið ef neitun fer á undan. Engin dæmi fann ég við nokkra leit að sambandinu að eiga skammt (ekki langt) eftir lifað.

Mynd:

...