Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hver er uppruni orðsins skæðadrífa?

SIV

Elstu þekktu dæmi um orðið skæðadrífu sem merkir "mikil og þétt snjódrífa (í logni)" eru frá 18. öld. Forliðurinn gæti verið kominn af lýsingarorðinu skæður (ákafur) og merkingin þá áköf snjókoma. Líklegra er þó að forliðurinn sé sama orð og skæði sem getur merkt stórar snjóflyksur og líkingin þá dregin af tilsniðnum skóm. Skæði merkir einmitt skinnskór og það skinn sem notað er í skó. Hér má einnig benda á orðið skæðagrös sem merkir stórgerð fjallagrös. Að lokum má nefna að hægt er að hugsa sér að skæði í merkingunni snjóflyksur sé tilbrigði við skæðadrífa og skæðadrífa þá eldra orð. Þessi skýring þykir þó mun ósennilegri.

Heimild: Ásgeir Blöndal Magnússon, 1989. Íslensk orðsifjabók. Blaðsíður 881-882.

Höfundur

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Útgáfudagur

20.7.2000

Spyrjandi

Auðunn Valsson

Efnisorð

Tilvísun

SIV. „Hver er uppruni orðsins skæðadrífa?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=678.

SIV. (2000, 20. júlí). Hver er uppruni orðsins skæðadrífa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=678

SIV. „Hver er uppruni orðsins skæðadrífa?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=678>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins skæðadrífa?
Elstu þekktu dæmi um orðið skæðadrífu sem merkir "mikil og þétt snjódrífa (í logni)" eru frá 18. öld. Forliðurinn gæti verið kominn af lýsingarorðinu skæður (ákafur) og merkingin þá áköf snjókoma. Líklegra er þó að forliðurinn sé sama orð og skæði sem getur merkt stórar snjóflyksur og líkingin þá dregin af tilsniðnum skóm. Skæði merkir einmitt skinnskór og það skinn sem notað er í skó. Hér má einnig benda á orðið skæðagrös sem merkir stórgerð fjallagrös. Að lokum má nefna að hægt er að hugsa sér að skæði í merkingunni snjóflyksur sé tilbrigði við skæðadrífa og skæðadrífa þá eldra orð. Þessi skýring þykir þó mun ósennilegri.

Heimild: Ásgeir Blöndal Magnússon, 1989. Íslensk orðsifjabók. Blaðsíður 881-882.

...