Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Jón lærði Guðmundsson?

Einar G. Pétursson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Fyllsta greinargerð um ævi og ritstörf Jóns Guðmundssonar lærða er í inngangi að ritinu Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, sem út kom 1998 og er eftir sama höfund og þetta svar. Hér verður ekki vitnað sérstaklega í þessa bók. Aftur á móti eru tilvitnanir þegar orðrétt er vitnað í rit annarra.

Jón sagðist sjálfur hafa verið fæddur 1574 í Ófeigsfirði við Strandir. Á seinustu árum sínum á Austurlandi, um eða upp úr 1640, setti hann saman ritið: „Um ættir og slekti“. Það var gefið út af Hannesi Þorsteinssyni 1902 í III. bindi af Safni til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta. Tilgang höfundar taldi útgefandi vera „að fræða kunnmenn sína þar eystra um ætterni sitt göfugt í öðrum landsfjórðungum, til að sýna, að hann væri ekki af lítilmennum og aukvisum einum kominn.“1 Í því riti segir Jón svo um móðurföður sinn og setur upp svohljóðandi ættartölu:
Séra Indriði Ámundason var ektamaður Guðlaugar, minn móðurfaðir. Jeg var fimm vetra þegar Guðlaug amma mín deyði, en níu vetra þá sr Indriði sofnaði; slíkir eru nú færri. Eg bar honum oft vatn þau þrjú hans síðustu ár.

Ættartala

Kristín SigurðardóttirIngibjörg Sigurðardóttir
Magnús ÞorkelssonJón b(óndi) Þorbjarnarson
Jón MagnússonGuðlaug dóttir hans
Magnús og þeir bræðurSæunn hennar dóttir
Ari og bræður hans.Ég Jón hennar son.
Jón sagði að ættin hefði verið kölluð „Svalbarðsætt“. Magnús og þeir bræður fjórir eru kunnir mörgum enn, en þeir voru Páll Jónsson á Staðarhóli (Staðarhóls-Páll), Jón Jónsson lögmaður, Sigurður Jónsson á Reynistað og loks Magnús Jónsson prúði (d. 1591), sem fluttist á Vestfirði og bjó síðast á Bæ á Rauðasandi, faðir Ara í Ögri.


Ófeigsfjörður á Ströndum þar sem Jón lærði fæddist.

Faðir Jóns lærða hét Guðmundur Hákonarson og hafði í höndum Reisubók Björns Einarssonar Jórsalafara, (d. 1415), þegar Jón var barn, en sú bók er löngu glötuð.

Föðurfaðir Guðlaugar, konu séra Indriða, var Þorbjörn Jónsson. Stefán Karlsson handritafræðingur færði rök til þess, að hann hefði skrifað mörg bréf um aldamótin 1500 og nokkur handrit, meðal annars lækningabók.2

Föðurbróðir Jóns lærða var Jón Hákonarson og sagðist Jón lærði hafa verið samtíða afa sínum, Hákoni, hjá Jóni föðurbróður sínum á Ósi í Steingrímsfirði. Giskað hefur verið á, að þessi Jón Hákonarson hafi verið sami maður og nefndur er í rímnahandriti sem kennt er við Krossnes í Trékyllisvíkurhreppi og kallað Krossnessbók. Tilvist bókarinnar sýnir bókiðnir í nágrenni Jóns lærða og líklegast meðal náinna ættingja.

Jón lærði var oft kenndur við málverk sitt eða tannsmíði, en ekkert er lengur varðveitt af smíðisgripum hans svo kunnugt sé. Aftur á móti er nokkuð varðveitt af handritum með hendi hans. Elst er skinnhandrit að sögu Guðmundar biskups góða frá árinu 1592. Þetta er A-gerð sögunnar, en texti var aukinn með „jarteinaefni“ úr D-gerð. Stefán Karlsson fjallaði um þetta handrit og önnur með hendi Jóns í 1. bindi af útgáfu sinni á Guðmundar sögum biskups 1983. Mjög athyglisvert er að Jón skyldi skrifa Guðmundar sögu, því að frá þessum tíma er annars lítið til af uppskriftum miðaldabókmennta. Einnig var hér um að ræða trúarlegt rit, sem hefur jafnvel verið talið spilla réttri trú.

Fleira skrifaði Jón um líkt leyti, því að 1597 skrifaði hann handritið Lbs. 1235, 8vo. Titillinn er Euangelia, Pistlar og Collectur og er uppskrift af prentaðri handbók presta 1581. Handritið er snilldarvel skrifað, upphafsstafir eru ferhyrndir með alls konar skrauti innan í og sumir meira að segja í litum. Myndir af stöfum úr þessu handriti hafa víða birst.3 Fleira skrifaði Jón á sínum yngri árum, og víst má telja að meiri hlutinn af því sem kom úr hans penna sé glatað.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Neðanmálsgreinar:

1 Jón Guðmundsson lærði. „Um ættir og slekti.“ Með formála og athugasemdum eptir Hannes Þorsteinsson. (Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta. III. 5.) Kbh. 1902. 702.

2 Stefán Karlsson. „Íslensk bókagerð á miðöldum.“ Íslenska söguþingið 28.-31. maí 1997. Ráðstefnurit. I. Rv. 1998. s. 291-292. Sama ritgerð var endurprentuð: Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson, gefnar út í tilefni af sjötugsafmæli hans. Rv. 2000. s. 236-237.

Lækningabókin hefur verið prentuð sérstaklega: Den islandske lægebog, Codex Arnamagnæanus 434 a, 12 mo. Udgivet af Kr. Kålund. Kbh. 1907. (D. Kgl. Danske Vidensk. Selsk. Skr., 6. Række, historisk og filosofisk Afd. VI. 4.)

3 Páll Eggert Ólason. Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi. IV. Rv. 1926. 323. Björn K. Þórólfsson. „Nokkur orð um íslenzkt skrifletur.“ Landsbókasafn Íslands. Árbók. 5-6 (1948-1949). 130. Landsbókasafnið endurútgaf þessa ritgerð Björns Karels sérstaklega á árinu 2004, og eru þar myndir úr handritinu í lit. Hér að auki má nefna að mynd úr handritinu er á kynningarblaði Handritadeildar Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.

Höfundur

rannsóknarprófessor á Árnastofnun

Útgáfudagur

29.8.2007

Spyrjandi

Sigurjón Guðbergsson

Tilvísun

Einar G. Pétursson. „Hver var Jón lærði Guðmundsson?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2007, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6780.

Einar G. Pétursson. (2007, 29. ágúst). Hver var Jón lærði Guðmundsson? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6780

Einar G. Pétursson. „Hver var Jón lærði Guðmundsson?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2007. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6780>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Jón lærði Guðmundsson?
Fyllsta greinargerð um ævi og ritstörf Jóns Guðmundssonar lærða er í inngangi að ritinu Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, sem út kom 1998 og er eftir sama höfund og þetta svar. Hér verður ekki vitnað sérstaklega í þessa bók. Aftur á móti eru tilvitnanir þegar orðrétt er vitnað í rit annarra.

Jón sagðist sjálfur hafa verið fæddur 1574 í Ófeigsfirði við Strandir. Á seinustu árum sínum á Austurlandi, um eða upp úr 1640, setti hann saman ritið: „Um ættir og slekti“. Það var gefið út af Hannesi Þorsteinssyni 1902 í III. bindi af Safni til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta. Tilgang höfundar taldi útgefandi vera „að fræða kunnmenn sína þar eystra um ætterni sitt göfugt í öðrum landsfjórðungum, til að sýna, að hann væri ekki af lítilmennum og aukvisum einum kominn.“1 Í því riti segir Jón svo um móðurföður sinn og setur upp svohljóðandi ættartölu:
Séra Indriði Ámundason var ektamaður Guðlaugar, minn móðurfaðir. Jeg var fimm vetra þegar Guðlaug amma mín deyði, en níu vetra þá sr Indriði sofnaði; slíkir eru nú færri. Eg bar honum oft vatn þau þrjú hans síðustu ár.

Ættartala

Kristín SigurðardóttirIngibjörg Sigurðardóttir
Magnús ÞorkelssonJón b(óndi) Þorbjarnarson
Jón MagnússonGuðlaug dóttir hans
Magnús og þeir bræðurSæunn hennar dóttir
Ari og bræður hans.Ég Jón hennar son.
Jón sagði að ættin hefði verið kölluð „Svalbarðsætt“. Magnús og þeir bræður fjórir eru kunnir mörgum enn, en þeir voru Páll Jónsson á Staðarhóli (Staðarhóls-Páll), Jón Jónsson lögmaður, Sigurður Jónsson á Reynistað og loks Magnús Jónsson prúði (d. 1591), sem fluttist á Vestfirði og bjó síðast á Bæ á Rauðasandi, faðir Ara í Ögri.


Ófeigsfjörður á Ströndum þar sem Jón lærði fæddist.

Faðir Jóns lærða hét Guðmundur Hákonarson og hafði í höndum Reisubók Björns Einarssonar Jórsalafara, (d. 1415), þegar Jón var barn, en sú bók er löngu glötuð.

Föðurfaðir Guðlaugar, konu séra Indriða, var Þorbjörn Jónsson. Stefán Karlsson handritafræðingur færði rök til þess, að hann hefði skrifað mörg bréf um aldamótin 1500 og nokkur handrit, meðal annars lækningabók.2

Föðurbróðir Jóns lærða var Jón Hákonarson og sagðist Jón lærði hafa verið samtíða afa sínum, Hákoni, hjá Jóni föðurbróður sínum á Ósi í Steingrímsfirði. Giskað hefur verið á, að þessi Jón Hákonarson hafi verið sami maður og nefndur er í rímnahandriti sem kennt er við Krossnes í Trékyllisvíkurhreppi og kallað Krossnessbók. Tilvist bókarinnar sýnir bókiðnir í nágrenni Jóns lærða og líklegast meðal náinna ættingja.

Jón lærði var oft kenndur við málverk sitt eða tannsmíði, en ekkert er lengur varðveitt af smíðisgripum hans svo kunnugt sé. Aftur á móti er nokkuð varðveitt af handritum með hendi hans. Elst er skinnhandrit að sögu Guðmundar biskups góða frá árinu 1592. Þetta er A-gerð sögunnar, en texti var aukinn með „jarteinaefni“ úr D-gerð. Stefán Karlsson fjallaði um þetta handrit og önnur með hendi Jóns í 1. bindi af útgáfu sinni á Guðmundar sögum biskups 1983. Mjög athyglisvert er að Jón skyldi skrifa Guðmundar sögu, því að frá þessum tíma er annars lítið til af uppskriftum miðaldabókmennta. Einnig var hér um að ræða trúarlegt rit, sem hefur jafnvel verið talið spilla réttri trú.

Fleira skrifaði Jón um líkt leyti, því að 1597 skrifaði hann handritið Lbs. 1235, 8vo. Titillinn er Euangelia, Pistlar og Collectur og er uppskrift af prentaðri handbók presta 1581. Handritið er snilldarvel skrifað, upphafsstafir eru ferhyrndir með alls konar skrauti innan í og sumir meira að segja í litum. Myndir af stöfum úr þessu handriti hafa víða birst.3 Fleira skrifaði Jón á sínum yngri árum, og víst má telja að meiri hlutinn af því sem kom úr hans penna sé glatað.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Neðanmálsgreinar:

1 Jón Guðmundsson lærði. „Um ættir og slekti.“ Með formála og athugasemdum eptir Hannes Þorsteinsson. (Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmenta. III. 5.) Kbh. 1902. 702.

2 Stefán Karlsson. „Íslensk bókagerð á miðöldum.“ Íslenska söguþingið 28.-31. maí 1997. Ráðstefnurit. I. Rv. 1998. s. 291-292. Sama ritgerð var endurprentuð: Stafkrókar. Ritgerðir eftir Stefán Karlsson, gefnar út í tilefni af sjötugsafmæli hans. Rv. 2000. s. 236-237.

Lækningabókin hefur verið prentuð sérstaklega: Den islandske lægebog, Codex Arnamagnæanus 434 a, 12 mo. Udgivet af Kr. Kålund. Kbh. 1907. (D. Kgl. Danske Vidensk. Selsk. Skr., 6. Række, historisk og filosofisk Afd. VI. 4.)

3 Páll Eggert Ólason. Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi. IV. Rv. 1926. 323. Björn K. Þórólfsson. „Nokkur orð um íslenzkt skrifletur.“ Landsbókasafn Íslands. Árbók. 5-6 (1948-1949). 130. Landsbókasafnið endurútgaf þessa ritgerð Björns Karels sérstaklega á árinu 2004, og eru þar myndir úr handritinu í lit. Hér að auki má nefna að mynd úr handritinu er á kynningarblaði Handritadeildar Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns....