Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var Pétur Pan til eða er þetta bara saga?

Stella Soffía Jóhannesdóttir

Margir þekkja söguna af töfradrengnum síunga Pétri Pan og er hún löngu orðin sígild bæði meðal barna og fullorðinna. Sögupersónan Pétur Pan birtist fyrst í bókinni The Little White Bird (1902) eftir skoska rithöfundinn James Matthew Barrie (1860-1937). Seinna var sá hluti sögunnar sem Pétur Pan kemur fram gerður að leikriti sem sett var upp í London árið 1904 undir nafninu Peter Pan, the Boy Who Wouldn’t Grow Up.

Nokkrum árum síðar endurskrifaði höfundurinn verkið og gaf það út sem barnabók. Síðan hefur sagan af Pétri Pan komið út í ótal útgáfum, endursögðum og einfölduðum, leikgerðum, söngleikjum, teiknimyndum og bíómyndum. Sá Pétur Pan sem flestir sjá fyrir sér er líklega í þeirri útgáfu sem Disney-fyrirtækið dró upp af honum. Þar er hann þó talsvert ólíkur þeim Pétri Pan sem lesendur kynnast í upphaflegri útgáfu höfundarins, en sá er mikill óknyttadrengur, fór frá foreldrum sínum sem smábarn, hlær að óförum annarra.

Þessi stytta af Pétri Pan var afhjúpuð í Kensington-garðinum í London árið 1912.

Pétur Pan býr í Hvergilandi (e. Neverland) þar sem tíminn líður ekki og því heldur hann eilífri æsku sinni. Pétur Pan fer fyrir hópi stráka sem kalla sig Týndu drengina (e. The Lost Boys) og þeir eiga engan að nema hann. Pétur Pan getur heimsótt mannheima að vild og ferðast þá venjulega í samfloti með litlum álfi sem heitir Skellibjalla (e. Tinkerbell).

Sagan af því þegar Pétur Pan kynnist Vöndu og bræðrum hennar hefst einmitt á einni slíkri ferð til mannheima. Pétur Pan lendir í vandræðum með skuggann sinn sem sífellt reynir að komast undan eigandanum og laumar sér inn um gluggann til Vöndu og bræðranna. Börnin vakna og eftir stutta kynningu verður úr að börnin fara með Pétri Pan til Hvergilands. Vanda tekur strákagengið í sína umsjá, hún segir þeim sögur og sinnir þeim eins og hún væri móðir þeirra. Börnin lenda í ýmsum ævintýrum, hitta indíána og hafmeyjur, og lenda í baráttu við illskeytta sjóræningja sem lúta stjórn Króks kafteins, erkióvinar Péturs Pan. Í lok sögunnar snúa Vanda og bræður hennar aftur heim til Lundúna ásamt Týndu strákunum, enda verða þau að halda áfram lífi sínu þar og fullorðnast. Pétur Pan verður hins vegar eftir í Hvergilandi.

J. M. Barrie.

Höfundi sögunnar um Pétur Pan, J. M. Barrie, og konu hans varð ekki barna auðið. Barrie komst hins vegar í kynni við fimm unga bræður sem hann tók miklu ástfóstri við. Hann sagði þeim gjarnan sögur og í þessum sögum kom Pétur Pan fyrst fram. Hugsanlega hefur Pétur Pan einhverja skírskotun til drengjanna fimm en næstyngsti bróðirinn hét einmitt Peter. Sumir telja að eilíf æska Péturs Pan eigi að endurspegla eilífa æsku eldri bróður Barries en hann lést í slysi aðeins þrettán ára að aldri. Móðir þeirra bræðra komst aldrei yfir sonarmissinn og hefur höfundinum kannski fundist það huggun að ímynda sér bróður sinn á stað þar sem ekkert breytist og enginn eldist, í hálfgerðu himnaríki.

Sagan af Pétri Pan virðist höfða til allra aldurshópa. Börn hafa gaman af ævintýraþætti sögunnar, Pétur Pan kann að fljúga og lendir auk þess í ýmsum háska sem er þó ekki alltof hættulegur. Fullorðnir lesendur bókarinnar kunna að meta meinfyndinn stílinn og áhyggjuleysið sem fylgir því að eldast ekki og þurfa ekki að bera ábyrgð á neinu.

Myndir:

Höfundur

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

3.9.2007

Síðast uppfært

18.6.2018

Spyrjandi

Elín Erna, f. 1993

Tilvísun

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Var Pétur Pan til eða er þetta bara saga?“ Vísindavefurinn, 3. september 2007, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6786.

Stella Soffía Jóhannesdóttir. (2007, 3. september). Var Pétur Pan til eða er þetta bara saga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6786

Stella Soffía Jóhannesdóttir. „Var Pétur Pan til eða er þetta bara saga?“ Vísindavefurinn. 3. sep. 2007. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6786>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var Pétur Pan til eða er þetta bara saga?
Margir þekkja söguna af töfradrengnum síunga Pétri Pan og er hún löngu orðin sígild bæði meðal barna og fullorðinna. Sögupersónan Pétur Pan birtist fyrst í bókinni The Little White Bird (1902) eftir skoska rithöfundinn James Matthew Barrie (1860-1937). Seinna var sá hluti sögunnar sem Pétur Pan kemur fram gerður að leikriti sem sett var upp í London árið 1904 undir nafninu Peter Pan, the Boy Who Wouldn’t Grow Up.

Nokkrum árum síðar endurskrifaði höfundurinn verkið og gaf það út sem barnabók. Síðan hefur sagan af Pétri Pan komið út í ótal útgáfum, endursögðum og einfölduðum, leikgerðum, söngleikjum, teiknimyndum og bíómyndum. Sá Pétur Pan sem flestir sjá fyrir sér er líklega í þeirri útgáfu sem Disney-fyrirtækið dró upp af honum. Þar er hann þó talsvert ólíkur þeim Pétri Pan sem lesendur kynnast í upphaflegri útgáfu höfundarins, en sá er mikill óknyttadrengur, fór frá foreldrum sínum sem smábarn, hlær að óförum annarra.

Þessi stytta af Pétri Pan var afhjúpuð í Kensington-garðinum í London árið 1912.

Pétur Pan býr í Hvergilandi (e. Neverland) þar sem tíminn líður ekki og því heldur hann eilífri æsku sinni. Pétur Pan fer fyrir hópi stráka sem kalla sig Týndu drengina (e. The Lost Boys) og þeir eiga engan að nema hann. Pétur Pan getur heimsótt mannheima að vild og ferðast þá venjulega í samfloti með litlum álfi sem heitir Skellibjalla (e. Tinkerbell).

Sagan af því þegar Pétur Pan kynnist Vöndu og bræðrum hennar hefst einmitt á einni slíkri ferð til mannheima. Pétur Pan lendir í vandræðum með skuggann sinn sem sífellt reynir að komast undan eigandanum og laumar sér inn um gluggann til Vöndu og bræðranna. Börnin vakna og eftir stutta kynningu verður úr að börnin fara með Pétri Pan til Hvergilands. Vanda tekur strákagengið í sína umsjá, hún segir þeim sögur og sinnir þeim eins og hún væri móðir þeirra. Börnin lenda í ýmsum ævintýrum, hitta indíána og hafmeyjur, og lenda í baráttu við illskeytta sjóræningja sem lúta stjórn Króks kafteins, erkióvinar Péturs Pan. Í lok sögunnar snúa Vanda og bræður hennar aftur heim til Lundúna ásamt Týndu strákunum, enda verða þau að halda áfram lífi sínu þar og fullorðnast. Pétur Pan verður hins vegar eftir í Hvergilandi.

J. M. Barrie.

Höfundi sögunnar um Pétur Pan, J. M. Barrie, og konu hans varð ekki barna auðið. Barrie komst hins vegar í kynni við fimm unga bræður sem hann tók miklu ástfóstri við. Hann sagði þeim gjarnan sögur og í þessum sögum kom Pétur Pan fyrst fram. Hugsanlega hefur Pétur Pan einhverja skírskotun til drengjanna fimm en næstyngsti bróðirinn hét einmitt Peter. Sumir telja að eilíf æska Péturs Pan eigi að endurspegla eilífa æsku eldri bróður Barries en hann lést í slysi aðeins þrettán ára að aldri. Móðir þeirra bræðra komst aldrei yfir sonarmissinn og hefur höfundinum kannski fundist það huggun að ímynda sér bróður sinn á stað þar sem ekkert breytist og enginn eldist, í hálfgerðu himnaríki.

Sagan af Pétri Pan virðist höfða til allra aldurshópa. Börn hafa gaman af ævintýraþætti sögunnar, Pétur Pan kann að fljúga og lendir auk þess í ýmsum háska sem er þó ekki alltof hættulegur. Fullorðnir lesendur bókarinnar kunna að meta meinfyndinn stílinn og áhyggjuleysið sem fylgir því að eldast ekki og þurfa ekki að bera ábyrgð á neinu.

Myndir:...