Stærsta hús í heimi, miðað við grunnflöt, sem nefnt er í Heimsmetabók Guinness frá árinu 1985, er blómamarkaðshöll í Aalsmeer, Hollandi, 303.282 m2. Stærsta hús miðað við rúmtak er aðalsamsetningarsalur Boeing-flugvélasmiðjunnar í Everett í Washington, Bandaríkjunum: 5,6 milljón m3.
Stærsta verksmiðja telst Nizhniy Tagil járnbrautarvagna- og skriðdrekaverksmiðjan, norðvestur af borginni Sverdlovsk í Úkraínu. Flötur hennar er 827.000 m2
Stærsta stjórnunaraðsetur í heimi að grunnfleti er Pentagon „fimmhyrningurinn“ í Virginíuríki í Bandaríkjunum, en þar er aðsetur bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Samanlagður gólfflötur á 5 hæðum hússins er um 600.000 m2 en hver hinna fimm útveggja byggingarinnar er 281 m að lengd.
Stærsti kastali heims er Windsor-kastali í New Windsor á Englandi, eitt af aðsetrum bresku konungsfjölskyldunnar. Grunnflötur kastalans er 576x164 m.
Fengið úr Heimsmetabók Guinness (ritstj. Örnólfur Thorlacius, útg. Örn og Örlygur 1985). Mynd af vefsetri bandaríska varnarmálaráðuneytisins (The Pentagon)