Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Er þetta spurning?

Erlendur Jónsson

Einfalt svar gæti verið: Ef þetta er spurning, þá er þetta svar.

Flóknara svar: Það fer að sjálfsögðu eftir því, til hvers ábendingarfornafnið "þetta" vísar. En þar sem ekki er gefið í skyn hér að það vísi til neins annars en orðanna "er þetta spurning?", skulum við gera ráð fyrir að svo sé.

Nú geta "orð" verið ýmist a) orðagerðir, þ.e. tegundir ákveðinna orða, í þeim skilningi sem "bíll" og "bíll" eru sama orð, skrifað tvisvar, eða b) einstök dæmi um orð, í þeim skilningi sem "bíll" og "bíll" eru tvö mismunandi orð. Ennfremur má líta á orð sem ákveðna hluta tungumáls, án tillits til þess hvort þau eru notuð til að segja eitthvað, eða þannig að þau séu notuð í ákveðnu tilfelli í samskiptum manna á milli. Við skulum gera ráð fyrir að í þessu tilfelli sé um að ræða orðagerð, sem notuð er til að spyrja spurningar, þeirrar spurningar, hvort þau sjálf, eins og þau eru notuð í þessu tilfelli, myndi spurningu. Hér er því um að ræða svokallaða sjálfstilvísun, svipaða og þegar sagt er "ég er að ljúga núna" (þetta er dæmi um hina frægu þversögn, sem gengið hefur undir nafninu "lygarinn").En sjálfstilvísunin hefur hér enga sérstaka erfiðleika í för með sér, gagnstætt því sem gildir um "lygarann" (þar veldur hún miklum heilabrotum, sem heimspekingar hafa ekki enn fengið einhlíta niðurstöðu á), það hefði alveg eins mátt spyrja, hvort til dæmis "er kalt úti?" sé spurning. Þá vaknar auðvitað spurningin: "hvað er spurning?".

Algengustu not tungumáls eru þau að fullyrða eitthvað, segja að eitthvað sé satt, til dæmis eins og þegar sagt er "það er hlýtt úti núna". Hér er tilgangurinn að koma ákveðnum upplýsingum til skila til þess sem orðunum er beint til. En líka má nota málið til dæmis til að skipa fyrir, eins og í "bónaðu bílinn fyrir mig núna!", eða lofa, eins og í "ég lofa að bóna bílinn á morgun!", eða skíra, eins og þegar prestur segir við skírnarathöfn "ég skíri þig Guðmund Svan", eða til ótal annarra hluta.

Eitt af mikilvægustu hlutverkum málsins er að veita upplýsingar, eins og áður greinir, og því er annað mikilvægt hlutverk þess að biðja um upplýsingar. Þetta getum við gert á ýmsa vegu, til dæmis með því að segja "mig vantar upplýsingar um ...", eða "mig langar til að biðja þig að fræða mig um...", en algengasta leiðin er einmitt að nota form spurningar, það er segja eitthvað á forminu "er satt, að .....?". Líta má á spurningu sem áskorun til viðmælandans að veita upplýsingar, sem geta verið svokallaðar "já-nei" spurningar eða "hvað-hver" spurningar eða "hvort" spurningar eða á einhverju öðru formi. En til þess að spurning hafi merkingu, verður að koma fram, hvers konar upplýsinga vænst er.

Í þessu tilfelli er beðið um upplýsingar um merkingarfræðilega eiginleika ákveðinnar notkunar á orðagerð, hvort unnt sé að lýsa henni sem spurningu. Og svarið er því: já.


Mynd: HB

Höfundur

prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

24.7.2000

Spyrjandi

Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Jóhann Davíð Ísaksson

Tilvísun

Erlendur Jónsson. „Er þetta spurning?“ Vísindavefurinn, 24. júlí 2000. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=682.

Erlendur Jónsson. (2000, 24. júlí). Er þetta spurning? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=682

Erlendur Jónsson. „Er þetta spurning?“ Vísindavefurinn. 24. júl. 2000. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=682>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er þetta spurning?
Einfalt svar gæti verið: Ef þetta er spurning, þá er þetta svar.

Flóknara svar: Það fer að sjálfsögðu eftir því, til hvers ábendingarfornafnið "þetta" vísar. En þar sem ekki er gefið í skyn hér að það vísi til neins annars en orðanna "er þetta spurning?", skulum við gera ráð fyrir að svo sé.

Nú geta "orð" verið ýmist a) orðagerðir, þ.e. tegundir ákveðinna orða, í þeim skilningi sem "bíll" og "bíll" eru sama orð, skrifað tvisvar, eða b) einstök dæmi um orð, í þeim skilningi sem "bíll" og "bíll" eru tvö mismunandi orð. Ennfremur má líta á orð sem ákveðna hluta tungumáls, án tillits til þess hvort þau eru notuð til að segja eitthvað, eða þannig að þau séu notuð í ákveðnu tilfelli í samskiptum manna á milli. Við skulum gera ráð fyrir að í þessu tilfelli sé um að ræða orðagerð, sem notuð er til að spyrja spurningar, þeirrar spurningar, hvort þau sjálf, eins og þau eru notuð í þessu tilfelli, myndi spurningu. Hér er því um að ræða svokallaða sjálfstilvísun, svipaða og þegar sagt er "ég er að ljúga núna" (þetta er dæmi um hina frægu þversögn, sem gengið hefur undir nafninu "lygarinn").En sjálfstilvísunin hefur hér enga sérstaka erfiðleika í för með sér, gagnstætt því sem gildir um "lygarann" (þar veldur hún miklum heilabrotum, sem heimspekingar hafa ekki enn fengið einhlíta niðurstöðu á), það hefði alveg eins mátt spyrja, hvort til dæmis "er kalt úti?" sé spurning. Þá vaknar auðvitað spurningin: "hvað er spurning?".

Algengustu not tungumáls eru þau að fullyrða eitthvað, segja að eitthvað sé satt, til dæmis eins og þegar sagt er "það er hlýtt úti núna". Hér er tilgangurinn að koma ákveðnum upplýsingum til skila til þess sem orðunum er beint til. En líka má nota málið til dæmis til að skipa fyrir, eins og í "bónaðu bílinn fyrir mig núna!", eða lofa, eins og í "ég lofa að bóna bílinn á morgun!", eða skíra, eins og þegar prestur segir við skírnarathöfn "ég skíri þig Guðmund Svan", eða til ótal annarra hluta.

Eitt af mikilvægustu hlutverkum málsins er að veita upplýsingar, eins og áður greinir, og því er annað mikilvægt hlutverk þess að biðja um upplýsingar. Þetta getum við gert á ýmsa vegu, til dæmis með því að segja "mig vantar upplýsingar um ...", eða "mig langar til að biðja þig að fræða mig um...", en algengasta leiðin er einmitt að nota form spurningar, það er segja eitthvað á forminu "er satt, að .....?". Líta má á spurningu sem áskorun til viðmælandans að veita upplýsingar, sem geta verið svokallaðar "já-nei" spurningar eða "hvað-hver" spurningar eða "hvort" spurningar eða á einhverju öðru formi. En til þess að spurning hafi merkingu, verður að koma fram, hvers konar upplýsinga vænst er.

Í þessu tilfelli er beðið um upplýsingar um merkingarfræðilega eiginleika ákveðinnar notkunar á orðagerð, hvort unnt sé að lýsa henni sem spurningu. Og svarið er því: já.


Mynd: HB

...