Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík

Geta kettlingar í einu goti átt hver sinn föður?

Jón Már Halldórsson

Svarið við þessari spurningu er já. Þegar læða hefur egglos, eða þegar hún breimar, losna mörg egg ólíkt því sem gerist hjá manninum því þar losnar í langflestum tilvikum aðeins eitt egg í hverjum tíðahring.

Segjum sem svo að læðan hafi samfarir við fleiri en einn högna á meðan hún breimar. Þá geta fleiri en einn frjóvgað eggin hennar og kettlingar í gotinu geta verið undan mismunandi högnum.


Kettir.

Undirritaður hefur nokkrum sinnum orðið vitni að þessu. Sem dæmi má nefna got eitt í Vesturbænum þar sem læða hafði gotið fjórum kettlingum, hún var "venjuleg" þrílit læða en hafði eignast bæði bröndótta fresskettlinga og kettlinga sem voru loðnir eins og norskir skógarkettir eru yfirleitt. Að öllum líkindum voru því tveir högnar á bak við þetta got, stutthærður bröndóttur fress og skógarkattarfress.

Þetta er möguleiki hjá öðrum spendýrum sem hafa þennan háttinn á. Oft er það þó þannig þegar karldýr kemst í tæri við kvendýr sem er tilbúið til mökunar að þá ver karlinn kvendýrið fyrir ágangi annarra karldýra, til að tryggja að hann einn geti frjóvgað egg hennar. Því ættu svona "blandaðar fjölskyldur" að vera sjaldgæfar í náttúrunni en möguleikinn er þó fyrir hendi.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.9.2007

Spyrjandi

Davíð Þór Jónsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta kettlingar í einu goti átt hver sinn föður?“ Vísindavefurinn, 28. september 2007. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6822.

Jón Már Halldórsson. (2007, 28. september). Geta kettlingar í einu goti átt hver sinn föður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6822

Jón Már Halldórsson. „Geta kettlingar í einu goti átt hver sinn föður?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2007. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6822>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta kettlingar í einu goti átt hver sinn föður?
Svarið við þessari spurningu er já. Þegar læða hefur egglos, eða þegar hún breimar, losna mörg egg ólíkt því sem gerist hjá manninum því þar losnar í langflestum tilvikum aðeins eitt egg í hverjum tíðahring.

Segjum sem svo að læðan hafi samfarir við fleiri en einn högna á meðan hún breimar. Þá geta fleiri en einn frjóvgað eggin hennar og kettlingar í gotinu geta verið undan mismunandi högnum.


Kettir.

Undirritaður hefur nokkrum sinnum orðið vitni að þessu. Sem dæmi má nefna got eitt í Vesturbænum þar sem læða hafði gotið fjórum kettlingum, hún var "venjuleg" þrílit læða en hafði eignast bæði bröndótta fresskettlinga og kettlinga sem voru loðnir eins og norskir skógarkettir eru yfirleitt. Að öllum líkindum voru því tveir högnar á bak við þetta got, stutthærður bröndóttur fress og skógarkattarfress.

Þetta er möguleiki hjá öðrum spendýrum sem hafa þennan háttinn á. Oft er það þó þannig þegar karldýr kemst í tæri við kvendýr sem er tilbúið til mökunar að þá ver karlinn kvendýrið fyrir ágangi annarra karldýra, til að tryggja að hann einn geti frjóvgað egg hennar. Því ættu svona "blandaðar fjölskyldur" að vera sjaldgæfar í náttúrunni en möguleikinn er þó fyrir hendi.

Mynd: