Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru fuglaber eitruð?

Þegar spyrjandinn talar um fuglaber á hann væntanlega við ber reyniviðarins eða reyniber. Berin eru afar áberandi á haustinn þegar laufin taka að falla og þau laða að sér fjölda skógarþrasta (Turdus illiacus).

Reyniberin eru lítið nýtt af okkur mannfólkinu, nema þá til skrauts. Þau hafa eitthvað verið soðin niður og gert úr þeim hlaup en það er ekki algengt nú á dögum. Reyniber eru ekki sérlega bragðgóð og því hafa fáir lyst á þeim. Reyniberin eru ekki eitruð en undirritaður leggur ekki til að menn borði mikið af berjunum því vafalaust er hægt að fá ónot í magann af þeim.


Reyniber.

Börnum er oft sagt að reyniber séu eitruð, væntanlega til að þau varist að borða þau en hinn áberandi rauði litur berjanna getur freistað margra. Þessi varnaðarorð eiga fullan rétt á sér því að það er góð regla að forðast að tína í sig þær afurðir náttúrunnar sem maður þekkir ekki.

Reyniber eru aldin reynitrjáa (Sorbus aucuparia) sem geta orðið stór og glæsileg. Þau mynda ekki skóga hér á landi heldur er algengast að þau vaxi innan um birkikjarr og standa þau þá upp úr kjarrinu. Þau vaxa einnig í skjólgóðum gjám og að sjálfsögðu í görðum víðs vegar um landið.

Heimild og mynd:
  • Hörður Kristinsson. Íslenska plöntuhandbókin. Mál og menning. Reykjavík. 1998.
  • Wikipedia.org

Útgáfudagur

1.10.2007

Spyrjandi

Jón Teitur

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru fuglaber eitruð?“ Vísindavefurinn, 1. október 2007. Sótt 16. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6823.

Jón Már Halldórsson. (2007, 1. október). Eru fuglaber eitruð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6823

Jón Már Halldórsson. „Eru fuglaber eitruð?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2007. Vefsíða. 16. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6823>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Daníel Þór Ólason

1967

Daníel Þór Ólason er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Sálfræðideildar. Rannsóknir Daníels hafa fyrst og fremst verið á sviði hegðunarfíkna en einnig hefur hann fengist við rannsóknir í próffræði og persónuleikasálfræði.