Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík

Af hverju heita Rauðahaf og Svartahaf þessum nöfnum?

Vignir Már Lýðsson

Það er nú einu sinni svo að fyrirbæri fá oft nöfn sem lýsa útliti þeirra eða eiginleikum. Stundum er auðvelt að átta sig á hver vísunin en í öðrum tilfellum liggur málið ekki eins ljóst fyrir. Rauðahafið er dæmi um það, þar sem það er vanalega blágrænt á lit en ekki rautt.

Nokkrar kenningar eru til um uppruna nafnsins Rauðahaf. Nafnið er bein þýðing úr grísku, Eryþra Þalassa (með grísku letri: Ερυθρά Θάλασσα). Söguritarinn Heródótos notaði orðið rauður um hafið í ritum sínum vegna þess að það er í suður frá Grikklandi séð en í sumum málum eru litir notaðir til að tákna áttir. Við sjáum þess enn merki á nútímaáttavitum þar sem nálin sem vísar í suður er oft rauð en svört í hinn endann.

Við Rauðahafið býr þjóðflokkur sem ber nafnið Himyarítar en það merkir einmitt rauður. Við hafið eru einnig fjöll sem eru rík af járnoxíðum og fá þar með rauðan lit, til dæmis Harie Edom fjöll en Edom merkir rauðleitt yfirbragð. Enn ein kenningin er sú að nafnið sé til komið vegna nálægðar sinnar við egypsku eyðimörkina en Fornegyptar kölluðu hana Dashret eða Landið rauða.

Sú kenning um uppruna nafnsins sem margir hallast að tengist blá-grænþörungnum Trichodesmium erythraeum sem þar lifir. Þegar þessir þörungar blómstra geta myndast rauð- eða bleikleitir flekkir á sjónum. Eftir blómstrun drepast þörungarnir og fá þá rauðbrúnan lit sem gefur sjónum rauðan blæ í skamma stund.

Svartahafið er hyldjúpt vatn, allt að 2200 metrar, og aðstæður í vatninu valda þar að auki gríðarmiklum þörungavexti. Það gerir það að verkum að einungis sést um fimm metra niður í vatnið frá yfirborðinu og hafið virðist því mjög dökkt að lit. Til samanburðar sést niður á allt að 35 metra dýpi í Miðjarðarhafinu. Ein skýring á heiti Svartahafs er sú að á 200 metra dýpi eigi þykkt lag af vetnissúlfíðum (sambönd vetnis og brennisteins) upptök sín og frá og með því dýpi þrífist ekkert líf, þar ríkir því svart myrkur.

Ekki er hægt að rekja nafnið Svartahaf lengra en til 13. aldar með nokkurri vissu en hugsanlega er það þó eldra. Það má vera að á sama hátt og Heródótos notaði rauða litinn til þess að vísa til þess að Rauðahafið var í suðri hafi svarti liturinn, sem táknar norður, vísað til þess að Svartahafið liggur í norður frá Grikklandi séð.


Bospórussund, sundið á milli Svartahafs og Marmarahafs. Svartahafið er hér ofar á myndinni og er litamunurinn greinilegur.

Eins og umfjöllunin ber með sér er ekki hægt að fullyrða með neinni vissu um uppruna nafna þessara tveggja hafa og því verða kenningarnar sem raktar hafa verið hér að duga.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

2.10.2007

Spyrjandi

Magnea Jónsdóttir Weseloh
Hanna Guðmundsdóttir

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson. „Af hverju heita Rauðahaf og Svartahaf þessum nöfnum?“ Vísindavefurinn, 2. október 2007. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6824.

Vignir Már Lýðsson. (2007, 2. október). Af hverju heita Rauðahaf og Svartahaf þessum nöfnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6824

Vignir Már Lýðsson. „Af hverju heita Rauðahaf og Svartahaf þessum nöfnum?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2007. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6824>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heita Rauðahaf og Svartahaf þessum nöfnum?
Það er nú einu sinni svo að fyrirbæri fá oft nöfn sem lýsa útliti þeirra eða eiginleikum. Stundum er auðvelt að átta sig á hver vísunin en í öðrum tilfellum liggur málið ekki eins ljóst fyrir. Rauðahafið er dæmi um það, þar sem það er vanalega blágrænt á lit en ekki rautt.

Nokkrar kenningar eru til um uppruna nafnsins Rauðahaf. Nafnið er bein þýðing úr grísku, Eryþra Þalassa (með grísku letri: Ερυθρά Θάλασσα). Söguritarinn Heródótos notaði orðið rauður um hafið í ritum sínum vegna þess að það er í suður frá Grikklandi séð en í sumum málum eru litir notaðir til að tákna áttir. Við sjáum þess enn merki á nútímaáttavitum þar sem nálin sem vísar í suður er oft rauð en svört í hinn endann.

Við Rauðahafið býr þjóðflokkur sem ber nafnið Himyarítar en það merkir einmitt rauður. Við hafið eru einnig fjöll sem eru rík af járnoxíðum og fá þar með rauðan lit, til dæmis Harie Edom fjöll en Edom merkir rauðleitt yfirbragð. Enn ein kenningin er sú að nafnið sé til komið vegna nálægðar sinnar við egypsku eyðimörkina en Fornegyptar kölluðu hana Dashret eða Landið rauða.

Sú kenning um uppruna nafnsins sem margir hallast að tengist blá-grænþörungnum Trichodesmium erythraeum sem þar lifir. Þegar þessir þörungar blómstra geta myndast rauð- eða bleikleitir flekkir á sjónum. Eftir blómstrun drepast þörungarnir og fá þá rauðbrúnan lit sem gefur sjónum rauðan blæ í skamma stund.

Svartahafið er hyldjúpt vatn, allt að 2200 metrar, og aðstæður í vatninu valda þar að auki gríðarmiklum þörungavexti. Það gerir það að verkum að einungis sést um fimm metra niður í vatnið frá yfirborðinu og hafið virðist því mjög dökkt að lit. Til samanburðar sést niður á allt að 35 metra dýpi í Miðjarðarhafinu. Ein skýring á heiti Svartahafs er sú að á 200 metra dýpi eigi þykkt lag af vetnissúlfíðum (sambönd vetnis og brennisteins) upptök sín og frá og með því dýpi þrífist ekkert líf, þar ríkir því svart myrkur.

Ekki er hægt að rekja nafnið Svartahaf lengra en til 13. aldar með nokkurri vissu en hugsanlega er það þó eldra. Það má vera að á sama hátt og Heródótos notaði rauða litinn til þess að vísa til þess að Rauðahafið var í suðri hafi svarti liturinn, sem táknar norður, vísað til þess að Svartahafið liggur í norður frá Grikklandi séð.


Bospórussund, sundið á milli Svartahafs og Marmarahafs. Svartahafið er hér ofar á myndinni og er litamunurinn greinilegur.

Eins og umfjöllunin ber með sér er ekki hægt að fullyrða með neinni vissu um uppruna nafna þessara tveggja hafa og því verða kenningarnar sem raktar hafa verið hér að duga.

Heimildir og myndir:

...