Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?

Jón Már Halldórsson

Ýmsar ástæður geta legið að baki nafngiftum dýra hvort sem er á íslensku eða í erlendum málum.

Sum dýrsheiti eru forn og hafa borist hingað í gegnum fjölmörg tungumál. Dæmi um það er heitið ljón sem hljómar nokkuð líkt á flestum indóevrópskum tungum. Á latínu er það leo. Á ensku og frönsku kallast dýrið 'lion' og Spánverjar tala um 'leon'. Sams konar orð er notað í sumum slavneskum tungumálum, í rússnesku er það til dæmis nefnt 'lev'.

Á tungumálum þjóða sem tala ekki indóevrópsk mál en hafa búið í návígi við ljón í þúsundir ára eru notuð óskyld heiti á dýrinu. Í swahílí sem töluð er í Austur-Afríku nefna menn ljónið til dæmis 'simba'.


Flugur af ættbálki tvívængna hafa langa fótleggi.

Mörg dýr hafa séríslensk heiti, til dæmis fjölmargar algengar fuglategundir, eins og lóan og þrösturinn en um hann má lása nánar í svari Jóns Gunnar Þorsteinssonar við spurningunni Hvort er vorboðinn ljúfi lóa eða þröstur?. Stundum er vísað til líkamlegra sérkenna tegunda þegar þær fá íslenskt heiti, svo sem nashyrningur sem hefur einkennandi horn ofan á nefinu. Á ensku kallast nashyrningur 'rhinoceros', stundum stytt sem 'rhino', Frakkar tala um rhinocéros og latneska heitið er rhinoceros. Í þessu tilfelli hefur erlenda heitið því ekki ratað inn í íslenskt mál. Önnur dæmi um það eru ísbjörn, háhyrningur og loðna.

Aðrar íslenskar nafngiftir vísa til stærðar eða smæðar dýranna, til dæmis dvergsnjáldra, tröllakrabbi eða risasmokkfiskur. Og enn aðrar vísa svo til atferlis dýra, svo sem þvottabjörn.

Í svari Guðrúnar Kvaran við sömu spurningu segir þetta um heiti hrossaflugunnar:
Hrossaflugan er af ættbálki tvívængna rétt eins og mýflugur og moskítóflugur. Ættarheitið er Tipulidae en það skýrir ekki heiti flugunnar. Hún hefur stóra og langa fætur og sker sig þannig frá mýflugunni. Líklegast er að nafnið hafi hún fengið annaðhvort af því að fæturnir hafi þótt minna á langa leggi hestsins eða af því að þeir hafi þótt hrossalegir, það er ‘grófir, klunnalegir’, í samanburði við búkinn.
Þess má í lokin geta að Englendingar nefna hrossafluguna 'daddy long-leg' og vísar það augljóslega til langra lappanna.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.10.2007

Spyrjandi

Sigurður Svavarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 2. október 2007. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6825.

Jón Már Halldórsson. (2007, 2. október). Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6825

Jón Már Halldórsson. „Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2007. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6825>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?
Ýmsar ástæður geta legið að baki nafngiftum dýra hvort sem er á íslensku eða í erlendum málum.

Sum dýrsheiti eru forn og hafa borist hingað í gegnum fjölmörg tungumál. Dæmi um það er heitið ljón sem hljómar nokkuð líkt á flestum indóevrópskum tungum. Á latínu er það leo. Á ensku og frönsku kallast dýrið 'lion' og Spánverjar tala um 'leon'. Sams konar orð er notað í sumum slavneskum tungumálum, í rússnesku er það til dæmis nefnt 'lev'.

Á tungumálum þjóða sem tala ekki indóevrópsk mál en hafa búið í návígi við ljón í þúsundir ára eru notuð óskyld heiti á dýrinu. Í swahílí sem töluð er í Austur-Afríku nefna menn ljónið til dæmis 'simba'.


Flugur af ættbálki tvívængna hafa langa fótleggi.

Mörg dýr hafa séríslensk heiti, til dæmis fjölmargar algengar fuglategundir, eins og lóan og þrösturinn en um hann má lása nánar í svari Jóns Gunnar Þorsteinssonar við spurningunni Hvort er vorboðinn ljúfi lóa eða þröstur?. Stundum er vísað til líkamlegra sérkenna tegunda þegar þær fá íslenskt heiti, svo sem nashyrningur sem hefur einkennandi horn ofan á nefinu. Á ensku kallast nashyrningur 'rhinoceros', stundum stytt sem 'rhino', Frakkar tala um rhinocéros og latneska heitið er rhinoceros. Í þessu tilfelli hefur erlenda heitið því ekki ratað inn í íslenskt mál. Önnur dæmi um það eru ísbjörn, háhyrningur og loðna.

Aðrar íslenskar nafngiftir vísa til stærðar eða smæðar dýranna, til dæmis dvergsnjáldra, tröllakrabbi eða risasmokkfiskur. Og enn aðrar vísa svo til atferlis dýra, svo sem þvottabjörn.

Í svari Guðrúnar Kvaran við sömu spurningu segir þetta um heiti hrossaflugunnar:
Hrossaflugan er af ættbálki tvívængna rétt eins og mýflugur og moskítóflugur. Ættarheitið er Tipulidae en það skýrir ekki heiti flugunnar. Hún hefur stóra og langa fætur og sker sig þannig frá mýflugunni. Líklegast er að nafnið hafi hún fengið annaðhvort af því að fæturnir hafi þótt minna á langa leggi hestsins eða af því að þeir hafi þótt hrossalegir, það er ‘grófir, klunnalegir’, í samanburði við búkinn.
Þess má í lokin geta að Englendingar nefna hrossafluguna 'daddy long-leg' og vísar það augljóslega til langra lappanna.

Mynd: